Við eigum 5 ára afmæli á laugardaginn 28. júní!

Ég eyddi kvöldinu í kvöld í dásamlegu veðri, með stórkostlegum konum,  æðislegum mat og frábærum pottum(pottakynning) Annska bauð 9 konum heim í heiðardalinn, Arnardal, þar sem hún bauð upp á dýrindis mat, eldaðan snilldarlega í Saladmaster pottum og pönnum. Kona að sunnan var sem sagt að kynna þessa snilld fyrir okkur(trúið mér, þetta er snilld!). Við matarborðið kom upp umræða um hvernig við, þessar lofuðu, höfðum kynnst mönnunum okkar. Ég sagði þeim að sjálfsögðu sögu okkar Hlyns sem er náttúrulega bara fyndin!! Þær vildu endilega sjá söguna á blogginu mínu og birti ég því söguna aftur(setti hana hér fyrir 3 árum) núna í tilefni af 5 ára afmæli okkar Hlynsa litla. Ég verð samt að hvetja Önnsku til að setja sína sögu á bloggið sitt þar sem hennar er brjálæðislega fyndin:)

Anívei, njótið:

 Fyrir nákvæmlega 5 árum síðan síðan var ég, Harpa litla á leiðinni á Jónsmessuball í fjárhúsunum í Hrauni á Ingjaldssandi. Það var laugardagur og ágætis veður að mig minnir. Fyrr um daginn hafði ég farið út að labba í góða veðrinu og endaði ég fram í Hrauni í kaffi. Þar var fjör að vanda á sólpallinum og í garðinum. Eftir smástund röltu 2 ungir menn upp á pallinn, annar þeirra var Halli sæti frá Flateyri og hinn var hár, dökkhærður og myndarlegur drengur. "Mmmmm....sætur strákur" hugsa ég. Þessir drengir voru hluti af hljómsveitinni sem átti að spila fyrir dansi um kvöldið.

 

Snemma um kvöldið var svo bálköstur á túninu þar og fólk byrjað að teyga söngvatn og syngja....of course. Þar sá ég drengnum myndarlega bregða fyrir aftur og fylgdist ég grant með honum út undan mér.

 

Jæja, svo leið á kvöldið og tími til kominn að bregða sér á ball. Ég var í mínu "fínasta pússi" fyrir fjárhúsin, svörtum íþróttabuxum og ljósbleikum bol með mynd framan á sem mamma hafði átt. Mér fannst ég vera æðisleg:) Ég mætti á dansleikinn og tók nokkur spor með Ágústu(sem hefur mjög líka sögu að segja frá þessu balli.......bara allt annar drengur, með fleiri krullur). Þar sé ég myndarlega drenginn upp á sviði spilandi á bassa. Kikn kikn kikn :) Ég fór þá að spjalla við Unu og Vigdísi sem sátu í góðu tómu á sólpallinum. Eftir smástund segi ég þegar við erum að tala eitthvað um stráka "verst að þessi dökkhærði myndarlegi er að spila......" Og á Vigdísi kemur svipur sem erfitt er að lýsa, soldið svona"ég-trúi-þessu-ekki-hvað-áttu-við-tíkin-þín!!" svipur. Einn af hljómsveitarmeðlimunum var nefnilega þáverandi kærasti hennar. "Hvaða strákur?" spyr hún. "Þessi sem er á bassanum" segji ég.Þá kemur þessi "thank-god!" svipur á hana og hún hlær, verður geðveikt spennt og kemur með langa háværa ræðu um það hvað þessi strákur sé yndislegur og skemmtilegur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo rýkur hún allt í einu í burtu og sést ekki meir fyrr en hún rífur í mig og dregur mig á dansgólfið, upp að sviðinu þar sem við dönsum allt kvöldið. Þá hafði hún farið til hans upp á svið og sagt honum að á ballinu væri stúlka sem litist vel á piltinn. Hann bað hana vinsamlegs um að passa hana fyrir sig þar til eftir ballið.

 

Þegar ballinu lýkur er ég orðin frekar drukkin, sem er eiginlega skylda á sveitaballi, og stend fyrir utan fjárhúsin á spjalli við einhvern. Allt í einu er rifið í handlegginn á mér og ég er hálfdregin áfram af Hirti frænda(hann hafði sem sagt frétt að mér litist vel á drenginn hávaxna) og ég var gjörsamlega standsett við hlið drengsins og mín hendi sett í hans. Ég gat ekki hætt að flissa og drengurinn flissaði vandræðalega út í loftið og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Með það sama var okkur fylgt upp í eldgamla rútu sem hljómsveitin hafði til umráða. Eftir að við höfðum setið þar í smástund þá biður Hjörtur alla í rútunni vinsamlegast um að finna sér annan svefnstað og hóaði öllu liðinu út á núllkommaeinni. Um nóttina fer fram mikið að keleríi okkar á milli. En nú kemur það fyndna við þessa sögu þar sem það rómantíska er búið :

 

Við sofnum svefni hinnar réttlátu nokkurra sentimetra hárri koju. Ég hins vegar vakna  eftir einhverjar klst og vantar svona ROSALEGA MIKIÐ AÐ PISSA. Ég renni mér hljóðlega fram úr kojunni á nærunum og brjósthaldara(nei, það gerðist ekkert meira en kelerí you dirty bastards!) og reyni af öllum mætti að opna hurðina út. Munið þetta var ELDGÖMUL rúta. ekkert svona ýta á einn takka og"pfiff, tssss" hurð opnast. Nei, það var eins og hurðinni hefði verið læst, utan frá.....

 

Ég, ALVEG að pissa í mig reyni þá að vekja drenginn með öllum tiltækum ráðum en hann virtist ekki vera meira lifandi en kojan sjálf. Í hryllingi ímyndaði ég mig míga þarna inn í rútunni, á gólfið og drengurinn myndi vakna þegar sólin færi að skína og hitinn, og lyktin..........í rútunni yrði óbærileg. Ekki gat ég látið það gerast þannig að ég opnaði PÍNULÍTINN hliðarglugga, hoppaði í skó drengsins og TRÓÐ mér út um gluggann. Rétt áður en ég var komin út þá hafði ég vit á því að rétta hendina inn og ná taki á teppi. Ég stóð sem sagt úti, bakvið fjárhúsin í Hrauni, við hliðina á eldgamalli rútu, um hánótt, í brjálaðri þoku, á nærbuxum, brjósthaldara, með teppi og í skóm sem voru 6 númerum of stórir. Og svo pissaði ég. Oh hvað það var gott!

 

En svo tók nú ekki betra við. Þegar ég var búin áttaði ég mig á því að ég gæti ekki opnað hurðina utan frá heldur!!!!!!!!!!!!!!!!

 

Að lokum neyddist ég til þess að ganga svona "klædd" yfir á Brekku, sem er næsti bær við fyrir þá sem ekki vita, yfir túnin sem voru óslegin með 1 metra hátt virkilega blautt gras. Ég hló alla leiðina. Ein.

 

Já þar hafið þið það krakkar mínir, svona kynntumst við Hlynur minn. Allt Vigdísi og Hirti að þakka!!

 

knús Harpa

p.s ÉG ELSKA ÞIG HLYNUR!!!!!!!!!!! Til hamingju með daginn á laugardaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hahahaha frábær saga og innilega til hamingju með laugardaginn

Dísa Dóra, 26.6.2008 kl. 09:50

2 identicon

Til hamingju við Sævar minn skrapp út að hjóla í fyrrakvöld og kom til baka með lítinn sætan blómvönd sem hann hafði tínt sjálfur og hafði bundið fallega saman með snæri, með honum fylgdi lítið fallegt bréf

Ágústa (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

ohhhh! krúttið! (ekki segja honum að ég hafi kallað hann krútt....) æ hvað þetta var fallegt af honum 

Bið að heilsa liðinu í asparholtinu!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:35

4 identicon

Yndisleg saga, elsku Harpa okkar. Fyndið... sé alveg fyrir mér þegar þú gengur hlæjandi yfir á Brekku.

Kv. Seljavegsgengið... 

Til lukku með áfangann og afmælið!

Ísar Logi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til hamingju!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.6.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ég man eftir þegar þú komst yfir á Brekku,, alsæl og brosir líka daginn eftir 

Halla Signý Kristjánsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir að deila svona sætri sögu og til hamingju!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:01

8 identicon

æji þið eruð svo sæt! til hamingju með áfangann!

Kolbrún (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:26

9 identicon

hehe oh þetta er alltaf jafn fyndin saga! til hamingju með áfangann! :)

hvernig er veðrið annars fyrir vestan? Er að fara á hornstrandir í næstu viku, kem til ísafjarðar seint á laugardaginn og förum með bát á mánudaginn 7.júlí  Oh hvað ég hlakka til!

kv. Helen

helen (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:12

10 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Halla: ójá ég var sko alsæl og ekki frá því að ég hafi brosað í svefni líka:)

Helen: veðrið akkúrat núna er rokrassgat  með meiru en það fer batnandi, helgin á að vera rosa góð, heitt og sólskin;) góða ferð á strandirnar!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 1.7.2008 kl. 20:50

11 identicon

Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þegar þú komst með skóna hans Hlyns en hann var þá búin að gera dauðaleit af þeim og sat allann daginn á sólpallinum. Engum datt í hug að þú værir sökudólgurinn. Til hamingju gullin mín.

guja (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:24

12 identicon

Já þetta var sko yndislega frábærlega fyndið, ég brosi út að eyrum hérna við tilhugsunina um þetta allt saman, þetta var svo gaman. Og þegar þú varst að lýsa þessu fyrir Guðríði inni í búri daginn eftir og hún fór að leka niður búrvegginn í hláturskasti, ógleymanlegt alveg hreint. Bestu kveðjur til ykkar beggja, knús og saknaðarkveðjur Una :)

Una (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:53

13 identicon

Hahhaha frábær saga. Akkúrat þegar þetta var að gerast var ég kasólétt fyrir sunnan frekar súr yfir því að komast ekki á sveitaball!!!  Svo þegar dóttirin yndislega kom í heiminn var það á afmælisdegi eins af nýjustu kærustum fjölskyldunnar, Sævars krútts :)

En til hamingju með afmælið (bæði kærustu og hitt :) elsku Harpa mín

Sakni sakn frá DK

Berglind og co

Berglind Ósk (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:03

14 identicon

Innilega til haminjgu með afmælið harpa sæta

kv Kristín og co

Kristín og co (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband