Ritskoðun á www.bb.is?

Í október sl. skrifaði ég færslu um það hve mér þætti undarlegt að ritstjórn www.bb.is vildi ekki fjalla um ákærunar á hendur sr. Gunnari Björnssyni af því að ekki var verið að ákæra hann fyrir eitthvað sem hann hefði gert hér. Eins og flestir vita þá starfaði hann hér á Vestfjörðum í u.þ.b. 30 ár sem prestur.

Það kom mér því mjög svo á óvart þegar ég sá nýlega frétt á www.bb.is um lögreglumann frá Ísafirði sem var sakfelldur fyrir að hafa ráðist á ungan mann í verslun 10-11 í Reykjavík.

Ha? er verið að fjalla um mann sem gerði eitthvað sem ekki átti sér stað hér á Vestfjörðum??

Er þetta ritskoðun? hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uhhhhh.... næ ekki samhenginu? fjalla um ákæru og fjalla um sakfellingu, það er ekki það sama.....

gegn (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

snýst ekki um hvort maðurinn var sakfelldur eða sýknaður heldur að ekki var fjallað um ákæru(eða þegar hann var sýknaður) sr. Gunnars vegna þess að hann var ákærður fyrir eitthvað sem ekki gerðist hér á Vestfjörðum. Það er afstaða ritstjórnar bb. Hinsvegar fjalla þeir um mál lögreglumannsins sem gerðist heldur ekki hér. Afhverju ekki þá um mál sr. Gunnars? Þeir hefðu þá geta sagt frá sýknunni líka.

og annað "gegn" , hér vil ég að menn tjáði sig undir nafni.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:45

3 identicon

Sammála. Tók eftir þessu. Þessi ungi lögreglumaður er víst frá Ísafirði. En borgar útsvarið örugglega í Reykjavík.

kona (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þessi lögreglumaður er með lögheimili í Miðtúni á Ísafirði. Hann er nemi í lögregluskólanum. Þess vegna er nú sennilega fjallað um hann á bb.is.

Hvað varðar sr. Gunnar þá var hann sýknaður nýlega. Ég hef ekki séð þig skrifa neitt um það hér. Þrátt fyrir þína hræðilegu reynslu þá veistu að fólk er saklaust þar til sekt er sönnuð, samkvæmt lögunum.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.12.2008 kl. 19:06

5 identicon

Og glæpurinn var ekki framinn fyrir vestann.

kona (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:09

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Eins og ég sagði áður Ingólfur þá snýst þetta ekki um sekt eða sýknu heldur það að verið er að fjalla um atburð sem ekki gerðist hér. Það var afstaða ritstjórnarinnar á bb, ekki hvort maðurinn hefði búið hér og starfað. Því finnst mér undarlegt að fjallað sé um annað málið en ekki hitt, burtséð frá því hvort aðilinn hafi lögheimili hér eður ei. Gott og vel, hinn er með lögheimili hér, sr. Gunnar starfaði hér í 30 ár og gengdi gríðarlega mikilvægu hlutverki gagnvart sínum sóknarbörnum á Flateyri, í Bolungarvík og Ísafirði m.a. !!! Þú hlýtur að sjá að verið er að velja á milli mála. Var hitt of viðkvæmt?

Harpa Oddbjörnsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:14

7 identicon

Ingólfur,, það vita alltaf of margar konur hérna fyrir vestan að þessi sýkn er bara bull,, það hafa margar reynt á eigin skinni

kona fyrir vestan (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:14

8 identicon

Best væri auðvitað að þessar konur kæmu fram. Ég skil vel hvað þú ert að fara með þetta Harpa. En ég skil líka fólkið sem er að tala á móti.. Það þekkir ekki karlinn og kannski þekkir það engan sem fyrir honum hefur orðið. Í þeirra augum gæti hann allt eins verið ásakaður um eitthvað sem hann hefur ekki gert! (taktu eftir í þeirra augum) En ég er auðvitað búin að mynda mér skoðun. Það er líka vegna þess að ég þekki nokkur fórnarlömb þessara manns.  Ég vil endilega ENDILEGA hvetja konur til að koma fram og segja sína sögu. Það krefst hugrekkis en þessar konum munu hafa ótrúlega mikinn stuðning á bak við sig. Það er klárt mál. 

Svo í lokin vil ég bara segja að mér er afskaplega vel við hann Sigga Pétur. Mér finnst hann ekki hafa átt þetta skilið. Ég er alveg viss um að það sé eitthvað meira á bak við þetta sem við sjáum aldrei. Það er alltaf það versta dregið í dagsljósið! Mér fannst dómurinn harður. Hann er góður strákur.  Bara mín skoðun.

Sunneva (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:19

9 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

enn og aftur bendi ég á að varðandi fréttaflutning BB þá snýst þetta ekki um hvort mennirnir eru sekir eða saklausir heldur að BB velur greinilega mál til umfjöllunar eftir þeirra hentugleika.

og annað, Ingólfur segir:

"Hvað varðar sr. Gunnar þá var hann sýknaður nýlega. Ég hef ekki séð þig skrifa neitt um það hér. "

Nei ég skrifaði ekki um sýknu hans hér á blogginum mínu enda upptekin við að skrifa um það í athugasemdakerfi Jennýar Önnu B. Fjallaðir þú um ákæruna? sýknuna? Nei.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband