Færeyingjar finna fyrir þakklæti Íslendinga

"Tøkkirnar streyma inn úr Íslandi
Shim
Shim
Brynhild Thomsen. - email: brynhild@dimma.fo   
Mikudagur 29. oktober 2008, kl. 11.07
Dimma.fo
Lurta eftir grein
Shim
Her eru brot úr bara einum parti av teimum sera mongu brøvunum, sum Dimmalætting hevur fingið og framhaldandi fær úr Íslandi:

**
Ég var spurð að því í skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir tæpri viku hverjir væru bestu vinir Íslendinga. Ég sagði Færeyingar. Í framhaldi af þessu spurði ég fólk í kringum mig og flestir svöruðu eins og ég.
Þetta var áður en þið sýnduð okkur þá vináttu sem felst í lánveitingunni
**
Þakka ykkur fyrir hjálpina, kæru nágrannar í Færeyjum (og fyrir Eivör!)
**
Það er ómetanlegt fyrir mig sem Íslending að finna hlýjan vinarhug ykkar í Færeyjum og taka á móti höfðinglegri hjálp ykkar til okkar í þeim miklu erfiðleikum sem eru á Íslandi núna. Það eykur styrk okkar og bjartsýni að vita af svo góðum vinum í raun. INNILEGAR ÞAKKIR!
**
Þið eruð búnir að sýna okkur að þið eruð vinir í raun.
Með kveðju
**
Þið eruð bestir.
Kveðja
**
Bestu þakkir fyrir drengskap í garð íslensku þjóðarinnar. Slíku bræðraþeli munu Íslendingar seint gleyma
**
kæru vinir - gode venner.
kær kveðja/kærlig hilsen fra Island
**
Enn einu sinni sýna Færeyingar velvilja sinn í garð Íslendinga. Þjóð, sem á slíka vini, er vel stödd! Guð blessi Færeyinga
**
kærar þakkir fyrir hlýhug og hjálp í garð okkar íslendinga
**
Ég þakkka kærlega fyrir stuðning ykkar við íslensku þjóðina
**
Sendum vinum okkar Færeingum okkar bestu þakkir. Þið standið alltaf framar en við Íslendingar
**
Kæru vinir.
Sendi mínar bestu þakkir fyrir fjárhagsaðstoð ykkar til Íslendinga þegar þessir erfiðleikar steðja að
**
Bestu þakkir fyrir einstakan vinarhug og rausnarskap í garð Íslendinga á tímum mikilla erfiðleika hjá íslenskri þjóð
**
Þið eruð vinir í raun. Bestu þakkir fyrir ykkar hjálp í efnahagsvanda okkar Íslendinga. Við hefðum auðvitað ekki átt að sofna á verðinum í okkar málum en gerðum það samt, því miður
**
Mínar bestu þakkir fyrir að vilja hjálpa okkur að rétta við efnahag okkar Íslendinga. Það er gott að eiga góða vini, frændur og nágranna
**
Þið eruð vinir í raun
**
Þið eruð flottastir
**
Kærar þakkir fyrir að hjálpa okkur Íslendingum í vanda!!!
**
Færeyingar. Þið eruð sannkallaðir vinir. Takk fyrir að vera með okkur í blíðu og stríðu, eins og góðri stórfjölskyldu sæmir
**
Fréttir af hjálpsemi ykkar og góðvild í garð okkar Íslendinga á þessum erfiðu tímum hafa verið mikið í umræðunni hér.
Við erum innilega þakklát og hrærð. Megið þið vel lifa um alla framtíð"

 

 

Tekið af http://dimma.fo/index.asp?sess=155578121&t=fa&i=AD049C93-87DC-40A3-B00B-154F88507444


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir eru góðir færeyingarnir :) Við ættum að vera enn duglegri að þakka þeim fyrir okkur.

Við íslendingar hefðum pottþétt aldrei rétt þeim hjálparhönd ef þeir hefðu verið í okkar sporum. Ekki þessi stjórn sem er við völd allavegana!!!

Kíki alltaf inn á síðuna þína :)

Skilaðu bestu kveðjum til hans Hlyns :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband