Jæja, verð ég ekki að blogga áður en liðin helgi verður að þarsíðustu(eitt orð, tvö orð?) helgi....Ég var víst búin að lofa því.
Föstudagurinn síðasti fór í að vinna og undirbúa afmæli Hlyns(25 ára strákpattinn) og matarklúbbinn sem var á laugardagskvöldið. Hlynur fór að á skemmta sér í Holti, Önundarfirði, með kórfélugum sínum og konum þeirra. Ég var hinsvegar heima að elda fyrir matarklúbbinn. Risastóri hangikjötspotturinn hennar mömmu kemur sér vel þegar elda skal ungverska gúllassúpu fyrir 10 manns. Gulrætur, tómatar, paprikur, laukar, sellerí, kartöflur, hvítlaukur, nautakjöt, salt, chilipipar, kjötkraftur, vatn og nokkir staukar af unversku paprikudufti urðu þegar leið á kvöldið að gómsætri súpu sem sló í gegn kvöldið eftir. Fyrr um daginn hafði ég farið í verslunarleiðangur í leit að einhverju til þess að dekka borðið með og endaði á því að kaupa dúk í blómabúðinni sem þær notuðu sjálfar á sitt sýningarborð, bara svona svarblár pappírsdúkur, svo keypti ég gyllt kerti í gyllta kertastjakann okkar, gylltar sérvettur og gyllta grein. Á leiðinni heim stoppaði ég svo í Essó búðinni og keypti pínulítinn stauk af gylltu glimmeri. Gyllt gyllt gyllt!
Laugardagurinn rann upp með fögrum fyrirheitum. Hlynur fór eldhress út í bakarí að kaupa afmælismorgunmat. Eftir að hafa nært okkur og legið í leti í þónokkurn tíma drulluðumst við á fætur loksins til þess að klára að undirbúa kvöldið. Við komumst að því að við eigum eiginlega ekki neitt til þess að halda fínt matarboð. Við þurftum að fá lánað matarstell, rauðvínsglös, hvítvínsglös, staup, bjórglös og 12 stóla ! Við hefðum eiginlega bara átt að halda afmælið heima hjá Kötu og Óla sem voru svo yndisleg að lána okkur megnið af þessu:)
Jæja, um sjöleytið mætti matarklúbbsfólkið, við erum samtals 10, og svo birtust Jón Jens bróðir Hlyns og synir hans tveir Bjartmar og Guðbrandur, algjörlega óvænt:) Þeir höfðu sem sagt misskilið Hlyn þegar hann bauð þeim, afmælisgestir áttu sem sagt að koma eftir klukkan níu þegar við værum búin að borða. En það var bara gaman, við vippuðum út fleiri diskum og sem betur fer dugaði súpan akkúrat. Ekki dropi eftir af henni daginn eftir í þynnkunni...Í eftirrétt höfðum við vanilluís með heitri snickerssósu sem rann ljúflega niður í mannskapinn. Með súpunni höfðum við rauðvín og bjór og danska ákavítið fyrir þá sem vildu. Glimmerið sem ég hafði dreift ríkulega á dúkinn var kominn út um allt á öllum :) Allir karlarnir voru eins og glimmerhommsar í framan og konurnar glimrandi fínar;)
Upp úr níu mættu afmælisgestirnir, Dúi og Marta, Anna Sigga og Jonni, Kristín og Ívar, Hjörtur, Magga, Sóley og fyrir voru Nonni, Bjartmar, Guðbrandur, Jói og Randý, Óli og Kata, Steini og Sigrún og Óli og Íris(ekki okkar heldur Óli vinnufélagi).Yngsti matarklúbbsgesturinn var aðeins rétt mánaðargömul prinsessa sem Ólí og Íris eiga. Bara yndislegt að hafa hana:) Kling kling kling!
Eftir að hafa setið allt kvöldið í góðum félagsskap smá týndist úr hópnum og síðustu gestirnir fóru út með afmælisbarninu á Krúsina. Hrikalega skemmtilegt kvöld !
Sunnudagurinn fór í þynnku....
vikan hefur verið tíðindalítil að öðru leyti, Hlynur hefur gist á Hóli af því að bíllinn okkar er á verkstæði greyið. Ég fæ þá báða vonandi heim í dag. Ég og Monsa höfum haft það gott einar í kotinu, ég pússlandi, hún mjálmandi.
Helgin sem framundan er er ekki skipulögð nema við ætlum að bjóða fallegu fjölskyldunni hennar Lísbetar(sjáið nýju bloggsíðuna hennar, linkur hér til hægri)í vöfflur á sunnudaginn. Oh hvað ég hlakka til að sjá þau, svo langt síðan við höfum séð Söru og Hörð litla!
Ég ætla að reyna að rusla það af að setja inn myndir um helgina, heill haugur sem ég á eftir að flokka og setja inn....púff
jæja krakkar mínir og Geiri, veriði stillt og kvittið !! svo gaman að fá kvitt:)
knús og kram
Harpa
p.s. Kíkið á þetta : Að lifa í þögn hann er svo yndislegur hann Hlynur minn!
Flokkur: Bloggar | 24.11.2006 | 12:03 (breytt kl. 12:10) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ bara að kvitta, það er svo gaman að lesa bloggið þitt, hlökkumsvo rosa til að koma vestur að hitta ykkur, og jú auðvitað að fara í gamla bakaríið=) klikkkkuuuððððð, en allavegana söknum ykkar rosa mikið knús og fullt af kossum, við á Rauðalæk 9
Árelía Gummi og Íris Júlía (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 15:05
já og okkur hlakkar mikið til að sjá myndir frá ykkur
Árelía og Íris Júlía (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 15:07
Það var mikið að ég fann bloggsíðuna þína!!! Ég vil segja að ég er ekkert smá stolt af Hlyni.... Hann er svo KÚL!!!! Ég ætla að faðma hann svo fast á eftir í mótmælunum... Hlakka til að sjá alla. Kærar kveðjur Sunneva Sigurðardóttir. p.s. ég ætla að mæta í kraft galla!!!!
Sunneva Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 15:08
Hæ hæ.
takk fyrir síðast frábæra og yndislega par :) Það er var æðislegt að hitta ykkur. Gaman að lesa af ykkur, skiptir miklu að geta fylgst með þegar maður er ekki á landinu :)
Koss og knús Berglind og co DK
Berglind ósk (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 19:38
Halló Harpan mín. Loksins er ég búin að skoða nýjasta nýtt hjá þér og naut vel. Gaman að skoð allar myndirnar líka. Sakna ykkar alveg mikið, þín stóra (og venjulega eftir myndunum að dæma) systir sem er allt of langt í burtu. P.S Ég skrfaði í gestabók Hlyns, og er forvitin að heyra hvernig gekk í mótmælunum. Jú, hann er yndislegur.....
Íris (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.