Þeir sem mig þekkja vita að ég ELSKA kisur. Drottningin á heimilinu, Monsa, á stóran stað í mínu hjarta.
Reglulega skoða ég heimasíðu Kattholts þar sem kisur eiga griðastað þegar enginn annar vill sjá þær. Þeir sem lesa bloggið mitt reglulega vita líka að ég hef ekki góða reynslu af forstöðukonunni þar sem veitti mér og Hlyni frekar óblíðar og ókurteisar móttökur þegar við ætluðum að kíkja þangað einu sinni.
Þessi fallega læða fannst í kassa ásamt annarri læðu og voru þær skiljanlega mjög hræddar greyin. Hver gerir svona!!!!!
En hvað um það. Ég get fyrirgefið henni auðveldlega, sérstaklega þar sem Kattholt tekur á móti kisum og kettlingum sem fólk hefur skilið eftir á víðavangi, í poka, kassa eða búri. Borið út móður með nýkomna kettlinga af því að dýrin eru ekki velkomin á heimilið.
Þegar ég skoða heimasíðunna hjá Kattholti langar mig alltaf til að gráta, bruna suður og taka öll þessi fallegu, blíðu, hræddu dýr heim til mín. Og hjarta mínu blæðir þegar ég sé að enginn vill taka þau að sér. Nema Kattholt.
Ef þið kæru lesendur hafið tækifæri á því að styrkja Kattholt með smáum eða stórum framlögum getið þið lagt inn á reikning 113-26-000767, kt. 550378-0199. Einnig er hægt að gerast félagi í Kattavinafélagi Íslands með því að skrá sig hér. Ársgjaldið er einungis 2500 kr.
Ef þið sjáið ykkur fært um að taka að ykkur eina fallega kisu eða svo get ég lofað ykkur að þið eigið eftir að elska hana. Ekkert dýr á það skilið að vera borið út ásamt afkvæmum sínum.
Og þið þarna úti sem eigið kisur, látið gelda þau ef þið viljið ekki bera ábyrgð á því sem fylgir því að gera það ekki.
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.