Danmörk

Úff, var búin að skrifa HEILMIKIÐ um Danmerkurferðina sem svo bara týndist! Sem sagt færslan, ekki Danmerkurferðin.

 

Já, gaman gaman í Danaveldi, heimsókn til Írisar og co tvisvar sinnum, flóttamannabær, Litla Hafmeyjan, Kristjanía, höllin hennar Möggu, út að borða, J-dagurinn, jólasveinabúningar, Strikið, versla mikið, hittingur á Café Norden með Berglindi, Júlla og Andreu Ósk yndislegu,bjór, rauðvín og margt margt fleira.

 

Heimsókn til Írisar og co: eftir að hafa hvílt lúin bein á flottu 4* hóteli í miðbæ Köben héldum við til Taastrup þar sem Íris og co á heima. Fengum æðislegan mat og enn æðislegri eftirrétt sem Hlynur er ennþá að tala um, brownies með Fisherman´s Friend krapi í eftirrétt. He will not shut up about it!  Við sex, ég, Hlynur, Halla, Siggi, Helga og Ási tókum leigubíl í bæinn aftur því lestarferðin til Taastrup var löng og full af mistökum, gönguferðum, biðtíma, Íslendingaskap(það er víst orð!!) og kulda. Ekki mér að kenna....hóst.

 

Flóttamannabær: heimsóttum Sandholm sem er um 40 mín fyrir utan Köben með rútu. Afgirtur(hlið og allt) bær sem eitt sinn var herstöð. Fengum fyrirlestur frá lögreglunni, útlendingaeftirlitinu og Rauða Krossinum sem vinna þarna saman. Flóttamenn koma þarna til þess að biðja um hæli í Danmörku, búa þarna jafnvel í nokkur ár á meðan verið er að taka mál þeirra fyrir. Ótrúlegt hvað það er mikill munur á kerfinu hér og þar, þar sem svo lítil vegalengd er á milli. Nenni samt ekki að skrifa um það akkúrat núna þar sem rauðvín er í blóðinu.... (ókei þessi færsla er skrifuð í tveimur hollum, ég er ekki drukkin á mánudagsmorgni....)

 

Litla Hafmeyjan: eh, já hún er ekki stór....

 

Kristjanía: lentum í lögreglurassíu með hundum og allt! Mega stuð!

 

Höllin hennar Möggu: Jamm skoðuðum torgið og verðina brjáluðu með loðhúfurnar.....

 

Út að borða: borðuðum á Amadeus, alveg ágætt veitingahús með færeyskri þjónustustúlku sem sló í gegn með framburði sínum á nöfnum íslendinganna.

 

J-dagurinn: Mjög þekktur dagur í Danmörku. Íslendingar eru að reyna að herma eftir þessum degi sem ég efa stórlega að eigi eftir að vera eins skemmtilegur og í Köben!! Þegar jólabjórinn í Dan kemur út í byrjun nóv á ári hverju  er auglýst með miklum fyrirvara að fyrsti snjórinn muni falla á Ráðhústorginu kl nákvæmlega eitthað, sem í þetta skiptið var 3. nóv kl 20:59, þar sem Tuborg jólasveinar munu syngja og gefa bjór!  Akkúrat á þeim tíma vorum við að kyngja matnum á Amadeus. Eftir matinn héldum við þó nokkur á pöbbarölt um Nyhavn. Settumst á fyrsta barinn sem við rákumst á. Sjá framhald í jólasveinabúningar.....

 

Jólasveinabúningar: Sem sagt við fórum sex út á pöbbarölt, ég, Hlynur, Jóna, Sturla Páll og Gabríela vinnufélagar mínir og Bikki maður Gabríelu. Eftir að hafa sest niður á fyrsta pöbbnum sem við komum að renndi Tuborg TRUKKUR með fullt af jólasveinum og þeirra konum, bjór, söng og fullt af gleði, akkúrat við pöbbinn okkar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Og þar sem þetta virtist vera síðasti pöbbinn sem þeir stoppuðu á, afklæddu tveir jólasveinar sig og gáfu Hlyni mínum og Bikka fötin sín!! ógó töff!

Versla mikið: versla miiiiiikið!!! Föt og jólagjafir í aðalhlutverki....Hlynur þunnur....

 

Strikið: Labb labb, bjór, labb labb.......Hlynur þunnur....

 

Hittingur á Café Norden: Berglind, Júll og Andrea Ósk hittu okkur Hlyn á hinu yndislega og dýra Café Norden. Hápunktur hittingsins var samlokuatriðið hans Júlla. Andrea prinsessa var eitthvað soltin þegar hún kom og Berling bauð henni að fá samloku með skinku og osti, sem hún þáði. Nema hvað, Júlli og Andrea biðu vitlausu megin í röðinni í langann tíma eða þar til einhver aumkvaði sig yfir þau og benti þeim á að fara aftast í röðina.... Eftir dúk og disk kemur líka þessi risasamloka, stórt baquette með fullt af flottri skinku, káli osti og grænmeti á risa disk. Við störðum bara á þetta ferlíki sem litli líkaminn átti að innbyrgða, púff. Jæja, Júlli tekur upp hníf og gaffal, stingur í samlokuna til þess að skera fyrsta bitann og PLAMMMM!!!! diskurinn flaug og lenti öfugur á gólfinu...... Við gjörsamlega dóum úr hlátri, aðallega Hlynur samt sem myndaði þetta í bak og fyrir:)

 

Bjór, rauðvín : já mikið drukkið af báðum tegundum...

 

Jamm. Svo endaði ferðin á 14 klst bið á Kaastrupflugvelli vegna snarklikkaðs veðurs á Íslandi, gat nú verið. Fórum frá hótelinu kl 11 á sunnudagsmorgun og vorum komin upp í sófa hjá Árelíu og Gumma 06:00 á mánudagsmorgni. Skítug, þreytt og á leið í flug vestur eftir 3 klst og þaðan í vinnu. Gaman gaman. Rétt náði að kyssa Írisi Júlíu sem var yndisleg að venju. Oh hvað ég sakna hennar!!!

 

Myndir frá ferðinni verða settar inn innan skamms.

 

Næsta færsla verður um liðna helgi, afmæli Hlyns mín og matarklúbb.

 

knús knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið, að ritstíflan brást!

já Danmörkuferiðin var æði. afmæli, tæra súpan, verslanir, strikið, hótelið og bara allt.

kv Halla Signý

Halla Signý (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:02

2 identicon

Þessi ferð hefur verið algjört æði!  Hlakka til næstu færslu! og hafið það gott um helgina, Til hamingju með afmælið þá Hlynur! 

knús, Helen 

Helen (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 06:02

3 identicon

Þessi ferð hefur verið algjört æði!  Hlakka til næstu færslu! og hafið það gott um helgina, Til hamingju með afmælið þá Hlynur! 

knús, Helen 

Helen (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 06:02

4 identicon

glöð að þú ert komin heim, og hlakka til vafflna á sunnudaginn!!!!

er líka sérlega ánægð með nýtt viðskeyti á nafnið mit tí linkunum;=)

kv

hin Stórkostlega

Lísbet (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband