Starfskonur Sólstafa Vestfjarða sjá fram á annasaman vetur. Fyrir utan að
vera með einkaviðtöl og opin kvöld erum við að fara af stað með stóra
verkefnið okkar. Munum við á komandi mánuðum fara um alla Vestfirði til
þess að halda námskeiðið Verndarar barna. Námskeiðið er komið frá
grasrótarsamtökunum Darkness to Light í Charleston, Californiu. Blátt
áfram samtökin á Íslandi hafa startað glæsilegu 5 ára forvarnarátaki og
verður námskeiðið Verndarar barna þar fararbroddi. Systurnar Sigríður og
Svava Björnsdætur ætla sér að fræða 5% allra fullorðinna á Íslandi um
hvernig eigi að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi
á börnum.
Nú þegar hafa 3 starfskonur Sólstafa setið leiðbeinandanámskeið hjá þeim
og ætlum við okkur svo sannarlega að láta til okkar taka hér á
Vestfjörðum. Verðskrá Blátt áfram fyrir pr. einstakling á námskeiðið er
kr. 9.000,-. Gerum við okkur grein fyrir að það geti verið stór biti fyrir
sveitarfélögin að greiða fyrir alla sína starfsmenn sem vinna með börnum.
Því höfum við tekið á það ráð að bjóða þeim að greiða lágmark kr. 3.000,-
pr. starfsmann og munum við koma til móts við það með okkar eigin fé sem
við höfum safnað. Í ágústmánuði s.s. sendum við út óskir til allra
sveitarfélaga á Vestfjörðum um samtarf við að senda alla starfsmenn þeirra
sem vinna með börnum á námskeiðið. Af þeim fimm sem hafa svarað hafa allir
svarað jákvætt. Þau sveitarfélög eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur,
Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Bolungarvík. Hin fimm eiga eftir að
funda um erindið en vonumst við eftir jákvæðum viðbrögðum.
Sólstafir ákváðu einnig að gjalda gott með góðu og gefa þrem stærstu
styrktaraðilunum á Vestfjörðum námskeiðið. Þeir aðilar eru Zontaklúbbinn
Fjörgin, Rauði Krossinn og Óbeisluð fegurð. Fyrsta námskeiðið var haldið
fyrir Zontaklúbbinn Fjörgin mánudaginn 8. sept og verða hin námskeiðið
vonandi á næstu dögum. Þá hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vestfjörðum
hafa pantað námskeið fyrir sína starfsmenn sem eru um 60 talsins.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur lagt til kr. 200.000,- til þess við
getum haldið námskeið fyrir lögreglumenn á Vestfjörðum. Mun það líklega
verða haldið í nóvember á þessu ári.
Við vonumst til að vera búnar að fræða á milli 500-600 manns um alla
Vestfirði í lok árs 2010. Tökum höndum saman Vestfirðingar og stöndum vörð
um börnin okkar!
Baráttukveðjur
Sólstafir Vestfjarða
vera með einkaviðtöl og opin kvöld erum við að fara af stað með stóra
verkefnið okkar. Munum við á komandi mánuðum fara um alla Vestfirði til
þess að halda námskeiðið Verndarar barna. Námskeiðið er komið frá
grasrótarsamtökunum Darkness to Light í Charleston, Californiu. Blátt
áfram samtökin á Íslandi hafa startað glæsilegu 5 ára forvarnarátaki og
verður námskeiðið Verndarar barna þar fararbroddi. Systurnar Sigríður og
Svava Björnsdætur ætla sér að fræða 5% allra fullorðinna á Íslandi um
hvernig eigi að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi
á börnum.
Nú þegar hafa 3 starfskonur Sólstafa setið leiðbeinandanámskeið hjá þeim
og ætlum við okkur svo sannarlega að láta til okkar taka hér á
Vestfjörðum. Verðskrá Blátt áfram fyrir pr. einstakling á námskeiðið er
kr. 9.000,-. Gerum við okkur grein fyrir að það geti verið stór biti fyrir
sveitarfélögin að greiða fyrir alla sína starfsmenn sem vinna með börnum.
Því höfum við tekið á það ráð að bjóða þeim að greiða lágmark kr. 3.000,-
pr. starfsmann og munum við koma til móts við það með okkar eigin fé sem
við höfum safnað. Í ágústmánuði s.s. sendum við út óskir til allra
sveitarfélaga á Vestfjörðum um samtarf við að senda alla starfsmenn þeirra
sem vinna með börnum á námskeiðið. Af þeim fimm sem hafa svarað hafa allir
svarað jákvætt. Þau sveitarfélög eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur,
Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Bolungarvík. Hin fimm eiga eftir að
funda um erindið en vonumst við eftir jákvæðum viðbrögðum.
Sólstafir ákváðu einnig að gjalda gott með góðu og gefa þrem stærstu
styrktaraðilunum á Vestfjörðum námskeiðið. Þeir aðilar eru Zontaklúbbinn
Fjörgin, Rauði Krossinn og Óbeisluð fegurð. Fyrsta námskeiðið var haldið
fyrir Zontaklúbbinn Fjörgin mánudaginn 8. sept og verða hin námskeiðið
vonandi á næstu dögum. Þá hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vestfjörðum
hafa pantað námskeið fyrir sína starfsmenn sem eru um 60 talsins.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur lagt til kr. 200.000,- til þess við
getum haldið námskeið fyrir lögreglumenn á Vestfjörðum. Mun það líklega
verða haldið í nóvember á þessu ári.
Við vonumst til að vera búnar að fræða á milli 500-600 manns um alla
Vestfirði í lok árs 2010. Tökum höndum saman Vestfirðingar og stöndum vörð
um börnin okkar!
Baráttukveðjur
Sólstafir Vestfjarða
Flokkur: Bloggar | 9.9.2008 | 15:22 (breytt kl. 16:19) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá frábært hjá ykkur. Þið eru algjörar kraftaverkakonur þarna fyrir vestan og eruð að standa ykkur frábærlega.
Gangi ykkur vel með þetta verkefni sem og önnur verkefni
Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 20:52
Sæl já þið fáið 10 stjörnur fyrir ykkar framtak. Gangi ykkur allt sem best.
hv Pallielís
Páll Rúnar Elíson, 10.9.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.