Gleðilegt nýtt ár !
Eitthvað hefur nú farist fyrir að blogga undanfarið...letin að drepa mann alveg. Það er nú svo sem ekki neitt markvert að frétta. Jú Árelía systir og litla smúsan hennar, Íris Júlía voru hér í heimsókn um áramótin og ég gerði mikið af því að knúsa og kyssa það litla dýr. Músímús!!
Við Hlynur keyptum okkur Scrabble fyrir jól og höfum við setið nokkur kvöld, bara við tvö, að spila. Hlynur er orðinn eitthvað tregur til þess að spila núna....kannski af því hann tapar alltaf !
Nú jólin komu og fóru, við Hlynur eyddum aðfangadagskvöldi hjá pabba og Dóru þar sem tengdó voru í Reykjavík. Hlynur hafði ætlað að vera hjá þeim en tengdamamma þurfti að fara í aðgerð í desember og tók smá tíma í það að jafna sig áður en hún kom heim á milli jóla og nýárs.
Gjafirnar til okkar voru margar og skemmtilegar. T.d. kaffikvörn, Jamie Oliver svunta, jólaskraut, sokkar, myndir, dvd-myndir, rauðvínsglös, lambalæri, diskamottur og margt fleira. Frá mínum heittelskaða fékk ég úlpu, geisladisk, body lotion og ilmsprey. Ég gaf honum úr.
Æjá, þetta var allt saman æðislegt. Við vorum reyndar ekki langt fram á kvöld í Bolungarvíkinni, vorum komin heim aftur rétt um tíuleytið. Monsa fékk þá að gæða sér á jólarækjum og var sko MJÖG ánægð með það. Hunsaði hinsvegar rjómasopann...hún er grítin.
Á jóladag var farið í jólaboð í Holti hjá Ebbu og Magga og um kvöldið fórum við yfir til Dúa þar sem spilin voru tekin upp. Eftir hálfa umferð af Kínaskák fluttum við okkur yfir til Möggu og tókum einn popppunkt. Ég komst varla af upphafsreit........Spila það aldrei aftur, kannski af því ég tapa alltaf!
Annan í jólum gerðum við ekki neitt þar sem Hlynur var á bakvakt og vorum við heldur ekkert alltof hress eftir spilakvöldið.......Svo tók við bið eftir rúsínubollunni litlu og Árelíu sem heiðruðu Vestfirði með nærveru sinni þann 28. des.
Áramótin komu líka, og eru liðin. Ég var í mat hjá pabba og Dóru ásamt Árelíu og Írisi en Hlynur var hjá pabba sínum og mömmu. Rétt fyrir níu um kvöldið skutlaði Árelía mér yfir á Flateyri og skildi aumingja barnið eftir í Bolungarvík. Var hún með í maganum allan tímann yfir því að vera hræðileg móðir en hafði það af alveg fram yfir Skaupið. Skaupið átti ekki skilið áhorf....leiðinlegasta skaup sem ég man eftir. Stóð upp frá því ásamt helmingnum af fólkinu sem horfði með mér, þegar það var hálfnað. Jón Gnarr og Þorsteinn G voru fyndnir reyndar. Allir með tölu, eða 10 manns í þessu húsi voru sammála um Skaupið. Ömurlegt vægast sagt.
En við létum það ekki á okkur fá heldur skunduðum á ball eftir að áramótin hin einu og sönnu voru liðin. Ég skreið heim til tengdó upp úr fjögur að mig minnir en Hlynur lét ekki sjá sig....Hringdi hann seinna um nóttina og sagðist vera á leiðinni á Ísafjörð....þar var hann að skríða heim til Monsu um kl 9 um morguninn!!! Hann fékk að borga fyrir það á nýársdag!!!! Og er enn að borga!!!!!
Nenni ekki að blogga meira í bili. Ég veit að þetta var ekki skemmtilega skrifuð færsla enda andinn ekki yfir mér, bara svo margir búnir að kvarta...
knús
Harpa
Flokkur: Bloggar | 4.1.2007 | 15:05 (breytt kl. 15:05) | Facebook
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kvitt fyrir lestur
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 22:33
Hæ sæta mín :) og gleðilegt nýtt ár :)
Skemmtileg færsla hjá þér hehe. Aldeilis uppi hjá þér penninn... :)
Hafðu það gott dúllan mín
Elísa (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.