Monsa skonsa

Monsa mín er skemmtilegur köttur. Skemmtilegustu atriðin sem hún hefur tekið er þegar hún í tvö skipti festi sjálfan sig í plastpoka og þeyttist með hann á eftir sér eins og loftbelg, upp og niður stigann og inn í öll herbergi þar til Hlynur, hálf máttlaus af hlátri, náði henni og leysti hana undan þessu skrímsli.
Einnig er gaman að fylgjast með þegar hún stekkur á milli húsgagna og hittir ekki,
þegar hún tekur brjálæðiskast til þess að losa sig við orku og hleypur á harðaspretti um alla íbúð, bara af því bara.
Þegar hún liggur í leyni og stekkur á ökklana á okkur þegar við síst eigum von á(not),
Þegar hún reynir að pota sér með inn á baðherbergi til þess að leika sér undir baðkarinu(ég næ oftast að plata hana með því að fara 2-3 þrep niður stigann því hún vill alltaf vera á undan niður, ég nota þá tækifærið og hleyp inn á klósett, barátta á hverjum morgni,
Þegar ég fæ mér DDV-ís sem henni þykir bestur í heimi, ég þarf alltaf að halda skálinni hátt uppi því annars myndi hún borða með mér, leyfi ég henni bara að sleikja skálina þegar ég er búin.
Þegar hún sofnar með allar loppur útglenntar yfir sófabríkina eins og hún hafi dottið af himnum ofan.
Þegar hún stendur mjálmandi við útidyrahurðina þegar við erum á leiðinni út því hana langar með.
Þegar hún sofnar ofan í hlutum, höttum, seríóskössum, venjulegum kössum, körfum og svo framvegis.
Þegar við segjum "Monsa, viltu harðfisk?" þegar stekkur hún upp, mjálmar og nuddar sér utan í harðfiskpokann þar til hún fær verðlaun. Er sem sagt farin að þekkja háa spennta tóninn í röddum okkar þegar við segjum þetta, ógeðslega fyndið:)
Þegar hún kemur og skallar mann blíðlega þegar hana vantar ást og umhyggju. Krútt.
Oh hún er svo mikið yndi!!himnasendingíííísssssssMonsa-l--tur-fara-vel-um-sigseríóssofandisofandi2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kettir eru skemmtilegir

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 22:31

2 identicon

Sæta kisa, myndi alveg vilja passa hana fyrir ykkur meðan þi eruð úti, en það myndi þýða að enginn gæti komið í heimsókn til okkar, það eru svo margir með kattarofnæmi sem við þekkjum.

Árelía og Íris Júlía (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:28

3 identicon

Monsa er æði!

Isar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:00

4 identicon

Þessar myndir eru snilld

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 91729

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband