Talar du Svenska ?

eyes3
Eins og sumir vita þá er á dagskrá hjá okkur að flytja til Svíþjóðar. Gúlp.... Stórt skref!  Hvað erum við að fara gera þar ? Sem sagt, við ætlum að flytja til Stokkhólms eftir áramót, veit ekki alveg hvenær, gæti verið í jan, gæti líka verið í maí þess vegna. Það er nám sem dregur okkur þangað, nánar tiltekið förðunarnám fyrir mig í IMC. Þetta nám/námskeið er 20 vikur og útskrifast maður sem förðunarfræðingur. Ég hef gengið með förðunardrauminn í maganum í dáldinn tíma og ætla að láta hann rætast því nú er tækifærið fyrir okkur að rífa okkur héðan. Hlynur ætlar að reyna að komast í slökkviliðið í Stokkhólmi, ef það gengur ekki þá fer hann að smíða. Við munum svo vonandi flytja til Köben þegar námið mitt er búið og þá ætlar Hlynur að sækja um að læra slökkviliðsmanninn:)
Við getum selt íbúðina með hagnaði sem færi í að borga hluta af skuldunum, námið, flutninga og fleira. Það er núna eða aldrei. Eða þegar við vinnum í lottó....
Við höfum sett íbúðina á sölu og er hún sett á 10 millj. einnig er búslóðin okkar að mestu leyti til sölu líka:) Og bíllinn verður seldur fyrir sunnan áður en við förum út. Monsa er ekki til sölu, hún kemur með:)
Stærstu hlutirnir í innbúinu verða til sölu á(ef þeir seljast ekki með íbúðinni) og annað smálegt verður vinum og vandamönnum boðið fyrir slikk eða gefins þegar við flytjum;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hejsan svejsan! Þetta verður ekkert mál fyrir ykkur  Ég flutti til Svíþjóðar 89 og mætt mörgum íslendingum sem hafa farið í nám hér án þess að kunna ett orð í sænsku... og þau meikuðu það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2006 kl. 09:13

2 identicon

Hæ sys, við samgleðjumst ykkur að vera búin að taka þessa ákvörðun, þetta verður gaman fyrir ykkur. Ekki auðveldast í heimi en gaman og lærdómsríkt. Við erum náttúrulega agalega foj yfir að 20 vikna námskeiðið sé ekki í Malmö því þá værum við nær hvert öðru, en allt í lagi. Svo lengi sem þið eruð ánægð. Jakob er ánægður með móðursystur sína, telur að ef maður fær einhverja "fræga" vinnu eins og í sjónvarpi, leikhúsi eða í auglýsingum þá hljóti maður að hafa góð laun. A.m.k. hálfa milljón ísl. á mánuði. Hann vill endilega að ég fari líka í þetta nám, hann er þreyttur á að mamma hans hafi bara 110 þúsund á mánuði. Dollaramerki !!!! Gangi ykkur allt hið besta. Söknum ykkar massa mikið og kærlige hilsner til din pojkven. Ykkar Íris

Íris (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 13:00

3 identicon

Pratar du svenska?

Palme (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 14:55

4 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Hæ Hæ!

Lýst vel á þetta hjá ykkur, kanski vegna þess að við erum einmitt nýflutt til Sviþjóðar, en er vissum að þetta á eftir að ganga vel hjá ykkur, við kunnum til að mynda ekkert i sænskunni þegar við komum ut síðasta sumar en erum alveg að plumma okkur vel núna.  Hafiði endilega samband ef við getum eitthvað hjálpað ykkur.

Kveðja Lulla,Elli og Kristín Björg

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 5.12.2006 kl. 13:42

5 identicon

jah þetta eru aldeilis fréttir! Ég kem þó ekki alveg af fjöllum þar sem það hefur verið rumor um þetta, pískrað í hverju horni. Nú skaltu bara vera hörð, ég veit að þú hefur allt til að klára þetta með stælknús, Ágústa

Ágústa (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 14:47

6 identicon

Vá spennandi! Gangi ykkur rosalega vel og skemmtiði ykkur æðislega vel úti! Það er svo gott að flytja erlendis í smá tíma :) 

 Nú hef ég líka afsökun til að kíkja til Svíðþjóðar!

Kristján frændi (Guðmundsson, Eyglóar) 

Kristján (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband