"fimmtudagur, 14 ágúst 2008
Ríkisstjórn Íslands segir NEI við ofbeldi gegn konum. - Nýtt átak á vegum
UNIFEM á Íslandi hafið
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRIFA UNDIR!
Undirskriftaátakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum var opnað á www.unifem.is í dag
Utanríkisráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu áskorunina fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að viðstöddum fjölmiðlum .Átakið er hvatning til ríkisstjórna heims að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Allir Íslendingar eru hvattir til þess að skrifa undir
Ef eitthvað skiptir máli i samfélögum heims þá er það að auka réttindi og
bæta stöðu kvenna, ekki bara fyrir konur heldur samfélagið allt. Við skulum
ekki gleyma því að konur eru ekki bara fórnarlömb heldur einnig gerendur í
eigin lífi. Konur um allan heim taka málin í sínar hendur og þess vegna er
svona átak mikilvægt því að það styður þær í því," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra á fjölmiðlafundi hjá UNIFEM á Íslandi í morgun
um leið og hún hvatti alla ráðherra, þingmenn og almenning til að leggja
átakinu lið.
Átakið
Í nóvember síðastliðnum fóru höfuðstöðvar UNIFEM af stað með átakið Say NO
to Violence against Women í samstarfi við velgjörðarsendiherra sinn Nicole
Kidman. Það átak mun standa yfir í eitt ár. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
opnaði í dag sérstaka íslenska heimasíðu tileinkaða átakinu til þess að
hvetja Íslendinga til þess að ljá málefninu lið og skrifa nafn sitt undir
áskorun til ríkisstjórna heims.
Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein
af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan
hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb
nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. Mansal, kynferðisleg áreitni,
limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og
útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn
konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir
þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé
fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. " sagði Regína Bjarnadóttir
stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti
máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn
kynbundnu ofbeldi.
Markmið átaksins er að fá sem flesta Íslendinga til þess að skrifa undir
áskorunina Segjum NEI við ofbeldi gegn konum á heimasíðu UNIFEM á Íslandi -
www.unifem.is <http://www.unifem.is/> . Átakið mun standa yfir í 12 vikur og
lýkur þann 6. nóvember næstkomandi. Þá munu undirskriftirnar verða sendar
formlega til höfuðstöðva UNIFEM í New York, en heimsátakinu lýkur þann 25.
nóvember á baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Því fleiri undirskriftir - því sterkari málstaður
Þetta átak UNIFEM - Segjum NEI við ofbeldi gegn konum - hvetur fólk til þess
að setja nafn sitt á blað sem yfirlýsingu um stuðning almennings og ákall
til ráðafólks á heimsvísu um að gera það að forgangsverkefni að binda endi á
ofbeldi gegn konum. Því fleiri nöfnum sem við söfnum því sterkari er
málstaðurinn.
Það hefur sýnt sig að sterkur pólitískur vilji til þess að binda endi á
ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum
heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga, eftirfylgni og réttlátara
dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna. Víðtækur stuðningur við
átakið mun skila aukinni vitund um mikilvægi þess að berjast gegn ofbeldi
gegn konum, hvað ríkisstjórnir heims geta gert til þess að leggja sitt af
mörkum og aukinni vitund um að til séu raunverulegar lausnir sem munu skila
sér í minnkandi ofbeldi gegn konum.
Frá norðri til suðurs "
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búin að skrá mig og er að hugsa um að taka mér það bessaleyfi að setja þetta á síðuna mína
Dísa Dóra, 18.8.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.