Bloggar | 14.7.2006 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kær kveðja
Auðjón"
Tími kominn á frekari aðgerðir sýnist mér!
Harpa, í ham!
Nauðsynlegt að karlar axli aukna ábyrgð á jafnrétti kynjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.7.2006 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Margt hefur náðst en enn er langt í jafnrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.7.2006 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undanfarið hefur dunið á landanum auglýsing ykkar um lambalærissneiðar á grillið. Ég hvet ykkur eindregið til þess að taka hana úr umferð. Ég er þá að tala um auglýsinguna þar sem Ósk Norðfjörð(held ég alveg örugglega) ginnir karlmennina að skjánum með nokkrum glennustellingum í efnislitlum fötum. Þessi auglýsing er ykkur til skammar og hvetur mig EKKI til þess að kaupa vörur frá ykkur. Ég geri það reglulega en mun hætta því svo lengi sem þessi auglýsing heldur áfram.
Ef þið hafið ætlað ykkur virkilega að framleiða þessa auglýsingu með það fyrir augum að nýta ykkur staðlaðar kynímyndir til að selja kjötstykki þá hefur það tekist.
Ég vona innilega að ef þið hefðuð haft í huga 18. gr. laga nr. 96 frá árinu 2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, hefði auglýsingin verið allt öðruvísi.
18. gr. Auglýsingar.
Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.
Ef þið viljið kynna ykkur frekar baráttuna fyrir jöfnum rétti og stöðu kvenna og karla þá getið þið skoðað þetta :
www.oneangrygirl.net
http://www.feministinn.is/
www.vera.is
www.vdagur.is
www.jafnretti.is
www.stigamot.is
www.briet.is
Með von um breytt hugarfar,
Kveðja
Harpa Oddbjörnsdóttir"
Bloggar | 6.7.2006 | 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
veltur þetta skip ekki ???????? Ég skil ekki.....
Norður-Kóreumenn skutu sjöundu tilraunaeldflauginni á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.7.2006 | 10:16 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Monsa þjáist af litlu sjálfsáliti þessa dagana. Þrátt fyrir auglýsinguna sem hún setti hér inn fyrir nokkrum dögum hefur enginn boðið sig fram til að hýsa hana og er hún handviss um að allir hati ketti. Hún hreyfir sig mjög hægt til þess að fara ekki eins mikið úr hárum og er hætt að mjálma svo ekki séu nú lætin í henni. Ef gestir koma þá stendur hún bara eins og stytta og passar sig á gestastælunum, blikkar bara augunum voða sætt. Hún er handviss um að þetta sé út af því að hún er ekki hreinræktaður köttur með 1000 bls ættarbók. "Bara venjulegur heimilisköttur" hreytir hún út úr sér öðru hverju. Ég reyni að sannfæra hana um að ég elski hana miklu meira heldur en einhvern snobbkött. Ég er hrædd um að hún þurfi á intensívri sálfræðihjálp að halda.......
Hún biður ekki að heilsa.
Bloggar | 4.7.2006 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir vinnu í dag fórum við í Bókhlöðuna og keyptum okkur 500 bita púzzluspil. Gat ekki beðið eftir að koma heim og byrja að púzzla! En eins og ég hef kannski skrifað um áður eða þeir vita um mig sem þekkja, að þá á ég það til að finna eitthvað áhugamál, gera ekkert annað í daga-vikur-mánuði og svo búið. Ekki meir. T.d. keypti í ég mér krossgátublað fyrir löngu síðan, gerði nánast því ekkert annað eftir vinnu og fram að sofutíma(tók blaðið með mér upp í rúm). Íbúðin var undirlögð af krossgátublöðum! Nema hvað, ég settist niður í dag þegar við komum heim rétt fyrir 17 og stóð ekki upp fyrr en rúmlega átta, aðeins örfáir bitar eftir. En-to-tre búið. Nú langar mig út í búð að ná mér í annað en það gengur víst ekki þar sem þetta púzzl kostaði 1300 kr. Aðeins dýrari en krossgátublað... En kannski í næstu viku eða næsta mánuði. Hver veit.
Að öðru.... Hafið þið nýju Kjarnafæðisauglýsinguna?? Arg! Hún byrjar á að sýna léttklædda fyrirsætu með pínulítið hundkvikindi í fanginu og ef ég man rétt, með vínglas í hendi. Hún er sýnd í 2-3 glennustellingum fyrir framan grill sem ég man ekki eftir að sé kjöt á. Á meðan talar karlmaður inn á auglýsinguna, og talar um eitthvað girnilegt og gómsætt á grillið, eða eitthvað álíka fáránlegt( í tengslum við myndefnið á ég við). Þá er skipt yfir í mynd af lambalæri og auglýsingin heldur áfram..... Hver í andsk....er tilgangurinn með fyrriparti þessarar auglýsingar ? Jú, þarna er byrjað á því að fanga athygli þeirra sem oftar standa við grillið, karlmannanna. Þegar þeir hafa fengið að horfa á léttklædda fyrirsætu í smástund undir seiðandi orðum, ÞÁ er skipt yfir það sem raunverulega er verið að auglýsa, lambalærissneiðar!!!!!! Mikið djöfulli er ég orðin þreytt á svona auglýsingum! Skamm Kjarnafæði!
Harpa, pirruð
Eddie Izzard: Hitler ended up in a ditch covered in petrol on fire...so, that's fun. And that's funny. Because he was a mass-murdering f**khead!
Bloggar | 3.7.2006 | 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég heiti Monsa og er 8 mánaða kisustelpa. Ég er brjálæðislega kelin og góð en jafnframt er mikill leikur í mér, svona þegar ég er ekki sofandi sem ég geri mikið af. Forráðamenn mínir eru að fá vinafólk sitt í heimsókn eftir tæpar tvær vikur og önnur litla stelpan þeirra er með ofnæmi fyrir kisum eins og mér. Ekki örvænta samt ég hef heyrt að verið sé að vinna að lækningu.
Ég er innikisa og fer því aldrei út, er rosalega hrein og geri mín stykki í kassann minn. Er einhver þarna úti sem getur hýst mig eina viku ? Ég er í algjörum vandræðum.
kær kveðja
Monsa
Bloggar | 1.7.2006 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nákvæmlega 3 árum síðan var ég, Harpa litla á leiðinni á Jónsmessuball í fjárhúsunum í Hrauni á Ingjaldssandi. Það var laugardagur og ágætis veður að mig minnir. Fyrr um daginn hafði ég farið út að labba í góða veðrinu og endaði ég fram í Hrauni í kaffi. Þar var fjör að vanda á sólpallinum og í garðinum. Eftir smástund röltu 2 ungir menn upp á pallinn, annar þeirra var Halli sæti frá Flateyri og hinn var hár, dökkhærður og myndarlegur drengur. "Mmmmm....sætur strákur" hugsa ég. Þessir drengir voru hluti af hljómsveitinni sem átti að spila fyrir dansi um kvöldið.
Snemma um kvöldið var svo bálköstur á túninu þar og fólk byrjað að teyga söngvatn og syngja....of course. Þar sá ég drengnum myndarlega bregða fyrir aftur og fylgdist ég grant með honum út undan mér.
Jæja, svo leið á kvöldið og tími til kominn að bregða sér á ball. Ég var í mínu "fínasta pússi" fyrir fjárhúsin, svörtum íþróttabuxum og ljósbleikum bol með mynd framan á sem mamma hafði átt. Mér fannst ég vera æðisleg:) Ég mætti á dansleikinn og tók nokkur spor með Ágústu(sem hefur mjög líka sögu að segja frá þessu balli.......bara allt annar drengur, með fleiri krullur). Þar sé ég myndarlega drenginn upp á sviði spilandi á bassa. Kikn kikn kikn :) Ég fór þá að spjalla við Unu og Vigdísi sem sátu í góðu tómu á sólpallinum. Eftir smástund segi ég þegar við erum að tala eitthvað um stráka "verst að þessi dökkhærði myndarlegi er að spila......" Og á Vigdísi kemur svipur sem erfitt er að lýsa, soldið svona"ég-trúi-þessu-ekki-hvað-áttu-við-tíkin-þín!!" svipur. Einn af hljómsveitarmeðlimunum var nefnilega þáverandi kærasti hennar. "Hvaða strákur?" spyr hún. "Þessi sem er á bassanum" segji ég.Þá kemur þessi "thank-god!" svipur á hana og hún hlær, verður geðveikt spennt og kemur með langa háværa ræðu um það hvað þessi strákur sé yndislegur og skemmtilegur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo rýkur hún allt í einu í burtu og sést ekki meir fyrr en hún rífur í mig og dregur mig á dansgólfið, upp að sviðinu þar sem við dönsum allt kvöldið. Þá hafði hún farið til hans upp á svið og sagt honum að á ballinu væri stúlka sem litist vel á piltinn. Hann bað hana vinsamlegs um að passa hana fyrir sig þar til eftir ballið.
Þegar ballinu lýkur er ég orðin frekar drukkin, sem er eiginlega skylda á sveitaballi, og stend fyrir utan fjárhúsin á spjalli við einhvern. Allt í einu er rifið í handlegginn á mér og ég er hálfdregin áfram af Hirti frænda(hann hafði sem sagt frétt að mér litist vel á drenginn hávaxna) og ég var gjörsamlega standsett við hlið drengsins og mín hendi sett í hans. Ég gat ekki hætt að flissa og drengurinn flissaði vandræðalega út í loftið og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Með það sama var okkur fylgt upp í eldgamla rútu sem hljómsveitin hafði til umráða. Eftir að við höfðum setið þar í smástund þá biður Hjörtur alla í rútunni vinsamlegast um að finna sér annan svefnstað og hóaði öllu liðinu út á núllkommaeinni. Um nóttina fer fram mikið að keleríi okkar á milli. En nú kemur það fyndna við þessa sögu þar sem það rómantíska er búið :
Við sofnum svefni hinnar réttlátu nokkurra sentimetra hárri koju. Ég hins vegar vakna eftir einhverjar klst og vantar svona ROSALEGA MIKIÐ AÐ PISSA. Ég renni mér hljóðlega fram úr kojunni á nærunum og brjósthaldara(nei, það gerðist ekkert meira en kelerí you dirty bastards!) og reyni af öllum mætti að opna hurðina út. Munið þetta var ELDGÖMUL rúta. ekkert svona ýta á einn takka og"pfiff, tssss" hurð opnast. Nei, það var eins og hurðinni hefði verið læst, utan frá.....
Ég, ALVEG að pissa í mig reyni þá að vekja drenginn með öllum tiltækum ráðum en hann virtist ekki vera meira lifandi en kojan sjálf. Í hryllingi ímyndaði ég mig míga þarna inn í rútunni, á gólfið og drengurinn myndi vakna þegar sólin færi að skína og hitinn, og lyktin..........í rútunni yrði óbærileg. Ekki gat ég látið það gerast þannig að ég opnaði PÍNULÍTINN hliðarglugga, hoppaði í skó drengsins og TRÓÐ mér út um gluggann. Rétt áður en ég var komin út þá hafði ég vit á því að rétta hendina inn og ná taki á teppi. Ég stóð sem sagt úti, bakvið fjárhúsin í Hrauni, við hliðina á eldgamalli rútu, um hánótt, í brjálaðri þoku, á nærbuxum, brjósthaldara, með teppi og í skóm sem voru 6 númerum of stórir. Og svo pissaði ég. Oh hvað það var gott!
En svo tók nú ekki betra við. Þegar ég var búin áttaði ég mig á því að ég gæti ekki opnað hurðina utan frá heldur!!!!!!!!!!!!!!!!
Að lokum neyddist ég til þess að ganga svona "klædd" yfir á Brekku, sem er næsti bær við fyrir þá sem ekki vita, yfir túnin sem voru óslegin með 1 metra hátt virkilega blautt gras. Ég hló alla leiðina. Ein.
Já þar hafið þið það krakkar mínir, svona kynntumst við Hlynur minn. Allt Vigdísi og Hirti að þakka!!
knús Harpa
p.s ÉG ELSKA ÞIG HLYNUR!!!!!!!!!!! Til hamingju með daginn!
Bloggar | 28.6.2006 | 21:25 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar