Vanda Sólrún Ísarsdóttir

c_documents_and_settings_harpa_desktop_spa51761.jpg
Loksins loksins ! Vanda Sólrún Ísarsdóttir er komin í heiminn og hún er sko svoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooona mikið falleg:) Til hamingju aftur Ísar og Hulda með frumburðinn ! Ég er með í maganum mig langar svooooo mikið suður að knúsa nýju frænku, og að sjálfsögðu Huldu og Ísar ! Maður er óþarflega langt í burtu þegar besta vinkona og frænka eignast barn:(  ég tala nú ekki um þegar litla systir kemur með sína dömu.  
Ég hlakka svo mikið til að sjá dömurnar tvær þegar hin er líka komin í heiminn. Ég og Íris lögðum til við Árelíu og Gumma að hún myndi/ætti að heita Íris Harpa, sem okkur þykir mjöööööööööög fallegt nafn, er það ekki ?
Fyrir utan þetta er nú ekki mikið að frétta. Hlynur vinnur og vinnur og vinnur. Þegar hann er búinn á slökkvistöðinni þá fer hann að smíða sólpall inn í firði og kemur heim þegar sólin er sest. Hann er svo duglegur þessi elska. Enda veitir ekkert af ef við ætlum að komast til Danmerkur í nóv með vinnunni minni. Hlakka mikið til!
Annars er ég ekki mjög létt í lund þessa dagana. Það er últra lítið að gera í vinnunni og það veit ekki á gott fyrir mig. Og ekki er mikið í boði hérna fyrir vestan ef ég myndi skipta um vinnu, en það mun ég gera ef þetta heldur svona áfram. Er orðin laaaaaangþreytt á þessu. Þegar það er svona lítið að gera í vinnunni kem ég heim á daginn með kökkinn í hálsinum og hef enga löngun til þess að hitta annað fólk. Ég líð því um alla daga og öll kvöld.
Mig vantar einhvern hérna sem dregur mig út á kaffihús. Óþolandi að hafa alla vinina fyrir sunnan ! Það gerir hjarta mínu ekki gott.  Æ ble, ekkert gaman að skrifa svona neikvæða færslu. Eins og hún byrjaði nú vel:)

Kærleiksdagar á Núpi

Ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh........ Komin heim Kærleiksdögum á Núpi, full af kærleika :) Elma vinkona hélt fyrirlestur á sunnudeginum og vorum við búnar að ákveða að eiga þar yndislega helgi saman í sveitinni. Hún mætti þangað á föstudaginn en ég renndi í hlað á laugardagsmorgninum rétt í tæka tíð fyrir morgunmat. Eftir að hafa spjallað aðeins við fólkið sem þarna var saman komið og gefið Elmu greyinu að borða(hún gleymdi mat og borðaði bara hrökkbrauð á föstudeginum, hún var rosaglöð að sjá mig eðilega;) ) hlustaði ég á fyrirlestur Reynis Katrínarsonar sem er miðill, nuddari, heilari, listamaður og fleira. Hans fyrirlestur fjallaði um gyðjurnar 16 í Fennsölum. Eftir það fór ég í tíma hjá leiðbeinandateiknara sem teiknar mynd af því sem hún skynjar í kringum mig. Myndina fékk ég svo heim til að hengja upp. Hún var ótrúlega klár, með yndislega útgeislun og eins og við Elma vorum sammála um, prakkaraleg augu :) . Við urðum góðar vinkonur.  
Klukkan 15 var svo fyrirlestur Vigdísar sem er ábyrgðarmaður Kærleiksdaganna, hún talaði um fyrri líf. Mjög áhugaverður fyrirlestur.
Svo dúllaði ég mér að mestu leiti til sex en þá var hópheilun. Hún fór þannig fram að 20 manns lágu í risastórum hring á dýnum sem þöktu gólfið í gamla barnaskólanum. Sex heilarar stóðu svo fyrir utan hringinn og hver tók 4-5 manns í heilun. Reynir var inn í hringnum og sá um jarðtenginguna. Anna Person, miðlari frá Noregi sat fyrir utan hringinn og fylgdist með því sem gekk á á meðan heiluninni stóð. Og það var sko heilmikið ! Hún talaði um að við hefðu bæst 6 aðrir "læknar" og einhver ljósvera sem stóð hjá lítilli 3 ára stelpu sem var þarna með okkur. Verndarhjúpur hefði verið yfir okkur öllum og skær ljóssúla í miðjum hringnum hjá Reyni. Heilarinn sem sá um mig sagði eftir á að hún hefði skynjað eitt að mínum fyrri lífum, indjánalíf þar sem mikil sorg hefði verið. Spúkí. En hún lagaði allavega axlirnar mínar soldið sem ég hafði nánast því grátið undan alla helgina. 
Jæja, þá tók við alveg rosalega góður matur, grafin lúða með graflaxsósu, sjávarréttarpottréttur og ýsa í ofni með sósu. Um kvöldið var svo hátíðarsamkoma þar sem farið var í leik, allir settu einhvern persónulegan hlut í litla körfu, svo drógu allir einn hlut. Við settumst þá í hring og hver og einn tók sér smá kyrrðarstund og athugaði hvor eitthvað kæmi til þeirra um einstaklinginn sem ætti þennan hlut. Hver og einn lýsti þá því sem kom til hans og auglýsti svo eftir eigandanum. Þetta var ótrúlega gaman :) Alveg yndislegt kvöld sem endaði á því að við Elma ásamt nokkrum öðrum sátum inn í setustofu til að verða eitt um nóttina við að lesa í spil, spjalla, hlægja og súkkulaði var vinsæll förunautur hjá þeim öllum....
Daginn eftir fórum við í morgunmat og eftir það hófst fyrirlesturinn hennar Elmu sem stóð sig alveg frábærlega !!!! Þetta er eitthvað sem hún ætti að leggja fyrir sig því hún hefur svo mikið að segja og á svo auðvelt með að ná til fólks. Enda líður mér sjaldnar betur en þegar ég hef verið í kringum hana :) Takk Elma!
Elma var svo upptekin alveg til fjögur þann dag og á meðan lá ég inn í setustofu og las Alkemistann aftur, enda vel við hæfi! Hlynur náði svo í okkur á drossíunni okkar og við skutluðum Elmu á flugvöllinn. Mig langaði ekkert til þess að fara og það er mikið sagt þegar ég á í hlut, félagsfælna manneskjan sem ég er. Þarna var samankomið svo yndislega opið og kærleiksríkt fólk að maður var umvafinn yndislegheitum allan tímann. Og ég tala nú ekki um að hver og einn þarna voru mjög skemmtilegur karakter þó nokkrir hafi staðið upp úr :) Þú veist hverja ég á við Elma.
Helgina enduðum við á því að fara í afmælismat hjá Arnheiði litlu á Flateyri. rosalega góður fiskréttur með sinnepskremi og karbeddlumús. Namm namm.
Gott fólk, meira síðar:)
knús og kossar í öll hjörtu
Harpa

Föndur

c_documents_and_settings_hlynur_kristjansson_my_documents_my_pictures_bru_kaup_a_neti_solarlag220706_108_resize.jpg

Verður maður ekki að láta heyra í sér öðru hvoru ? Helgin hefur verið einstaklega róleg hjá okkur. Ég eyddi föstudagskvöldinu í föndur. Framkallaði 50 myndir úr brúðkaupinu, sem ég klippti til og límdi á svartan pappír með smá athugasemdum við hverja mynd. Keypti svo stórann smelluramma fyrir þetta og ætla að fara með þetta á Brekku við fyrsta tækifæri. Lét líka stækka myndina af eldavélinni sem er hrikalega flott þar sem hún stendur núna í hlöðunni eftir að hafa þjónað sínu hlutverki í eldhúsinu á Brekku í ég-veit-ekki-hve-mörg ár. Hún fékk hvíldina langþráðu í sumar þegar vinnugengið lét skarann skríða.

Svo er ég búin að framkalla myndirnar úr brúðkaupinu fyrir Írisi og ætla að senda henni eftir helgi þegar ég hef keypt afmælisgjöf fyrir Helga. Veit hreinlega ekkert hvað ég á að gefa honum! Einhverjar hugmyndir ?


:(

Ég gerði eins og þið sögðuð, reyndi allt sem ég gat til þess að þetta gengi upp, meira að segja talaði ég við bankann. Hann sagði nei. Þannig að þessu verður frestað um óákveðinn tíma. Er í vinnunni og langar mest til fara heim og gráta úr mér augun. 

 

 

Eddie Izzard :

  • “But there must've been a Death Star canteen, yeah? There must've been a cafeteria downstairs, in between battles, where Darth Vader could just chill and go down:

Darth Vader: "I will have the penne all'arrabiata."

Canteen Worker: "You'll need a tray."

DV: "Do you know who I am?"

CW: "Do you know who I am?"

DV: "This is not a game of who the f*ck are you. For I am Vader, Darth Vader, Lord Vader. I can kill you with a single thought."

CW: "Well, you'll still need a tray."

DV: "No, I will not need a tray. I do not need a tray to kill you. I can kill you without a tray, with the power of the Force, which is strong within me. Even though I could kill you with a tray if I so wished. For I would hack at your neck with the thin bit until the blood flowed across the canteen floor."

CW: "No, the food is hot. You'll need a tray to put the food on."

DV: "Oh, I see the food is hot. I'm sorry. I did not realize. Hahahaha...Oh...tray for the....yes. I thought you were challenging me for the fight to the death."

CW: "A fight to the death? This a canteen, I work here."

DV: "Yes, but I am Vader. I am Lord Vader? Everyone challenges me to a fight to the death. Lord Vader? Darth Vader, I'm Darth Vader. Sir Lord Vader? Sir Lord Darth Vader? Lord Darth Sir Lord, Lord Vader of Cheem? Sir Lord Baron Von Vader Ham? The Death Star. I run the Death Star."

CW: "What's the Death Star?"

DV: "This is the Death Star! You're in the Death Star! I run this star!"

CW: "This is a star?"

DV: "This is a f*cking star! I run it! I'm your boss."

CW: "You're Mr. Stevens?"

DV: "No, I'm...Who is Mr. Stevens?"

CW: "He's Head of Catering."

DV: "I'm not Head of Catering! I am Vader, I can kill catering with a thought."

CW: "Wha?"

DV: "I can kill you all! I can kill me with a thought! Just...fine, I'll get a tray! F*ck it! This one's wet, and this one's wet and this one's wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. This one is wet. Did you dry these in a rainforest? Why, with the power of the Death Star do we not have a tray that is f*cking dry? I do not... No, no, no! I was here first!"

Other guy: "You have to form a queue if you want food. Can I have uh....Ooo, penne all'arrabiata. That'd be very nice."

DV: "No, no, no! Do you know who I am?"

OG: "That's Jeff Vader that is!"

DV: "I am not Jeff Vader, I am Darth Vader."

OG "What? Jeff Vader runs the Death Star?"

DV: "No, Jeff....No, I run the Death Star."

OG: "You Jeff Vader?"

DV: "No, I'm Darth Vader."

OG: "Are you his brother? Could you get his autograph?"

DV: "I can't get his....No, I'm Jeff...Alright, I'm Jeff Vader! I'm Jeff Vader!"

OG: "Could I have your autograph?"

DV: "No, f*ck off or I'll kill you with a tray! Give me penne all'arrabiata or you shall die! And you and everyone in this canteen! Death by tray it shall be!"

CW: "Do you want peas with that?"

DV: "Peas! You don't have peas! You can't put in right in...you can't put...it doens't work with penne! Unless you push 'em up the penne tubes and then it'd be weird! Oh alright! Put some peas in."”


Draumurinn rættist....næstum því :(

Hlynur var að hringja í mig, einhver að sunnan hringdi víst í hann alveg æstur að kaupa bílinn okkar. Púff, ef við myndum selja hann næðum við að dekka skólann og greiðsluþjónustuna þessa tvo mánuði en það sem setur strik í reikninginn er að við verðum að vera með bíl. Hlynur verður að geta brunað þegar hann er kallaður út. Auk þess sem ég gæti ekki leigt í bænum og yrði því að væla mig inn á einhvern. En þetta sýnir bara að maður á aldrei að gefa drauma sína upp á bátinn. Þó að þetta gangi ekki upp núna að gengur það kannski næst :)

 

En ég ætla bara að taka út gremjuna núna: andsk!helv!djö!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 

knús

Harpa


MAC förðunarskóli

Mig hefur lengi langað í þennan skóla en aldrei þorað að láta mig dreyma því þetta er dýrt nám. Grunnnámskeiðið er 295 þús kr og tekur 8 vikur. Ef ég ætti peningana væri svo sem ekki mikið mál að fara þar sem ég myndi annaðhvort taka mér launalaust frí í þessar vikur eða reyna að vinna tímabundið hjá sýslumanni í Rvk jafnvel.

 

En peningarnir eru ekki til, laaaaaaaaaaaaaaaaaang í frá. Ég get ekki tekið lán fyrir þessu og ekki eigum við þetta inn á bankabók.... Við höfum látið hvarla að okkur að selja bílinn en við verðum að vera með bíl. Að auki stoppar greiðsluþjónustan okkur þar sem ég get ekki verið launalaus í 2 mánuði. En kannski eftir 2-3 ár, þ.e ef við verðum ekki komin með barn og kannski greitt niður eitthvað af skuldunum.

 

Ég ætla samt að láta mig dreyma því hvað væri lífið án þess? Þangað til að ég get farið í skóla þá ætla ég að æfa mig og æfa og allir eru velkomnir í heimsókn svo ég geti æft mig. Ekki alltaf jafn gaman að farða sjálfan sig.... Ég er smám saman að sanka að mér vörum og hefur Elma yndislega verið dugleg að hjálpa mér við það :)

 

Jæja gott fólk, haldið áfram að láta ykkur dreyma því þá hafið þið eitthvað að stefna að:)

knús Harpa


Brúðkaup

Er ekki kominn tími til að blogga ?

 Það var ótrúúúúúlega gaman í brúðkaupinu á síðustu helgi! Fullt fullt af fólki sem kom í sveitina og gaman að sjá túnið okkar fullt af tjöldum, tjaldvögnum og fellihýsum. Við fengum frábært veður báða dagana. Við Hlynur mættum á Brekku rétt upp úr hádegi á laugardeginum og aðeins örfáir tímar til stefnu þar sem athöfnin átti að fara fram kl 17 í Sæbólskirkju. Við löbbuðum inn og einni mínútu seinna var komin á mig svunta og Hlynur var settur i það að hella upp á kaffi fyrir vinnufólkið.  Ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað fólkið sem hafði dvalið þarna undanfarna daga og vikur áorkaði miklu við að gera Brekku fallega. Húsið var málað að utan, nýjir ofnar, eitt herbergi standsett sem hafði verið ónothæft í nokkur ár, og svona mætti lengi telja. Og hlaðan var æðisleg, háþrýstiþrifnir veggir, tjald fyrir aftan sviðið, SVIÐ, borð og bekkir smíðuð, allt skreytt með dúkum og blómum úr sveitinni. Oh, algjörlega yndislegt að sjá allt saman. Það þurfti virkilega svona atburð til þess að allt yrði tekið í gegn. En samt er mikið eftir. Nú þurfa ógiftu einstaklingarnir í sveitinni bara að fara taka sig á. Ehemm. En takk Eydís og Siggi og allir hinir fyrir æðislega helgi og fallega Brekku.   Anyway, ég hafði tekið það hlutverk að mér að farða Árelíu, Kristínu og Ólínu fyrir brúðkaupið en það endaði í þeim þrem, ömmu, Eygló, Ástu og að sjálfsögðu mér. Kl  17 var ég enn að mála Kristínu, titrandi af stressi og næringarskorti þar sem ég hafði ekki borðað neitt síðan um morguninn. Við vorum allar æðislegar! Líkt og allar aðrar konur á svæðinu voru.   

 

Jæja, athöfnin var æðisleg, allar kellingarnar grenjandi og kallarnir uppteknir við að taka myndir. Eydís var í GEÐVEIKUM kjól ! Og brúðarmeyjarnar Álfrún Perla og Kristín Sigrún voru í flottum kjólum í stíl við brúðina. Siggi var flottur í  þjóðbúningnum, ákaflega glaður en þreyttur brúðgumi eftir vinnusamar vikur. Sr. Petrína Mjöll vinkona Eydísar gaf þau saman og sjaldan ef ekki aldrei hef ég heyrt eins skemmtilega og fallega ræðu eins og hjá henni.     Eftir athöfnina var haldið heim að Brekku þar sem Grillvagninn var mættur að sunnan með ilmandi lambalæri, kjúklinga, salöt, kartöflugratín, sósur, brauð og fleira sem var ótrúlega gott og allir í brúðkaupinu voru sammála um það. Mæli með honum. Held að verðið sé 1500 kall á manninn. Þeir koma með leirtauið og allt saman, henda svo skítugum diskunum í vagninn og hverfa á braut. Maður þarf ekkert að hugsa. Eftir matinn var kaffi í boði ásamt koníaki og Grand Mariner og að sjálfsögðu grinilegum kökum. Rauðvín, hvítvín flæddi um allt  fyrir veislugesti líka og það meira en dugði.    Jói frændi var veislustjóri og hélt góðum dampi. Fjölmargir góðir ræðumenn tóku til máls, þar á meðal Grétar pabbi Sigga, vinur Sigga og ekki megum við gleyma Systkinum Sigga sem sungu öll með sínu lagi.....besta atriði kvöldsins! Úr okkar familíu voru það, Gummi Emils með æðislega ræðu, Halla Signý sem gaf Sigga bæði fjármark ásamt hana og hænu þar sem hún vissi að hann langar mikið til þess að verða bóndi, Helga Dóra  og Íris systir sem hélt frábæra ræðu, eins og þau öll, og Kolbrún og Berglind tóku lagið með henni. Æðisleg dagskrá! 

Eftir þetta allt saman hélt Hjónabandið stuðinu áfram og spilaði undir villtum dansi. Þeir hörðustu í bransanum, þar á meðal ég, héldu áfram að djamma fram undir morgun.    

 

Heilsan var ekki alveg nógu góð daginn eftir hjá flestum yfir 18 ára, sumir vöknuðu fullir.....hehehehe...ái.   Borðin voru flutt út fyrir framan hlöðuna og hlaðborð af dýrindis kræsingum var í boði á meðan hjónin tóku upp pakkana, sem tók þó nokkurn tíma. Þau fengu ótrúlega margt fallegt, fánastöng, listaverk, glasamottur úr hrauni, allsskonar skálar, biblíu, og síðast en ekki síst(ástæðan fyrir því að maður giftir sig....) Kitchen Aid vél !!!! Þið hefðuð átt að sjá allar kellingarnar þegar sá pakki var tekinn upp. Fram að því höfðu þær setið frekar rólegar og váað og úað við hverja gjöf en þegar þessi leit dagsins ljós heyrðust þvílík andköf, og þær hrúguðust allar að kassanum, þær sem komust ekki að í kring fóru upp á borð til þess að sjá. Hehehehehehehehehehehe. Ótrúlega fyndið !  En já fólkið týndist smámsaman úr sveitinni þar til aðeins nánústu ættingjar voru eftir. ENGINN hafði getu eða vilja til þess að gera neitt og því var legið og sólin sleikt. Ahhhhh..... Við Hlynur fórum heim upp úr sex, ennþá þunn....  Það sem stóð upp úr í örfáum orðum :

Fallegu brúðhjónin

Að hitta allt þetta frábæra fólk

Að hitta Írisi og Elísabetu Öldu

Að hitta Kristján og Helen

 Og alla aðra sem við sjáum svo sjaldan

Ræðurnar“Söngur” systkina Sigga Áss

BörninMaturinn

Allt duglega fólkið sem vann við að gera Brekku fallega   Endilega kíkið á myndirnar frá þessari æðislegu helgi! Þær finnið þið undir Myndaalbúm 3.  Knús og kossarHarpa 

Myndir úr brúðkaupi Eydísar og Sigga Áss

Smelltu hér


Helgin

Jæja, þá er helgin búin. Eins og ég sagði áður þá fórum við á Hótel Ísafjörð á föstudagskvöldið með Elmu og Eyjó og fengum þar góðan mat og afmælisdesert með blysi. Við eyddum svo kvöldinu bara í að spjalla heima eftir að þau höfðu náð í stelpurnar til ömmu sinnar. Yndislegt kvöld.
Áður en við fórum hringi Íris og co(plús einhver vinur strákana sem vildi endilega tala við og ég skildi ekki orð.....) og sungu þau fyrir mig laaaaaaaaaangan en fagran afmælissöng og fékk ég svo að tala við hvern og einn í smástund. Elísabet hlakkar mikið til að koma í brúðkaupið hjá Eydísi og Sigga:) Æ það verður svo gaman að sjá þær mæðgurnar!
Daginn eftir vakna ég við að heyra í Ernu Sóley og Evu Maríu vefja Hlyni um alla sína fingur niðri í stofu. "Hlynur maginn minn er svangur, Hlynur ég er þyrst, Hlynur ég þarf að pissa, Hlynur viltu lesa?!" Og Hlynur hlýddi öllu, enda ekki annað hægt þegar brosa og biðja svona fallega þessar elskur. Það hefur verið yndislegt að hafa þau hjá okkur, væri svo mikið til í að þau byggju hérna fyrir vestan. Stelpurnar er stórkostlegir karakterar! Ég og Elma njótum okkar í allskonar dúlleríi á meðan strákarnir strákast í golfi, tölvum(sko sitja saman með sitthvora tölvuna.....) og drekka bjór.
En góða veðrið hefur ekki látið sjá sig síðan þau komu og allt lítur út fyrir að það komi þegar þau fara. En frekar vil ég hafa þau:( Það bara er ekkert gaman fyrir þau að vera í sumarfríi og þurfa að kúldrast inni eða rúnta um í bíl.
Elma sæta spæta hefur verið algjörlega yndisleg við mig, eins og alltaf. Á miðvikudaginn fórum við tvær á Faktorshúsið og sátum þar einar allt kvöldið og hún lét mig draga Tarot. Oh, yndislegt. Svo hefur hún verið að kenna mér að farða sem er truflað gaman! Fengum Tinnu(takk Tinna:) ég vona að Gylfi hafi þekkt þig þegar þú komst stífmáluð heim.....) til þess að koma á laugardaginn og vera módel fyrir okkur, sat þolinmóð í tæpa þrjá tíma á meðan við nostruðum við hana. Tinna var svo yndisleg að hringja í vinkonu sína, Önnu Birtu, og biðja hana um að vera módel á sunnudeginum en hún varð veik greyið. En við notuðum bara mig og spegil í staðinn og það var bara gaman. Oh hvað ég væri til í að sökkva mér í þetta, geta tekið að mér að farða svona on the side til að byrja með, reyna svo að komast í skólann og læra þetta almennilega. Elma er að fara til London í september og ætlar að kaupa FULLT af MAC dóti fyrir mig þannig að ég hafi grunnvörurnar allavega. Fullt af burstum, augnskuggum, meiki, varalitum, kinnalitum, blýöntum og svo framvegis. Nú vil ég eiginlega að sumarið sé búið og september liðinn......hehehe, nú verð ég lamin:)
Þannig að endilega kíkið í heimsókn og leyfið mér að æfa mig !!!!
Jæja, vinna.....
knús Harpa

Sjáðiði hvað maðurinn minn er sætur í uniformi!!

c_documents_and_settings_hlynur_desktop_puki2.jpg

Oh, hann er svoooooo sætur, kikn kikn kiknUllandi Ekki slæmt að eiga mann í uniformi Koss

 

Takk fyrir afmæliskveðjurnar yndislega fólkBrosandi 

 

Við vorum að koma heim eftir að hafa borðað yndislegan mat á Hótel Ísafirði, með Eyjó og Elmu. Lísbet og co komust ekki þar sem þau fóru akandi til AkureyrarFýldur En við höfðum það rosalega gott.

 

Jæja við ætlum að fara að spila eða eitthvað skemmtilegt, heyrumst á morgun.

 Knús, knús, knús

Harpa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband