"Hvað álit almennings varðar er nokkuð víst að meirihlutinn hefði kosið að dómurinn væri enn þyngri. Nægir í því samhengi að benda á kannanir sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Háskóla Íslands, gerði 2002 og 2005 sem leiddu í ljós að 75% Íslendinga telja að herða þurfi refsingar. Þegar þessir einstaklingar voru spurðir við hvaða brotum nefndu 66% kynferðisbrot en fæstir aðrir tiltóku sérstakan brotaflokk. Helgi segir að hvað sem sjónarmiðum um þyngd refsinga líði sé ljóst að dómarar þurfi að útskýra betur fyrir almenningi hvers vegna dómar í kynferðisbrotamálum séu með þessum hætti."
Vá hvað ég væri til í að heyra þá útskýringu......
Ég hef fengið gríðarleg viðbrögð vegna þessarar færslu sem ég setti inn fyrir helgina og öll hafa þau verið jákvæð. Ég þakka öllum fyrir falleg orð, þau styrkja mig gríðarlega mikið. Í mér slær stolt hjarta þessa dagana:)
Refsingar eru að þyngjast án lagabreytinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.2.2007 | 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið ofboðslega þykir mér vænt um þessar stelpur sem eru með mér! Þær eru allar svo klárar og duglegar og einlægar og ég veit ekki hvað og hvað. Ef ég hefði ekki haft þær síðasta árið veit ég það að andlega ástand mitt væri mun verra. Ég hef einnig ákveðið að fara stuttlega yfir mína sögu sem þolandi kynferðisafbrota í þeim tilgangi að sýna fólki dæmi um áhrif kynferðislegrar misnotkunar á líf þolanda. Ég var misnotuð af þremur mönnum þegar ég var yngri. Ekki á sama tíma samt. Á tímabili fór ég á hverjum degi í sund í sundlauginni í Bolungarvík, þaðan sem ég er, og mér til ólukku gerði það gamall maður líka sem bjó á elliheimili þar í bæ. Hann var þekktur fyrir það að áreita stelpur í sundi og minnir mig að honum hafi nokkrum sinnum verið bannað að koma í sund en alltaf hleypt aftur í laugina eftir smá tíma. Hann króaði mann af í pottunum úti, káfaði og kyssti. Á þessum tíma var ég líka að bera út Morgunblaðið og þurfti því að banka hjá honum á hverjum degi. Ég átti fáa vini, var gríðarlega einmana og þráði athygli frá einhverjum. Þessi maður veitti mér mikla athygli og ég fór alltaf inn þegar hann bað mig. Enda borgaði hann mér fyrir með peningum.
Þegar ég var orðin fullorðin brotin sál og að reyna púsla mér saman á Stígamótum þá þorði ég ekki fyrr en eftir langan tíma að viðurkenna að ég fór til hans aftur og aftur, því mér leið eins og hóru. Hann fékk að káfa og ég fékk pening fyrir. Ég var bara lítil stelpa. Þessi maður hætti að misnota mig rétt fyrir fermingu enda flutti hann í burtu í kringum þann tíma. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Hann misnotaði marga og hætti ekki fyrr en hann var kominn í gröfina.
Maður númer tvö var einnig gamall karl sem einnig lét sér ekki nægja að misnota eina stelpu heldur margar í gegnum árin. Af tillitssemi við börn, barnabörn og barnabarnabörn hans mun ég ekki tala um neitt sem gæti leitt til þess að þau þekki hann af þessari lesningu.
Hann misnotaði mig einu sinni. Í jötu. Fáránlegt, ég veit. Ég var bara lítil stelpa og það sem ég man er að á meðan hann athafnaði sig horfði ég út um gluggann og þar fyrir utan sjá ég fagurgrænt gras og lítinn heimalning þannig að þetta hlýtur að hafa verið snemma að vori. Ég einbeitti mér að því að horfa á litla lambið svo ég þyrfti ekki að hugsa um það sem hann væri að gera. Meira man ég ekki. Ég man hvað hann gerði en mér finnst óþarfi að lýsa því hér. Hann er einnig látinn.
Maður númer þrjú var ungur maður. Sonur vinahjóna mömmu minnar og pabba. Ég hef ekki séð þau síðan þau fluttu frá Bolungarvík fyrir mörgum árum.
Íris systir mín sagðist hafa séð hann þegar hún var í skóla fyrir nokkrum árum og þá hafi hann verið umvafin stelpum. Vinsæli strákurinn sem var vinur stelpnanna.
Það sem ég man er: ég og vinkona mín vorum inn í svefnherbergi foreldra hennar að lita í litabók á gólfinu. Hann bað mig um að koma til sín að hjónarúminu, krjúpa við það með litabókina og halda áfram að lita með bókina á rúminu. Á meðan girti hann niður um mig og gerði það sem hann gerði sem var nákvæmlega það sama og það sem maður númer tvö gerði. Ekki nauðgun, en allt án þess.
Áhrif alls þessa:
Eftir misnotkunina var ég ekki svo saklaus lengur, ég gerðist sek um að hafa lítið sjálfsöryggi, líkamsvitund í molum, feimni og svona má lengi telja. Allt þetta er enn til staðar í dag þökk sé barnaníðingum. Nú, ég var eins og hann Palli, ein í heiminum, að mér fannst. Þetta var svo ljótt leyndarmál sem ég átti en ekki datt mér í hug að þetta varðaði við lög. Hins vegar þegar ég var orðin fullorðin og baráttuvilji farinn að berjast um í mínu hjarta, áttaði ég mig á því að þetta var ekki mér að kenna heldur þeirra og að þeir ættu skilið að fara í fangelsi fyrir sína glæpi. En eftir mörg viðtöl á Stígamótum fór ég að hugsa um það að kæra. Þar kom ég algjörlega að lokuðum dyrum í íslenska réttarkerfinu. Af því að ég hafði tekið mér svo gríðarlega langan tíma í að melta þessi mál voru þau öll fyrnd samkvæmt lögum. Ég sit hér og skrifa þetta, reiðin kraumar alltaf í mér þegar ég hugsa um þetta, fæ hnút í magann og hendur mínar titra á lyklaborðinu af réttlátri reiði minni. Það sem ég upplifði mun aldrei fyrnast í mínum huga. Réttlætinu verður ekki fullnægt, þeir verða aldrei úrskurðaðir sekir.
Ég stakk þessu öllu saman skúffu og setti fína rauða slaufu utan um, og geymi hana fremst í huganum, alla daga og allar nætur. Ég höndla illa gagnrýni og forðast í lengstu lög að vera gagnrýnd í dag. Ég býð fólki ekki í heimsókn nema í sérstökum tilvikum. Ég fer aldrei í heimsóknir sjálf nema, eins og áður, í sérstökum tilvikum. Ég tek ekki þátt í menningarlífinu í plássinu sem ég bý í og er ekki ein af þeim sem er með puttana í öllu sem þarf að skipuleggja. Ég er vel liðin í vinnunni enda vinn ég vinnuna mína vel en ég er skelfingu lostin við að fólki muni finnast ég ekki nógu góð. Á yfirborðinu er ég glaðleg, litrík í klæðaburði, traustvekjandi og góð manneskja sem hefur ekki skoðanir og renn því í gegn hjá flestum áreynslulaust. Undir niðri er blæðandi sorgleg sál sem líður eins og heimsku ljótu trölli.
Ég fæ samt sem áður að heyra á hverjum degi hvað ég sé falleg frá manninum mínum og hvað hann elskar mig mikið. Ég legg mig fram við að vera vellyktandi, vel klædd, vel máluð og hrósa fólki mikið sjálf. Og fólk í kringum mig hrósar mér mjög mikið fyrir ýmislegt. En samt sem áður finnst mér ég aldrei vera nógu góð. Og nánast því allt í þjóðfélaginu segir manni að maður sé ekki nógu góður ef maður er ekki grannur, brúnn og fallegur og klár. Því er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Erfitt að breyta venjum sínum sem eru hluti af persónuleikanum.
En það er hægt, En það tekur tíma. Ég verð að reyna temja mér þolinmæði. Ég hef alltaf beðið(veit að margir kannast við það....) eftir þessum ÖRLAGADEGI eða augnabliki þar sem rennur bara allt í einu upp fyrir manni ljós og allir þínir djöflar eru á bak og burt. og maður skilur loksins, "aha, þess vegna borða ég!" Þegar ég les tímarit með frásögnum kvenna og karla sem hafa tekið sitt líf í gegn les hugur minn úr því að það hafi bara eitthvað gerst hjá þeim í huganum sem varð til þess að það rann upp fyrir þeim ljós. Örlagadagurinn. Og það gerist örugglega, en ekki nema í einstaka, örfáum tilvikum. Við hin þurfum að láta okkur nægja að uppgötva smátt og smátt, gæti tekið marga mánuði eða jafnvel ár fyrir okkur að skilja. En við munum skilja ef við leggjum okkur fram og gefum okkur tíma, þolinmæði, hreinskilni og væntumþykju inn á við. Við getum heldur ekki gefið af okkur fyrr en við höfum eitthvað að gefa.
Stígamót
Ég var í viðtölum hjá félagsfræðingi fyrir mörgum árum, þegar ég var ekki orðin tvítug. Hann reyndi í hverju einasta viðtali að fá mig til þess að fara í viðtal á Stígamótum. Ég harðneitaði alltaf, sá fyrir mér grátandi konur með hor. Einn daginn náði hann að telja mig á að fara með því loforði að hann kæmi með mér og að ég mætti ganga út hvenær sem ég vildi ef mér litist ekki á. Ég mætti á staðinn, efri hæð í gömlu timburhúsi þar sem verslunin Fríða frænka er á neðri hæðinni. Stígamót eru reyndar flutt núna. Gengið inn á miðhæð og upp brakandi stiga. Þetta var svo notarlegt, andinn í húsinu var stórkostlegur, umvefjandi og huggandi. Oh, hvað mér leið vel! Þröngur gangur inn í kaffistofu og nokkur hlýleg herbergi með listaverkum, sófum, kertum, blómum og borðum. Hljótt var í húsinu. Engar grátandi konur með hor. Mér var boðið að setjast inn í eitt af herbergjunum og þar hitti ég ráðgjafann minn. Ótrúlega fallega konu með þykkt, sítt ljóst hár og fallegt bros. Við náðum strax vel saman. Mér datt ekki í hug að ganga út. En þegar ég kom út eftir viðtalið staldraði ég við fyrir utan. Ég gleymi aldrei þessu augnabliki. Himininn virtist blárri og tærari og sólin skein skærar. Loksins, loksins, hjálp. Ég hélt áfram í viðtölum á Stígamótum í rúm 2 ár. Og er enn að í dag hér fyrir vestan.
Bloggar | 2.2.2007 | 13:21 (breytt 6.2.2007 kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Bloggar | 26.1.2007 | 14:54 (breytt kl. 14:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 25.1.2007 | 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 25.1.2007 | 13:30 (breytt kl. 13:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 19.1.2007 | 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 4.1.2007 | 15:05 (breytt kl. 15:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi klára, skemmtilega, fallega, duglega og yndislega kona var að útskrifast úr Lögregluskóla ríkisins í dag ! Til hamingju elsku Ágústa mín !! Ég er svo ótrúglega stolt af þér klára kona, ég fæ bara gæsahúð:) Njóttu þessa stóra dags í þínu lífi sem mest!
ROOOOOOOOOOOOOOSALEGA STÓRT KNÚS OG FAST KRAM !!!!!!!!!!!!!!!
Harpa
Bloggar | 8.12.2006 | 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 1.12.2006 | 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loksins nennti ég að fara í gegnum myndaflóðið sem ég átti eftir að flokka, minnka, skíra og hlaða inn á síðuna. MARGIR klukkutímar fóru í það, eins gott að þið kommentið!
Smellið á tenglana hér að neðan eða farið í Myndaalbúm 3 hér til hægri.
Í Rvk í september 2006:
Spilakvöld hjá Ágústu og Sævari í september 2006
Kíktum í heimókn til Huldu, Ísars og Vöndu Sólrúnar
Í Rvk í október 2006:
Íris Júlía fagra
Pabbi og Dóra elduðu hreindýr og kengúru í Rvk og buðu börnum og barnabörnum
Jói og Dóra buðu okkur systrunum og þeirra fylgifiskum í mat
7 ára afmæli Elísabetar Öldu var haldið á Íslandi
Ísafjörður nóvember 2006:
Ósk kíkti í heimsókn á Silfurgötuna í nóv 2006
Matarklúbbur og 25 ára afmæli Hlyns míns 18. nóv 2006
Lísbet, Eric, Sara Emily og Hörður Christian kíktu í vöffluheimsókn
Danmörk:
Við fórum með vinnunni minni til Kaupmannahafnar í byrjun nóv
Bloggar | 27.11.2006 | 15:22 (breytt kl. 15:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar