Færsluflokkur: Bloggar
Frábært myndband sem ég fann á Youtube þar sem handboltadrengirnir okkar sýna okkur hvernig skuli fagna:) Gaman að sjá þá fíflast svona
Bloggar | 28.8.2008 | 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stóra systir mín, Íris Ósk, á ammæli í dag. Til hammó með ammó sætasta!!!!!!!
Í tilefni af afmælinu rændi ég nokkrum myndum frá síðunni hans Gumma lumma:
Hér er fallega fjölskyldan stödd á Kaastrup flugvellinum að kveðja Árelíu og co, Íris voteyg... Sem sagt, Óli hennar ekta maður, Írisin sjálf, Helgi með derhúfuna, Jakob með hárgreiðsluna og Elísabet hin fagra
Kolbrún og Íris haga sér alltaf eins og fífl þegar þær koma saman.....
Við systurnar gerum það reyndar líka, þegar við náum að halda friðinn.... ég, Íris og Árelía
Megamegaómega hallærisleg tískusýning eftir að við höfðum drukkið aðeins of mikið rauðvín. Íris, Magnús og Ágústa
Íris lætur laukskurð ekkert á sig fá og setur bara upp sundgleraugu. Sjáiði hvað hún er flottur kroppur?! fítfíú!
Skírn nöfnu hennar, Írisar Júlíu. Ég, Árelía, Gummi með fallegasta barnið og Íris.
Hér er svo fallegasta nafna hennar eins og hún er orðin stór i dag! Jedúddamía hvað hún er falleg og hvað hún vex alltof hratt!!
Og afmælisbarnið sjálft þegar hún var lítil:)
Og að lokum ein af þeim hjónum, uppáhaldsmyndin mín af þeim:)
Eigðu frábæran dag Íris ! ég hringi í þig í kvöld;)
SVo má auðvitað ekki gleyma hinu afmælisbarninu, hér er hin fagra Vanda Sólrún Ísarsdóttir;) til hamingju með afmælið elsku fallega frænka! knúúúúússss! (stal myndinni af heimasíðu Ísars og co...)
Bloggar | 22.8.2008 | 10:18 (breytt kl. 10:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Horfðu á þetta og hafðu hljóðið á:)
Bloggar | 20.8.2008 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"fimmtudagur, 14 ágúst 2008
Ríkisstjórn Íslands segir NEI við ofbeldi gegn konum. - Nýtt átak á vegum
UNIFEM á Íslandi hafið
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRIFA UNDIR!
Undirskriftaátakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum var opnað á www.unifem.is í dag
Utanríkisráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu áskorunina fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að viðstöddum fjölmiðlum .Átakið er hvatning til ríkisstjórna heims að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Allir Íslendingar eru hvattir til þess að skrifa undir
Ef eitthvað skiptir máli i samfélögum heims þá er það að auka réttindi og
bæta stöðu kvenna, ekki bara fyrir konur heldur samfélagið allt. Við skulum
ekki gleyma því að konur eru ekki bara fórnarlömb heldur einnig gerendur í
eigin lífi. Konur um allan heim taka málin í sínar hendur og þess vegna er
svona átak mikilvægt því að það styður þær í því," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra á fjölmiðlafundi hjá UNIFEM á Íslandi í morgun
um leið og hún hvatti alla ráðherra, þingmenn og almenning til að leggja
átakinu lið.
Átakið
Í nóvember síðastliðnum fóru höfuðstöðvar UNIFEM af stað með átakið Say NO
to Violence against Women í samstarfi við velgjörðarsendiherra sinn Nicole
Kidman. Það átak mun standa yfir í eitt ár. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
opnaði í dag sérstaka íslenska heimasíðu tileinkaða átakinu til þess að
hvetja Íslendinga til þess að ljá málefninu lið og skrifa nafn sitt undir
áskorun til ríkisstjórna heims.
Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein
af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan
hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb
nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. Mansal, kynferðisleg áreitni,
limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og
útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn
konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir
þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé
fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. " sagði Regína Bjarnadóttir
stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti
máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn
kynbundnu ofbeldi.
Markmið átaksins er að fá sem flesta Íslendinga til þess að skrifa undir
áskorunina Segjum NEI við ofbeldi gegn konum á heimasíðu UNIFEM á Íslandi -
www.unifem.is <http://www.unifem.is/> . Átakið mun standa yfir í 12 vikur og
lýkur þann 6. nóvember næstkomandi. Þá munu undirskriftirnar verða sendar
formlega til höfuðstöðva UNIFEM í New York, en heimsátakinu lýkur þann 25.
nóvember á baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Því fleiri undirskriftir - því sterkari málstaður
Þetta átak UNIFEM - Segjum NEI við ofbeldi gegn konum - hvetur fólk til þess
að setja nafn sitt á blað sem yfirlýsingu um stuðning almennings og ákall
til ráðafólks á heimsvísu um að gera það að forgangsverkefni að binda endi á
ofbeldi gegn konum. Því fleiri nöfnum sem við söfnum því sterkari er
málstaðurinn.
Það hefur sýnt sig að sterkur pólitískur vilji til þess að binda endi á
ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum
heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga, eftirfylgni og réttlátara
dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna. Víðtækur stuðningur við
átakið mun skila aukinni vitund um mikilvægi þess að berjast gegn ofbeldi
gegn konum, hvað ríkisstjórnir heims geta gert til þess að leggja sitt af
mörkum og aukinni vitund um að til séu raunverulegar lausnir sem munu skila
sér í minnkandi ofbeldi gegn konum.
Frá norðri til suðurs "
Bloggar | 15.8.2008 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég eyddi kvöldinu í kvöld í dásamlegu veðri, með stórkostlegum konum, æðislegum mat og frábærum pottum(pottakynning) Annska bauð 9 konum heim í heiðardalinn, Arnardal, þar sem hún bauð upp á dýrindis mat, eldaðan snilldarlega í Saladmaster pottum og pönnum. Kona að sunnan var sem sagt að kynna þessa snilld fyrir okkur(trúið mér, þetta er snilld!). Við matarborðið kom upp umræða um hvernig við, þessar lofuðu, höfðum kynnst mönnunum okkar. Ég sagði þeim að sjálfsögðu sögu okkar Hlyns sem er náttúrulega bara fyndin!! Þær vildu endilega sjá söguna á blogginu mínu og birti ég því söguna aftur(setti hana hér fyrir 3 árum) núna í tilefni af 5 ára afmæli okkar Hlynsa litla. Ég verð samt að hvetja Önnsku til að setja sína sögu á bloggið sitt þar sem hennar er brjálæðislega fyndin:)
Anívei, njótið:
Fyrir nákvæmlega 5 árum síðan síðan var ég, Harpa litla á leiðinni á Jónsmessuball í fjárhúsunum í Hrauni á Ingjaldssandi. Það var laugardagur og ágætis veður að mig minnir. Fyrr um daginn hafði ég farið út að labba í góða veðrinu og endaði ég fram í Hrauni í kaffi. Þar var fjör að vanda á sólpallinum og í garðinum. Eftir smástund röltu 2 ungir menn upp á pallinn, annar þeirra var Halli sæti frá Flateyri og hinn var hár, dökkhærður og myndarlegur drengur. "Mmmmm....sætur strákur" hugsa ég. Þessir drengir voru hluti af hljómsveitinni sem átti að spila fyrir dansi um kvöldið.
Snemma um kvöldið var svo bálköstur á túninu þar og fólk byrjað að teyga söngvatn og syngja....of course. Þar sá ég drengnum myndarlega bregða fyrir aftur og fylgdist ég grant með honum út undan mér.
Jæja, svo leið á kvöldið og tími til kominn að bregða sér á ball. Ég var í mínu "fínasta pússi" fyrir fjárhúsin, svörtum íþróttabuxum og ljósbleikum bol með mynd framan á sem mamma hafði átt. Mér fannst ég vera æðisleg:) Ég mætti á dansleikinn og tók nokkur spor með Ágústu(sem hefur mjög líka sögu að segja frá þessu balli.......bara allt annar drengur, með fleiri krullur). Þar sé ég myndarlega drenginn upp á sviði spilandi á bassa. Kikn kikn kikn :) Ég fór þá að spjalla við Unu og Vigdísi sem sátu í góðu tómu á sólpallinum. Eftir smástund segi ég þegar við erum að tala eitthvað um stráka "verst að þessi dökkhærði myndarlegi er að spila......" Og á Vigdísi kemur svipur sem erfitt er að lýsa, soldið svona"ég-trúi-þessu-ekki-hvað-áttu-við-tíkin-þín!!" svipur. Einn af hljómsveitarmeðlimunum var nefnilega þáverandi kærasti hennar. "Hvaða strákur?" spyr hún. "Þessi sem er á bassanum" segji ég.Þá kemur þessi "thank-god!" svipur á hana og hún hlær, verður geðveikt spennt og kemur með langa háværa ræðu um það hvað þessi strákur sé yndislegur og skemmtilegur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo rýkur hún allt í einu í burtu og sést ekki meir fyrr en hún rífur í mig og dregur mig á dansgólfið, upp að sviðinu þar sem við dönsum allt kvöldið. Þá hafði hún farið til hans upp á svið og sagt honum að á ballinu væri stúlka sem litist vel á piltinn. Hann bað hana vinsamlegs um að passa hana fyrir sig þar til eftir ballið.
Þegar ballinu lýkur er ég orðin frekar drukkin, sem er eiginlega skylda á sveitaballi, og stend fyrir utan fjárhúsin á spjalli við einhvern. Allt í einu er rifið í handlegginn á mér og ég er hálfdregin áfram af Hirti frænda(hann hafði sem sagt frétt að mér litist vel á drenginn hávaxna) og ég var gjörsamlega standsett við hlið drengsins og mín hendi sett í hans. Ég gat ekki hætt að flissa og drengurinn flissaði vandræðalega út í loftið og vissi ekkert hvað hann átti að gera. Með það sama var okkur fylgt upp í eldgamla rútu sem hljómsveitin hafði til umráða. Eftir að við höfðum setið þar í smástund þá biður Hjörtur alla í rútunni vinsamlegast um að finna sér annan svefnstað og hóaði öllu liðinu út á núllkommaeinni. Um nóttina fer fram mikið að keleríi okkar á milli. En nú kemur það fyndna við þessa sögu þar sem það rómantíska er búið :
Við sofnum svefni hinnar réttlátu nokkurra sentimetra hárri koju. Ég hins vegar vakna eftir einhverjar klst og vantar svona ROSALEGA MIKIÐ AÐ PISSA. Ég renni mér hljóðlega fram úr kojunni á nærunum og brjósthaldara(nei, það gerðist ekkert meira en kelerí you dirty bastards!) og reyni af öllum mætti að opna hurðina út. Munið þetta var ELDGÖMUL rúta. ekkert svona ýta á einn takka og"pfiff, tssss" hurð opnast. Nei, það var eins og hurðinni hefði verið læst, utan frá.....
Ég, ALVEG að pissa í mig reyni þá að vekja drenginn með öllum tiltækum ráðum en hann virtist ekki vera meira lifandi en kojan sjálf. Í hryllingi ímyndaði ég mig míga þarna inn í rútunni, á gólfið og drengurinn myndi vakna þegar sólin færi að skína og hitinn, og lyktin..........í rútunni yrði óbærileg. Ekki gat ég látið það gerast þannig að ég opnaði PÍNULÍTINN hliðarglugga, hoppaði í skó drengsins og TRÓÐ mér út um gluggann. Rétt áður en ég var komin út þá hafði ég vit á því að rétta hendina inn og ná taki á teppi. Ég stóð sem sagt úti, bakvið fjárhúsin í Hrauni, við hliðina á eldgamalli rútu, um hánótt, í brjálaðri þoku, á nærbuxum, brjósthaldara, með teppi og í skóm sem voru 6 númerum of stórir. Og svo pissaði ég. Oh hvað það var gott!
En svo tók nú ekki betra við. Þegar ég var búin áttaði ég mig á því að ég gæti ekki opnað hurðina utan frá heldur!!!!!!!!!!!!!!!!
Að lokum neyddist ég til þess að ganga svona "klædd" yfir á Brekku, sem er næsti bær við fyrir þá sem ekki vita, yfir túnin sem voru óslegin með 1 metra hátt virkilega blautt gras. Ég hló alla leiðina. Ein.
Já þar hafið þið það krakkar mínir, svona kynntumst við Hlynur minn. Allt Vigdísi og Hirti að þakka!!
knús Harpa
p.s ÉG ELSKA ÞIG HLYNUR!!!!!!!!!!! Til hamingju með daginn á laugardaginn!
Bloggar | 25.6.2008 | 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Tvisvar sl. viku hef ég grátið yfir lestri/áhorfi á misnotkun á dýrum. Í fyrra skiptið var ég að lesa bók þar sem einn kaflinn snerist um hvernig USAmenn ala og drepa dýr til manneldis. Svín, hænur, naut og fleiri dýr sem við mannfólkið leggjum okkur nær daglega til munns. Ómannúðleg meðferð sem á að vera "mannúðleg" er svo hræðileg að mig hryllir við núna þegar ég geng fram hjá kjötborðum og áleggsdeildum búðanna hér í kring.
Í kvöld horfði ég svo á þetta myndband :
Ég sat með tölvuna í fanginu og hágrét, neyddi mig til að horfa á hálfan þáttinn en gat svo ekki meir. Ég er við það að missa trúna á mannkynið. Ef ég tryði á guð væri ég svo sannarlega hætt að trúa á hann.
Langar ekki til þess að skrifa meira.
Bloggar | 24.6.2008 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég á ekki til eitt einasta orð!!
"Það er ekki víst að tékkneska ofurfyrirsætan Karolina Kurkova hlaupi til næst þegar henni verður boðið til Brasilíu. Kurkova kom fram á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum og olli áhorfendum gríðarlegum vonbrigðum ef marka má brasilísku blöðin.
Eitt blaðanna segir fólk hafa fengið áfall" þegar það sá alla gallana á líkamslagi fyrirsætunnar, appelsínuhúð og aukakíló. Annað húðskammar hana fyrir bakfitu og skvap. Engin furða svosem að stúlkan sé farin að slappast enda orðin 24 ára. Nánast á grafarbakkanum á mælikvarða"*
*tekið af www.visir.is
Bloggar | 24.6.2008 | 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir sem mig þekkja vita að ég ELSKA kisur. Drottningin á heimilinu, Monsa, á stóran stað í mínu hjarta.
Reglulega skoða ég heimasíðu Kattholts þar sem kisur eiga griðastað þegar enginn annar vill sjá þær. Þeir sem lesa bloggið mitt reglulega vita líka að ég hef ekki góða reynslu af forstöðukonunni þar sem veitti mér og Hlyni frekar óblíðar og ókurteisar móttökur þegar við ætluðum að kíkja þangað einu sinni.
Þessi fallega læða fannst í kassa ásamt annarri læðu og voru þær skiljanlega mjög hræddar greyin. Hver gerir svona!!!!!
En hvað um það. Ég get fyrirgefið henni auðveldlega, sérstaklega þar sem Kattholt tekur á móti kisum og kettlingum sem fólk hefur skilið eftir á víðavangi, í poka, kassa eða búri. Borið út móður með nýkomna kettlinga af því að dýrin eru ekki velkomin á heimilið.
Þegar ég skoða heimasíðunna hjá Kattholti langar mig alltaf til að gráta, bruna suður og taka öll þessi fallegu, blíðu, hræddu dýr heim til mín. Og hjarta mínu blæðir þegar ég sé að enginn vill taka þau að sér. Nema Kattholt.
Ef þið kæru lesendur hafið tækifæri á því að styrkja Kattholt með smáum eða stórum framlögum getið þið lagt inn á reikning 113-26-000767, kt. 550378-0199. Einnig er hægt að gerast félagi í Kattavinafélagi Íslands með því að skrá sig hér. Ársgjaldið er einungis 2500 kr.
Ef þið sjáið ykkur fært um að taka að ykkur eina fallega kisu eða svo get ég lofað ykkur að þið eigið eftir að elska hana. Ekkert dýr á það skilið að vera borið út ásamt afkvæmum sínum.
Og þið þarna úti sem eigið kisur, látið gelda þau ef þið viljið ekki bera ábyrgð á því sem fylgir því að gera það ekki.
Bloggar | 7.6.2008 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vá hvað það var gaman í dag maður!!! Shiiiiiiit!!!!!!
Planið var svona:
Fara í Bónus fyrir Ágústu
Mæta í kirkju kl 13 þar sem Dúddi Hafberg(Ágústu og Sævars)fengi nafn.
Hanga nið´r á höfn til kl 16:30 þar sem veislan átti ekki að byrja fyrr en þá.
Dagurinn fór svona!!!!!:
Árelía fékk far með mér og spændum við inn í Bónus þar sem klukkan var orðin alltof margt. Árelía hljóp um búðina og henti í körfuna, borgaði og setti í poka á nýju Íslandsmeti. Sirka 3 mín.
Brunuðum yfir á Flateyri og mættum sem betur fer í tæka tíð áður en tengdapabbi hringdi kirkjuklukkunum.
Veðmál fór í gang á heilögum kirkjubekkjunum á milli okkar frænknanna, hvort Dúddi yrði Sigurður eða ekki þar sem báðir afarnir heita Sigurður. Jón Þór(hennar Kolbrúnar frænku) var ekki par hrifinn af okkur, við værum í Guðs húsi. Heheheheh, hann er svo mikið krútt! Ég sem sagtlagði mína aura á Sigurður, tapaði..... Nafnið sem Dúddi fékk er sem sagt Matthías Máni. Matthías út í loftið og hann deilir Mána nafninum með Róberti Mána sem er sonur Írisar, systur Sævars. Flott nafn!!
Eftir athöfnina lá leiðin nið´r á höfn þar sem við ætluðum bara að horfa á herlegheitin.......RÆÆÆÆT!
Brekkustrákarnir(fyrir þá sem ekki vita þá er ég ættuð frá Brekku, Ingjaldsandi) kepptu í róðrakeppninni með Árelíu litlu systur mína sem stýrimann(já hún er hávær og orkumikil manneskja) Þeir töpuðu reyndar en náðu tímanum 1.36. MUNIÐ ÞESSA TÖLU Á MEÐAN ÞIÐ LESIÐ!
Þegar kom að því að hleypa konunum í bátana tilkynnti Siggi Habb(pabbi Sævars) að aðeins 1 konulið hefði skráð sig og auglýsti því eftir konum til að mynda nýtt lið.......Þá kom keppnisandinn fram í okkur Brekkukonum og við hóuðum saman í lið á 0,1.
Ég, Ágústa(með mjólk í brjóstum), Kolbrún(með mjólk í brjóstum), Rúna mamma Kolbrúnar, Guðný mamma Ágústu, Villa frænka tókum okkur árar í hönd og Árelía stóð í stafni og öskraði á okkur eins og henni einni er lagið. Við hrópuðum í takt" RÓ-RÓ-RÓ-KOMA SVO!-VIÐ TÖKUM ÞÆR!! og svo framvegis(vá ég er orðin æst af því að skrifa þetta!!!). Rúna rann og datt niður í bátinn en náði að halda í árina og koma sér aftur í takt. Villa datt held ég líka en náði sér á strik. Við, hinar ákveðnu, sterku, háværu, stoltu Brekkukonum unnum með glæsibrag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Muniðið ennþá tíma karlanna? Jæja þeir voru með 1.36 slétt Við fenguð að vita okkar tíma: 1.36.39(sekúndubrot) Þeir voru 39 sekúndubrotunum fljótari! Ekki þykir mér það mikill munur þar sem maður er alinn upp við að karlarnir séu nú sterkara kynið......hmmmmm ;)
En dagurinn er ekki búinn.....
Við fengum að vita það eftir þennan stórkostlega sigur að okkur bæri skylda að taka þátt í reipitogskeppninni líka. Ekki málið! Við mössuðum þá keppni líka;) Strákarnir okkar töpuðu......
Þá tók við keppni í áti í veislunni miklu...nei djók, við náðum að hemja keppnisskapið þegar heim var komið en að sjálfsögðu fórum við vel yfir sigurgöngu okkar kvennanna oft, oft, oft, sérstaklega fyrir karlmennina.
Í verðlaun fyrir sigurinn fengum við glæsilegann farandbikar sem mun eiga heima á Brekku í sumar;)
GIRLPOWER RULES!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ps. Matthías Máni og Matthildur María(Kolbrúnar og Jónsdóttir) fengu sitthvoran M&M pokann að gjöf frá okkur Árelíu, M&M og M&M....gerrit?
Bloggar | 1.6.2008 | 22:06 (breytt kl. 22:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég fékk yndisleg börn í heimsókn til mín á föstudaginn. Lísbet vinkona var með matarboð fyrir vinnufélaga og ég fékk englana á meðan.
Eftir vinnu sótti ég þessi fallegu börn sem voru það æst í að koma til mín að þau gleymdu nánast því að kveðja mömmu sína. Við fórum í Hamraborg og leigðum þar Enchanted og Ísöldina 2. Fórum svo í Samkaup og keyptum pylsur og grjón. Lísbet sagði mér að uppáhalds matur Harðar væri pylsur og Sara Emily elskar bleikan grjónagraut. Að sjálfsögðu gerði ég bæði til að spilla þeim! Lísbet lánaði mér bleikan matarlit fyrir grjónagrautinn svo allt yrði fullkomið. Hörður og Sara völdu sér líka ávexti í eftirrétt, Hörður valdi appelsínu og peru og Sara mandarínu. Þegar við komum að kassanum sá ég að Hörður hafði étið peruna til hálfs sem mér þótti ákaflega sniðugt því ég borgaði að sjálfsögðu minna fyrir hana þar sem hún dulítið léttari;) Sara hafði einnig tekið smá utan af mandarínunni sinni....
Þegar heim var komið eldaði ég á meðan þau horfðu á Enchanted, Herði þótti hún reyndar einum of prinsessuleg því hann sagði svona 1000 sinnum "núna mína" á meðan á myndinni stóð. Þessi stórkostlegu börn þykir mér ofurvænt um, svo falleg, einlæg og óendanlega skemmtileg. Enda er mamma þeirra ekki mjög leiðinleg eða ljót!
Bloggar | 31.5.2008 | 23:55 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar