Undarlega upptekin á næturnar....

Það er eitthvað í gangi þessa dagana. Kannski stress, ég veit það ekki, en ég er undarlega upptekin á næturnar á þessum síðustu og verstu... Eins og þið lásuð í síðustu færslu minni þá hrundi ég út úr rúminu þegar ég var að renna mér á snjóbungu sem endaði svona skyndilega, í draumi. Jæja, síðustu tvær nætur hafa ekki verið mikið rólegri, síður en svo.

Í fyrrinótt var ég stödd á ferju/skipi. Ég virtist vera alein á siglingu um heimsins höf. Allt í einu stefnir skipið niður á við, hratt. Ég kem mér inn fyrir þar sem það vill svo undarlega til að enginn sjór er...Allt virðist í niðurníðslu, málningin á veggjunum gul og bólgin, húsgögn brotin og gömul og allt frekar sorglegt. Skyndilega vantar mig að pissa. Ég finn mér salerni, afskaplega óþrifalegt salerni, bleikt veggfóður og aðeins neðri helmingurinn af hurðinn var eftir. Voðalega draugalegt allt saman.

Sökkvandi skip

Hjartað á mér fer að slá hraðar, er einhver frammi? Lít í áttina að hurðinni og um leið og ég sé bregða fyrir skugga af manneskju ÖSKRA ÉG AF ÖLLUM LÍFS OG SÁLARKRÖFTUM!!! Á SAMA AUGNABLIKI GRÍPUR HLYNUR Í MIG Í OFBOÐI OG MINNSTU MUNAÐI AÐ ÉG HEFÐI RIFIÐ AF HONUM HAUSINN! Tók smá stund í að jafna mig.....

10100694a_b~I-Wake-Up-Screaming-Posters

ekki var nóttin í nótt mikið skárri, enda svaf ég yfir mig í morgun. ÞAÐ VAR KLIKKAÐ PARTÍ Á BREKKU! Jebb, við vorum bara þarna í rólegheitunum að fara að sofa, ég og Íris stálumst til að fara út að reykja fyrir svefninn. Neinei, mæta ekki heil 400 manns bara á einu bretti til að halda partí bak við húsið!! Mér leist nú ekkert á blikuna því þetta hafði víst gerst áður og ég mundi eftir því að hafa ekki getað sofnað fyrir látunum í fólkinu fyrr en undir morgun, ekki sátt. Ég lét því alla vita af því að svona yrði það nú ekki í þetta skiptið. Þau fengju ekki að vera nema til kl 3 og þyrftu að haga sér vel. Og að næst þyrftu þau sko að biðja um leyfi hjá ömmu minni!!!

Allur þessi mannskapur var bara fólk úr sveitinni, Hrauni, Sæbóli og Ástúni, nema bara þau tóku alla sína vini í heiminum með. Og svo slatti af Brekkufólki.

Ég ákvað, eftir að hafa engst um af pirringi yfir þessari innrás, að slá þessu bara upp í kæruleysi og fá mér bjór með fólkinu. Það þyrfti hvort eð er einhver að fylgjast með því að allt færi vel fram. Svo passaði ég mig líka á því að fara að sofa kl 2:30 og vakna 3:30 til að koma síðustu eftirlegu kindunum heim. Svo þyrfti líka að athuga hvort einhver væri nokkuð að kafna í eigin ælu eða hvort unglingarnir væru heilir á húfi. Greinilegt að ég hélt mig vera einu manneskjuna með viti þarna.....

drunk

Jæja, í miðjum klíðum við eftirlitsstörfin er ég vakin skyndilega af Hlyni sem segir "HARPA KL ER ORÐIN ÁTTA! AAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGG! ég svaf yfir mig aftur!!!!!!!!!

pyzamlateforwork


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Uuuuuuu.... svefnlyf? Kannski?

:)

án gríns, svona draumfarir hef ég allar nætur. Alltaf. Ekki endilega akkúrat svona, en hræðileg steypa og endar oftast á því að ég rýk upp með andfælum með hjartslátt og kvíðahnút vegna einhverra djöfuls martraða!

Vona að þig fari að dreyma fallega rólega drauma :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.11.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Er eitthvað stress í gangi??????

Vona að þú farir að sofa betur

Sendi þér knús og ljós

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Vaá mikið rosalega er mikið um að vera hjá þér á nóttunni...

Sigrún Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband