Afmæli/matarklúbbur

Jæja, verð ég ekki að blogga áður en liðin helgi verður að þarsíðustu(eitt orð, tvö orð?) helgi....Ég var víst búin að lofa því.
Föstudagurinn síðasti fór í að vinna og undirbúa afmæli Hlyns(25 ára strákpattinn) og matarklúbbinn sem var á laugardagskvöldið. Hlynur fór að á skemmta sér í Holti, Önundarfirði, með kórfélugum sínum og konum þeirra. Ég var hinsvegar heima að elda fyrir matarklúbbinn. Risastóri hangikjötspotturinn hennar mömmu kemur sér vel þegar elda skal ungverska gúllassúpu fyrir 10 manns. Gulrætur, tómatar, paprikur, laukar, sellerí, kartöflur, hvítlaukur, nautakjöt, salt, chilipipar, kjötkraftur, vatn og nokkir staukar af unversku paprikudufti urðu þegar leið á kvöldið að gómsætri súpu sem sló í gegn kvöldið eftir. Fyrr um daginn hafði ég farið í verslunarleiðangur í leit að einhverju til þess að dekka borðið með og endaði á því að kaupa dúk í blómabúðinni sem þær notuðu sjálfar á sitt sýningarborð, bara svona svarblár pappírsdúkur, svo keypti ég gyllt kerti í gyllta kertastjakann okkar, gylltar sérvettur og gyllta grein. Á leiðinni heim stoppaði ég svo í Essó búðinni og keypti pínulítinn stauk af gylltu glimmeri. Gyllt gyllt gyllt!
Laugardagurinn rann upp með fögrum fyrirheitum. Hlynur fór eldhress út í bakarí að kaupa afmælismorgunmat. Eftir að hafa nært okkur og legið í leti í þónokkurn tíma drulluðumst við á fætur loksins til þess að klára að undirbúa kvöldið. Við komumst að því að við eigum eiginlega ekki neitt til þess að halda fínt matarboð. Við þurftum að fá lánað matarstell, rauðvínsglös, hvítvínsglös, staup, bjórglös og 12 stóla ! Við hefðum eiginlega bara átt að halda afmælið heima hjá Kötu og Óla sem voru svo yndisleg að lána okkur megnið af þessu:)
Jæja, um sjöleytið mætti matarklúbbsfólkið, við erum samtals 10, og svo birtust Jón Jens bróðir Hlyns og synir hans tveir Bjartmar og Guðbrandur, algjörlega óvænt:) Þeir höfðu sem sagt misskilið Hlyn þegar hann bauð þeim, afmælisgestir áttu sem sagt að koma eftir klukkan níu þegar við værum búin að borða. En það var bara gaman, við vippuðum út fleiri diskum og sem betur fer dugaði súpan akkúrat. Ekki dropi eftir af henni daginn eftir í þynnkunni...Í eftirrétt höfðum við vanilluís með heitri snickerssósu sem rann ljúflega niður í mannskapinn. Með súpunni höfðum við rauðvín og bjór og danska ákavítið fyrir þá sem vildu. Glimmerið sem ég hafði dreift ríkulega á dúkinn var kominn út um allt á öllum :) Allir karlarnir voru eins og glimmerhommsar í framan og konurnar glimrandi fínar;)
Upp úr níu mættu afmælisgestirnir, Dúi og Marta, Anna Sigga og Jonni, Kristín og Ívar, Hjörtur, Magga, Sóley og fyrir voru Nonni, Bjartmar, Guðbrandur, Jói og Randý, Óli og Kata, Steini og Sigrún og Óli og Íris(ekki okkar heldur Óli vinnufélagi).Yngsti matarklúbbsgesturinn var aðeins rétt mánaðargömul prinsessa sem Ólí og Íris eiga. Bara yndislegt að hafa hana:) Kling kling kling!
Eftir að hafa setið allt kvöldið í góðum félagsskap smá týndist úr hópnum og síðustu gestirnir fóru út með afmælisbarninu á Krúsina. Hrikalega skemmtilegt kvöld !
Sunnudagurinn fór í þynnku....
vikan hefur verið tíðindalítil að öðru leyti, Hlynur hefur gist á Hóli af því að bíllinn okkar er á verkstæði greyið. Ég fæ þá báða vonandi heim í dag. Ég og Monsa höfum haft það gott einar í kotinu, ég pússlandi, hún mjálmandi.
Helgin sem framundan er er ekki skipulögð nema við ætlum að bjóða fallegu fjölskyldunni hennar Lísbetar(sjáið nýju bloggsíðuna hennar, linkur hér til hægri)í vöfflur á sunnudaginn. Oh hvað ég hlakka til að sjá þau, svo langt síðan við höfum séð Söru og Hörð litla!
Ég ætla að reyna að rusla það af að setja inn myndir um helgina, heill haugur sem ég á eftir að flokka og setja inn....púff
jæja krakkar mínir og Geiri, veriði stillt og kvittið !! svo gaman að fá kvitt:)
knús og kram
Harpa
p.s. Kíkið á þetta : Að lifa í þögn  hann er svo yndislegur hann Hlynur minn!

Danmörk

Úff, var búin að skrifa HEILMIKIÐ um Danmerkurferðina sem svo bara týndist! Sem sagt færslan, ekki Danmerkurferðin.

 

Já, gaman gaman í Danaveldi, heimsókn til Írisar og co tvisvar sinnum, flóttamannabær, Litla Hafmeyjan, Kristjanía, höllin hennar Möggu, út að borða, J-dagurinn, jólasveinabúningar, Strikið, versla mikið, hittingur á Café Norden með Berglindi, Júlla og Andreu Ósk yndislegu,bjór, rauðvín og margt margt fleira.

 

Heimsókn til Írisar og co: eftir að hafa hvílt lúin bein á flottu 4* hóteli í miðbæ Köben héldum við til Taastrup þar sem Íris og co á heima. Fengum æðislegan mat og enn æðislegri eftirrétt sem Hlynur er ennþá að tala um, brownies með Fisherman´s Friend krapi í eftirrétt. He will not shut up about it!  Við sex, ég, Hlynur, Halla, Siggi, Helga og Ási tókum leigubíl í bæinn aftur því lestarferðin til Taastrup var löng og full af mistökum, gönguferðum, biðtíma, Íslendingaskap(það er víst orð!!) og kulda. Ekki mér að kenna....hóst.

 

Flóttamannabær: heimsóttum Sandholm sem er um 40 mín fyrir utan Köben með rútu. Afgirtur(hlið og allt) bær sem eitt sinn var herstöð. Fengum fyrirlestur frá lögreglunni, útlendingaeftirlitinu og Rauða Krossinum sem vinna þarna saman. Flóttamenn koma þarna til þess að biðja um hæli í Danmörku, búa þarna jafnvel í nokkur ár á meðan verið er að taka mál þeirra fyrir. Ótrúlegt hvað það er mikill munur á kerfinu hér og þar, þar sem svo lítil vegalengd er á milli. Nenni samt ekki að skrifa um það akkúrat núna þar sem rauðvín er í blóðinu.... (ókei þessi færsla er skrifuð í tveimur hollum, ég er ekki drukkin á mánudagsmorgni....)

 

Litla Hafmeyjan: eh, já hún er ekki stór....

 

Kristjanía: lentum í lögreglurassíu með hundum og allt! Mega stuð!

 

Höllin hennar Möggu: Jamm skoðuðum torgið og verðina brjáluðu með loðhúfurnar.....

 

Út að borða: borðuðum á Amadeus, alveg ágætt veitingahús með færeyskri þjónustustúlku sem sló í gegn með framburði sínum á nöfnum íslendinganna.

 

J-dagurinn: Mjög þekktur dagur í Danmörku. Íslendingar eru að reyna að herma eftir þessum degi sem ég efa stórlega að eigi eftir að vera eins skemmtilegur og í Köben!! Þegar jólabjórinn í Dan kemur út í byrjun nóv á ári hverju  er auglýst með miklum fyrirvara að fyrsti snjórinn muni falla á Ráðhústorginu kl nákvæmlega eitthað, sem í þetta skiptið var 3. nóv kl 20:59, þar sem Tuborg jólasveinar munu syngja og gefa bjór!  Akkúrat á þeim tíma vorum við að kyngja matnum á Amadeus. Eftir matinn héldum við þó nokkur á pöbbarölt um Nyhavn. Settumst á fyrsta barinn sem við rákumst á. Sjá framhald í jólasveinabúningar.....

 

Jólasveinabúningar: Sem sagt við fórum sex út á pöbbarölt, ég, Hlynur, Jóna, Sturla Páll og Gabríela vinnufélagar mínir og Bikki maður Gabríelu. Eftir að hafa sest niður á fyrsta pöbbnum sem við komum að renndi Tuborg TRUKKUR með fullt af jólasveinum og þeirra konum, bjór, söng og fullt af gleði, akkúrat við pöbbinn okkar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Og þar sem þetta virtist vera síðasti pöbbinn sem þeir stoppuðu á, afklæddu tveir jólasveinar sig og gáfu Hlyni mínum og Bikka fötin sín!! ógó töff!

Versla mikið: versla miiiiiikið!!! Föt og jólagjafir í aðalhlutverki....Hlynur þunnur....

 

Strikið: Labb labb, bjór, labb labb.......Hlynur þunnur....

 

Hittingur á Café Norden: Berglind, Júll og Andrea Ósk hittu okkur Hlyn á hinu yndislega og dýra Café Norden. Hápunktur hittingsins var samlokuatriðið hans Júlla. Andrea prinsessa var eitthvað soltin þegar hún kom og Berling bauð henni að fá samloku með skinku og osti, sem hún þáði. Nema hvað, Júlli og Andrea biðu vitlausu megin í röðinni í langann tíma eða þar til einhver aumkvaði sig yfir þau og benti þeim á að fara aftast í röðina.... Eftir dúk og disk kemur líka þessi risasamloka, stórt baquette með fullt af flottri skinku, káli osti og grænmeti á risa disk. Við störðum bara á þetta ferlíki sem litli líkaminn átti að innbyrgða, púff. Jæja, Júlli tekur upp hníf og gaffal, stingur í samlokuna til þess að skera fyrsta bitann og PLAMMMM!!!! diskurinn flaug og lenti öfugur á gólfinu...... Við gjörsamlega dóum úr hlátri, aðallega Hlynur samt sem myndaði þetta í bak og fyrir:)

 

Bjór, rauðvín : já mikið drukkið af báðum tegundum...

 

Jamm. Svo endaði ferðin á 14 klst bið á Kaastrupflugvelli vegna snarklikkaðs veðurs á Íslandi, gat nú verið. Fórum frá hótelinu kl 11 á sunnudagsmorgun og vorum komin upp í sófa hjá Árelíu og Gumma 06:00 á mánudagsmorgni. Skítug, þreytt og á leið í flug vestur eftir 3 klst og þaðan í vinnu. Gaman gaman. Rétt náði að kyssa Írisi Júlíu sem var yndisleg að venju. Oh hvað ég sakna hennar!!!

 

Myndir frá ferðinni verða settar inn innan skamms.

 

Næsta færsla verður um liðna helgi, afmæli Hlyns mín og matarklúbb.

 

knús knús


Nafn komið á dömuna!!!

Íris Júlía í fangi nöfnu sinnar og móðu

HÚN HEITIR ÍRIS JÚLÍA!


Lööööööööng færsla

c_documents_and_settings_harpa_desktop_heimkoman_05.jpg
 

Blogg, hvað er það? Ég hef verið skömmuð fyrir að það sé of langt um liðið síðan ég skrifaði síðast. En stundum er bloggandinn ekki yfir manni þó allt gangi sosum vel og nóg sé að gera.

 

Byrjum á fallegasta augnabliki lífs míns, þegar Guðmundsdóttir kom í heiminn. Ég var svo heppin að vera beðin af Árelíu og Gumma að vera viðstödd fæðinguna og þótti mér það mikill heiður. Árelía hringdi í mig rétt um hádegi á mánudeginum 18.september og sagðist hafa verið með samdrætti þá um nóttina og morguninn.

Ég var í vinnunni þegar hún hringdi, sagði bara “bless, ég er farin í frí” þegar ég var búin og við Hlynur brunuðum til Reykjavíkur morguninn eftir. Þegar við bönkuðum á dyr hjá þeim var slímtappinn nýfarinn hjá Árelíu og vatnið fór upp úr kl 22 um kvöldið. Verkirnir byrjuðu svo hjá henni rétt eftir miðnætti og var undurfögur stúlka komin í heiminn kl 4:08. Þar sem Gummi var ekki með fleiri en 2 hendur þá var ég sett á myndavélAR og vídjóvél.

Ég hamaðist við að taka myndir í gríð og erg á meðan átökunum stóð sem var nú ekki svo agalega langur tími því daman var að flýta sér að komast í fang mömmu sinnar og pabba. Árelía stóð sig eins og hetja, tók engin deyfilyf, aðeins glaðloft í miklum mæli. Öðru hvoru drafaði í henni “til hvers að reykja hass þegar maður getur fengið glaðloft....” Hún hljómaði eins og hún væri komin vel á veg með góða rauðvínsflösku.

Gummi var eins og klettur við hlið hennar og gerði allt sem hann gat til þess að létta undir með sinni elsku. Þegar litla daman leit dagsins ljós opnaði hún bara augun og var stillt eins og engill. Á meðan ljósan saumaði Árelíu sat hún í fangi pabba síns og mændi út í loftið salíróleg. Oh, svo fögur.


Hér getið þið séð fullt af myndum


Jæja, við fórum að sjálfsögðu í daglegar heimsóknir til þeirra þegar þau voru komin heim og fylgdumst með fyrstu dögum nýs lífs og nýrra foreldra sem standa sig eins og þau hafi aldrei gert neitt annað. Ljósan sem þau fengu heim var algjörlega yndisleg og létti mikið til með Árelíu.


Við Hlynur fórum í mikið af heimsóknum þessa viku sem við vorum fyrir sunnan. Að sjálfsögðu fórum við að sjá aðra nýja frænku mína hana Vöndu Sólrúnu sem er ofboðslega falleg og yndisleg, eins og foreldrarnir sjálfir. Fengum við að borða með þeim eitt kvöldið þar sem tekin var upp voða fín rauðvínsflaska. Hulda Guðrún sem hafði ekki smakkað áfengi í næstum ár fékk sér nokkra sopa en gat ekki meir því henni fannst rauðvínið svo sterkt. Hana hreinlega sveið í hálsinn! Fyndið:)


Eitt kvöldið fór ég að hitta Elmu mína á Nordica barnum og að venju var yndislegt að tala við hana. Næst þegar ég fer, sem er nú bara á föstudaginn í næstu viku, ætla ég að gefa mér meiri tíma með henni. Hún veitir mér alltaf svo mikinn innblástur þessi elska.

Fyrr um kvöldið höfðum við farið í dýrindis mat hjá Jóhannesi bróður Hlyns og Huldu konu hans. Þar hittum við tengdó sem voru nýkomin að utan, og Möggu ömmu Hlyns. Ömmu mína heimsóttum við á sunnudeginum og ég kíkti á Elísu vinkonu fyrr í vikunni sem var alveg yndislegt.


Við gistum hjá Ágústu og Sævari á Boðagrandanum þar sem fór agalega vel um okkur. Eitt kvöldið tókum við okkur til og spiluðum Leonardo og co, Kana og átum með því osta og drukkum rauðvín. Mmmmmm...nammm... Ég kynnti Sævari fyrir geitaosti og er hann nú mikill aðdáandi hans;) Hef einnig kynnt ostinn fyrir Árelíu, Gumma, Huldu og Ísari og eru þau öll kolfallin:) Arg hann er svooooo góður!


Að sjálfsögðu keyptum við okkur föt, kíktum á kynjakattasýningu og keyptum klórutré fyrir Monsu litlu sem er alveg vitlaus í það. Það er nú saga að segja frá því þegar við fórum á kattasýninguna. Hún var haldin í Garðheimum í neðra Breiðholtinu og sjáum við þar ógisslega sætar kisur. Loðnar, litlar, STÓRAR, sofandi, vakandi, mjálmandi, kisur. Hlynur var svo agalega hrifinn af Maine Coone kisunum sem verða um 9-10 kg þegar þær fullorðnast, sem er á við nokkra heimilisketti....eins og ljón eiginlega. Ég sagði honum að ég hefði e-h tímann séð auglýsta kynjaketti á Kattholt heimasíðunni sem allir vonandi þekkja. Yfirleitt eru þar bara venjulegir heimiliskettir sem einhverjar vondar sálir skilja eftir í pappakössum út um kvippinn og kvappinn. Ég skoða þessa síðu reglulega og sé fyrir mér þybbna eldri konu sem er svona yfirþyrmandi góð amma. Kona sem kemur öðru hvoru með tárin í augunum í sjónvarpinu, biðjandi fólk um að bjarga kisunum. Hjarta mitt grætur í hvert einasta sinn.


Nema hvað, Hlynur var svo heitur fyrir svona stórri kisu að ég fékk hann til þess að fara með mér upp í Kattholt að skoða. Nota bene þetta var á sunnudagseftirmiðdegi. Við notuðum síðustu bensíndropana í að keyra áttavillt um ruglandi Ártúnsholtið, leitandi logandi ljósi að Kattholti. Mikið vorum við glöð þegar við sáum skiltið. Við vippuðum okkur út úr bílnum og dingluðum hjá konunni með hjartað fullt af kærleika og tilbúin til þess að bjarga litlum titrandi hjörtum.

Hurðin opnaðist til hálfs og í dyragættinni stóð kona sem var ekki mjög ömmuleg á svipinn. Samtalið fór sirka svona fram:

Ég: (sykursætt) Góðann daginn! Við vorum að velta fyrir okkur hvort við fengjum að kíkja á kisur hjá þér?

Síður en svo ömmulega konan: nei, það er lokað(skyrpti hún út úr sér)!!

Ég: ó, eh, en við erum nefnilega utan af landi og erum að fara á morgun.....

SESÖK: já, nei það er lokað! Því miður! (þessu var hreytt)

Ég:já, eh, .....ok.....

Hurð skellt!!!!!


What the fu** !!! Við vorum svo gáttuð að við lokuðum ekki munninum fyrr en við vorum komin langleiðina niður í bæ. Sár og svekkt! Og reið!

Eftir að hafa sagt nokkrum frá þessu hef ég fengið að heyra margar svona sögur af fólki sem hefur ekki komið á réttum tíma og verið vísað í burtu. Ein þeirra(sem kom einmitt utan af landi í helgarferð) sagði að kisukonan hefði sagt að ef fólk gæti ekki lagt á sig að koma á opnunartíma þá ætti það ekki skilið að fá kisu, eða eitthvað á þá leiðina. Sem sagt, ef ég get ekki tekið mér frí frá vinnu, flogið suður og mætt á milli 14-16 virka daga þá get ég ekki fengið kisu!!!!!! Þvílík og önnur eins vitleysa ! Arg hvað ég var reið.


Púff, hehe aðeins að losa. Þá er það búið:)

En þetta er orðin svo rosalega löng færsla að ég ætla að stoppa hér og skrifa meira seinna.


Túdulú

Harpa móðax4




7 ár

c_documents_and_settings_hlynur_kristjansson_desktop_juli_096.jpg

Í dag eru 7 ár liðin síðan mamma dó. 7 ár. Mér finnst þetta eiginlega óhugnarlega langur tími því mér finnst þetta hafa gerst í mesta lagi í fyrra. Ég er með mynd upp á vegg af henni þar sem hún stendur með gítarinn fyrir utan Brekku á fimmtugsafmæli pabba og 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, með gítarinn í höndum, í fallegum kjól og svipurinn á henni er svipur sem ég sé þegar ég hugsa til hennar, Syngjandi með lokuð augun og hamingjan skín úr andlitinu. Svona vil ég muna eftir henni.  Myndin sem fylgir með þessari færslu stal ég af síðunni hjá Gumma. Hún er lýsandi fyrir sólarlagið á Brekku, sem mamma stóð og söng í á myndinni sem ég á upp á vegg.


More to do on my to do list:)

c_documents_and_settings_hlynur_kristjansson_desktop_wet_paint_small.jpg

Hei gaman að fá svona skemmtileg komment:) Og fyrst þið voruð svona glaðar þá bara kem ég með annað bjartsýnisblogg.

 

Ég var sem sagt í vinnunni á fimmtudaginn og til mín kemur kona og spyr hvort ég sé ég. He...sem sagt spyr hvort ég sé Harpa. Ég staðfesti það og segist hún þá vera leita að fólki til að vera í stjórn Róta sem er félag fólks með áhuga á fjölmenningu, meðal annars væru þú að fara skipuleggja pólska menningarhátið í vetur og svo framvegis, og sagði hún að einhver hefði bent á mig. Ég spurði hvort hún væri ekki að tala við ranga Hörpu en hún þrætti fyrir það, sagði að annaðhvort Lísbet vinkona eða Albertína hefðu bent á mig, mundi það ekki alveg. Ég var svo sjokkeruð á því að einhver væri að biðja mig um að vera í stjórn einhvers, hvað þá að taka þátt í félagslífi að ég missti út úr mér "eh jájá" Með það fór hún og ég sat eftir og hafði ekki hugmynd um hvað ég var búin að koma mér út í. Hafði ekki einu sinni heyrt um þetta félag. Þurfti ég þá að leita Lísbet uppi á MSN og spyrja hvað í ósköpunum ég væri að fara að gera. Hehe, ein ekki alveg með á nótunum. Sem sagt, vonandi verður brjálað að gera hjá mér fyrir áramót:)

 

Við erum búin að mála, gluggarnir og hurðirnar niðri orðnar hvítlakkaðar:) Miklu flottara! Um leið og ég vaknaði lagðist ég í gólfið með tusku, terpentínuflösku og sköfu og fór yfir gólfið til þess að fjarlægja málningu sem hafði sullast niður. Eftir það ryksugaði ég og skúraði. Ógó dugleg! Hlynur minn er líka duglegur, hann fór að hjálpa vini sínum að smíða eitthvað heima hjá sér og fær fyrir það bjór að launum. Monsa sæta er ekki sátt. hún hefur verið lokuð inni í herbergi á meðan við höfum lakkað og þegar hún kemur fram þá gengur hún um mjálmandi og snertir ekki gluggana eða hurðirnar því henni finnst vera skrítin lykt af þessu. Hún var líka ógeðslega fyndin þegar hún var að reyna að hlaupa þegar ég var búin að setja terpentínu út um allt, spólaði bara á staðnum. Svo sat hún bara og horfði á mig forviða yfir því að ég skuli liggja á skítugu gólfinu og þóttist ekki þekkja mig því ég var svo töff í málningagallanum.

Þannig að nú sit ég nýbúin í sturtu og bíð eftir að Hlynur komi heim svo við getum eldað eitthvað.


Lots to do on my to do list

Jæja, heilmikið að gerast hjá okkur þessa dagana. Hlynur er enn í sumarfríi og er duglegur að vinna heima. Hann reyndar byrjaði á því að rústa eldhúsinu og baðinu hjá okkur.... Baðkarið okkar hefur eiginlega verið stíflað frá því við keyptum íbúðina, rétt lekið niður í dropatali. Nú hann fór í Húsasmiðjuna og keypti þar stíflueyði sem var svo öflugur að hann það fór í sundur rör og allt á floti í eldhúsinu þegar Hlynur kom niður eftir smá tima. Og það þarf að skipta alveg um loft í eldhúsinu, mála nokkra veggi og gera við upp á baðherbergi. Við fáum þetta reyndar allt úr tryggingum nema vinnu píparans. Bara gott mál. Mikið er ég feginn að stráksi minn er smiður:)
Ekki nóg með það, við tókum okkur til í gær og keyptum lakk, grunn, pensla, kítti, rúllu og sandpappír og réðums á glugga og hurðir á neðri hæðinni. Hvítlakkaðar skulu þær verða! Eftir að hafa pússað þrifið og grunnað í 6 klst í gærkvöldi þá sáum við það að við hefðum átt að vera löngu búin að þessu. Það birti rosalega til í íbúðinni! Oh hvað ég hlakka til þegar við erum búin að lakka.
Við buðum pabbsa í mat í kvöld, sunnudagssvínasnitzel með sósu og kryddsmjöri:) Ég bað hann að láta sér ekki bregða þegar hann kæmi því allt væri á hvolfi:) Reyndar ætla Jóhanna og Arnheiður að kíkja líka til okkar í smá pössun á meðan Dúi fer á söngæfingu. Ég ætla líka að mæta á borgarafundinn í dag í Ísafjarðarkirkju í tilefni af umferðarátakinu Nú segjum við stop!! Og á annann fund kl 20 með Stígamótahópnum mínum. Hlakka mikið til að hitta stelpurnar eftir sumarfrí.
Í gærdag fór ég í fyrsta HAM(hugræn atferlismeðferð) tímann minn upp á sjúkrahúsi. Það var einstaklingsviðtal við sálfræðing en í framhaldi af því munu verða fyrirlestrar einu sinni í viku, 2 tíma í senn og að lokum aftur einstaklingstími til að mæla árangur. Í tilefni af því að vera farin að vinna í sjálfri mér ákvað ég að reyna koma mér út úr húsi. Gera eitthvað annað á kvöldin en að liggja í þunglyndi. Í höndum mér birtist bæklingur frá Listaskólanum hér í bæ þar sem farið var yfir haustnámskeiðin. Ég nýtti tækifærið á meðan hjarta mitt var glatt og skráði mig á 3 námskeið!!! Ég veit nú ekki hvort það verður eitthvað úr þeim öllum því þáttaka er jú misjöfn og stundum falla þau niður. En sem sagt, fyrsta námskeiðið sem ég skráði mig á er vinnukonugripin á kassagítar. Ég hlakka mikið til að glamra á strengina á gítarnum hennar mömmu, Gabríel.´Pabbi hafði lánað vinafólki gítarinn en lofar að fá hann aftur fyrir mig áður en ég byrja á námskeiðinu. Annað námskeiðið er skapandi skrif sem Eiríkur Norðdahl kennir og að lokum hreyfing og tjáning hjá Hrafnhildi Hafberg. Oh hvað ég hlakka til að byrja! 
Svo er ég líka á´leiðinni suður með pabba labba sæta bangsa. Við ætlum að reyna ýta Árelíu af stað á meðan við erum þar:) Þó er það nú ólíklegt að eitthvað gerist þar sem örverpin vilja oft láta bíða eftir sér. Hulda og Ísar eiga líka von á því að ég komi og knúsi Vöndu Sólrúnu soldið mikið!!!
Já það er bara mikið í gangi, og allt gott:)
knús og kramkrakkar
Hörpulíus

Förðun - matur - sumarfrí

Helgin búin og blautur mánudagur heilsar. Hlynur minn er heima þessa vikuna atvinnulaus í sumarfríi.... Hann kláraði afleysingar á slökkvistöðinni í gær og þá er ekkert annað að gera en að fara að smíða. En fyrst ætlar hann að taka sér smá sumarfríi, sem hann á sko alveg skilið. Hann hefur unnið nánast því 24 tíma á sólahring í allt sumar. Stöðugt á bakvakt og aldrei hægt að fara neitt. Þannig að í dag og næstu daga fær hann að sofa út þessi elska og dytta að ýmsu heimafyrir.
Við gerðum nákvæmlega ekki neitt á föstudagskvöldið enda Hlynur á vakt. Heldur meira var að gera hjá mér á laugardeginum. Ég fékk sendar frá Elmu yndislegu GEÐVEIKAR nýjar MAC vörur með flugfrakt frá Reykjavík. Ég hafði verið beðin um að farða tvær þennan dag og bað ég því Elmu um að senda vörurnar með flugi því mig langaði til þess að nota þær á stelpurnar. Og að sjálfsögðu varð hún að því. Make upið tókst rosalega vel, hún hafði ekki verið svona ánægð síðan hún var förðuð fyrir brúðkaupið sitt:) Ekki slæmt það! Eftir það fór ég að passa fallega prinsessu í 2 tíma á meðan foreldrar hennar fóru í matarklúbb. Ég kíkti svo í partíið sem var eftir matarklúbbinn og sat þar til að verða miðnætti. Á þeim tíma farðaði ég Kötu sætu og eina aðra í viðbót. Þær voru báðar alveg í skýunum:)
Ég var ekki edrú þegar Hlynur náði í mig enda búið að hella í mig Mojito, Pina Colada, rauðvíni og tópas skoti....en ekkert alvarlega ölvuð, bara svona létt á því.
Sunnudagurinn fór í það að þvo þvott og gera almennt ekki neitt. Nema hvað að ég ætlaði mér að elda rosa góðann mat fyrir ástina mína, hunangsgljáðann kjúkling með kíwísósu. Jæja, sósan ysti og varð ógeðsleg og sendi ég því Hlyn út í búð eftir sveppasósu í bréfi. Þegar ég stakk í kjúklinginn heyrðist "pfffffff" eins og þegar Clark stakk í kalkúninn í National Lampoons Christmas Vacation, húðin var sem sagt brennd en hann var hrár inn við beinið. Við gátum þó borðað bringurnar, restin fór í ruslið. Kartöflurnar voru ekki tilbúnar á réttum tíma og tók ég þær því úr ofninum og steikti á pönnu... Hlynur endurtók aftur og aftur "ekki vera leið ástin mín, ekki vera leið"
Jæja við enduðum kvöldið á því að horfa á heimildarmynd um "the falling man", ljósmynd sem tekin var af manni sem kastaði sér út um glugga á WTC þann 11. september 2001. Ljósmyndin vakti mikla reiði í USA og víðar um heiminn, ekki þótti við hæfi að sýna hana.
Knús krakkar
Harpa

Rjómaball - Golferð

Ísland er í þessum skrifuðu orðum að tapa í fótbolta gegn Danmörku, enn einu sinni. Eins gott að Magni komist áfram í kvöld segi ég bara. Ég er þó ekki ein af þeim sem nennir að vaka heilu og hálfu næturnar til þess að kjósa. Treysti bara á alla hina til þess að sjá um það. Þau segjast allavega ætla að vera rosa dugleg þarna á Skjáeinum...

 

Anívei, við fórum á hið svokallaða rjómaball á Núpi um síðustu helgi. Tengdó vildu endilega bjóða okkur og ekki segjum við nei við því.  Kata hans Óla leyfði mér að farða sig fyrir kvöldið og var hún að sjálfsögðu stórglæsileg!

Við mættum í hendingskasti rétt að verða átt um kvöldið en komumst að því að enginn hafði verið að stressa sig á því að mæta þegar húsið opnaði klukkan 7 og fengum við því öll borð saman á góðum stað. Við Hlynur, tengdó, Kata og Óli, Kolla og Jón Jens, og Dúi. Örn Árnason var veislustjóri og með honum var píanóleikari að nafni Jónas mummmmsfffsson. Voru þeir ansi skondnir. Skondnari var þó Jón Jens bróðir Hlyns sem hafði samið nokkrar vísur í tilefni kvöldsins, eina um ónefnda bræður sína sem fóru í golf með sársaukafullum afleiðingum fyrir annan þeirra. MJÖG FYNDIÐ! Eldri bróðirinn ónefndi ( byrjar á D og endar á úi....rímar við áiiiiii!!!) rölti ofan í skurð að ná í óþekka golfkúlu og á meðan tók yngri bróðirinn ónefndi( byrjar á H og endar á lynur) sig til og dúndraði í sína kúlu sem stefni svo á holu en endaði í haus þegar eldri bróðirinn stóð upp úr skurðinum. Sjúkrahús og saumar komu líka við sögu....

 

Jamm, meira af rjómaballinu. Jói frændi sá um að skemmta liðinu sem meig á af hlátri. Greyið Jói hafði ekki sofið neitt í rúman sólahring þar sem hann var að koma frá Eistunum....

 

Svo var happdræti. Ég vann ekki og því ekki ástæða til að tala um það meir.

 

Það eina sem ég man eftir heimferðinni er "tjoa".....Kata minnti mig á það í dag..... jú og að víski hafi verið vinsæll drykkur. Say no more.

 

knús krakkar

Harpa


Nýjar myndir !!!!

Afmæli Arnheiðar

Afmæli Ólafs

Kærleiksdagar á Núpi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband