Færsluflokkur: Bloggar

Hann er BARA snilld!!!


Er að læra

Sit á Kaffitár í Borgartúninu og er að læra fyrir próf......sjá myndDSC00005

Dagvaktin - nauðgun er ekki fyndin!!!

Ég hef ekki aðgang að Stöð 2 og hef því ekki séð Næturvaktina alla en hef þó séð nokkra þætti sem mér hafa þótt drepfyndnir. Því hlakkaði mig til að sjá Dagvaktina þegar hún byrjaði.

Ekki enn komin með stöð 2 en einhverra hluta vegna var einn þáttur óruglaður. Þótti mér gaman framan af þættinum en þegar líða tók á síðari hlutann, n.t.t. endinn var þar atriði þar sem kona naugðar karlmanni og það sett í húmorslegar aðstæður.  Bíddu, er verið að gera grín að naugðun ?? Er verið að gera grín að því að kona getur nauðgað karlmanni? JÁ!!!!

Hvaða ástæður sem liggja að baki ákvörðun þeirra sem skrifa og framleiða þessa þætti skiptir ekki máli að mínu mati. Ef þetta hefði verið karlmaður í hlutverki konunnar þá hefði þetta atriði ekki fengið birtingu.  Afhverju þurfa þeir karlmenn enn þann dag í dag, sem hafa lent í kynferðislegri misnotkun eða nauðgun, að sitja undir öðru eins?? Að því að það þykir ennþá vera fyndið??

Ég fordæmi svona skrif og leikstjórn! Þið sem skrifið og leikstýrið þessu ættuð að setja ykkur í samband við karlahóp Stígamóta, athuga hvort þeim finnist þetta fyndið!


Ódýrara nauðga en að flytja inn eiturlyf.

Það er greinilega ódýrara að flytja inn kíló af fíkniefnum en að nauðga konu, og þá meina ég í tíma talið ekki krónum. Angry  Þessi fékk 18 mánuði á meðan nauðgarinn fékk 15 mánuði. Er einhver sem telur þetta bara eðlilegt og rétt?
mbl.is Í fangelsi fyrir kókaíninnflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teggára teggára ammli ammli!!!

Þessi undurfagra dama á afmæli í dag, orðin tveggja ára stelpan!! Það held ég nú. Hún er ein sú dásamlegasta stelpa sem til er í heiminum og er mér illt í hjartanu stundum ég sakna hennar svo mikið! Íris Júlía til hamingju með teggára ammlið(skv. föður hennar hljóp hún um í dag og fór með þessi orð aftur og aftur:)  ! Ég er alveg að koma suður að knúsa þigHeart ég eeeeeeelllllsska þig krúttinsprúttaKissing

Hér er hún stolt með pabba sínum, fékk lánaða derhúfuna hans, bara sæt!  

Lögregludama

hehehe, fyndin mynd af henni þar sem hún virðist hafa dottið af himnum ofan og fest sig í snjóskafli:)

föst

Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds, þegar Írisi finnst að fólk eigi að kyssast og faðmast tosar hún fólk bara saman og knúsar! Hér er hún með langömmu og langafa í föðurætt.

yndi

Hér eru foreldrar hennar á sérstaklega töff augnabliki, Árelía systir og Gummi hennar.

Gummi og Árelía

Og að lokum ein mynd að mér, ég bara varð að sýna ykkur hana! Hvaða svipur er þetta ofan á brauð!!

hvaða


Langar ykkur ekki í gamla prins pólóið núna??

Namm.... muniði eftir því? ohhh það var svo miklu betra en það sem er selt í dag! Langar ykkur ekki í gamla þurra prins pólóið núna þegar þið sjáið myndina??

Hlyni leist ekkert á nýja útlitið á síðunni minni og því neyddist ég til að breyta því aftur í það gamla nema ég skipti um hausmynd:)

Bon apetit! (er það ekki rétt skrifað svona.....)


Síðustu 2 vikur á Vísi, Mbl og Dv.is, ótrúleg vanvirðing við konur!!!!

Ég skannaði fréttir af fræga fólkinu síðustu tvær vikur á þessum miðlum í dag.  Eftirtaldar fréttir fjölluðu um útlit kvenna, 90%  þeirra ullu hreinlega fjölmiðlafári með því að láta sjá sig á almannafæri  svona eða hinsegin útlítandi.....

Andartak meðan ég gubba.......

Ómáluð Celine Dion veldur uppnámi - myndir þetta er náttúrulega bara óviðeigandi kona!

Gwyneth Palthrow óförðuð - myndir jeminneini!

Nös Kate Moss vekur athygli - myndir

Janet Jackson í níðþröngum spandexgalla - myndir

Brjóstaskora Idol-stjörnu vekur athygli 

Ögrandi Jóhanna á Broadway

Jessica beraði bossann

Pamela strippar (myndband)

Er Jessica ólétt? Myndir

Brjáluð Lindsay Lohan ræðst á ljósmyndara - myndir 

Jennifer Garner stækkar og stækkar - myndir

Nýklippt Kate Moss fýlupúki - myndir að við konur skulum skipta skapi er fréttnæmt...

Berrössuð Jessica Simpson veldur usla - myndir

Amy Winehouse í hræðilegu ástandi - myndir

Óförðuð Eva Longoria veldur fjölmiðlafári - myndir  halló, fjölmiðlafár af því konan fór út óförðuð!!

Justin Timberlake vill þær náttúrulegar - myndir

Keira Knightley stælar Twiggy - myndir

Sienna Miller hylur andlitið hágrátandi - myndir

Illa útlítandi Carrie Bradshaw hneykslar  já, hneyksanlegt að hún skildi voga sér að láta sjá sig svona...

Fráskilin Natalie Imbruglia skiptir um háralit - myndir

Nicole Kidman í gott form á mettíma - myndir

Christina Ricci húðflúruð á hægra brjósti - myndir  jiiiiiii.....

Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi

Gwen Stefani nýbökuð mamma í fínu formi - myndir

Vandræðaleg aðþrengd Eva Longoria - myndir

Amy Winehouse fer fram á 48 viskíflöskur

Liv Tyler óánægð með sig - myndir

Upphandleggir Madonnu vekja athygli - myndir 

Gagnrýnd fyrir að vera grindhoruð - myndir ef ekki of grannar þá eru þær of feitar

Brigitte Nielsen sjálfsörugg í kjölfar lýtaaðgerða - myndir

Krumpuð kné Elle McPherson vekja athygli - myndir almáttugur minn....

Elizabeth Hurley haugadrukkin - myndir

Jennifer Aniston rokkar rennblaut - myndir

Sextuga Grace Jones haugadrukkin á sviði - myndir

Fimmtuga Stone vill þá unga - myndir 

Skítug eyru Victoriu Beckham vekja athygli - myndir nei hættu nú alveg!

Gisele sýnir kroppinn (myndir)

Aguilera djörf í klæðnaði - myndir 

Joan er eins og Jókerinn

Mössuð eins og Sly

Keira Knightley flatbrjósta -Myndir og hvað með það!!!!

Heroes hetja lagar brjóstinJessica með brjóstastatíf 

Kate Moss flýr með flær

Britney nálgast sitt besta form 

Madonna á náttslopp á flugvellinum

Brooke Hogan sýnir sílikonfylltan barminn  


Notarleg reynslulausn?

Ég sendi eftirfarandi grein á http://www.bb.is/, http://www.skutul.is/ og http://www.visir.is/ :

 

Ákvörðun Fangelsismálastofnunar um að heimila Ágústi Magnússyni, dæmdum rað-barnaníðingi, að halda utan til náms í biblíuskóla sænska sértrúarsafnaðirns Livets Ord hefur skapað mikla umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. Andri Ólafsson , blaðamaður hjá Vísi skrifaði fyrstur um málið og vakti þar með athygli almennings og létu margir í sér heyra í kjölfarið.

Bloggarar, þar á meðal ég, fóru mikinn og fordæmdu margir þessa ákvörðun. Ég ákvað strax að leita svara um það hvernig þetta kom til, í stað þess að sitja með hendur í skauti. Hafði ég áhyggjur af skólafélögum Ágústs sem og börnum sem sækja skóla hjá sama söfnuði. Ég reyndi strax að ná sambandi við einhvern í skólanum sem Ágúst sækir, en aldrei svaraði síminn. Ég náði hins vegar sambandi við stofnunina sjálfa og talaði þar við konu sem kom algjörlega af fjöllum. Virtist hún ekki hafa hugmynd um að þessi maður væri í skólanum. Ég gaf henni upplýsingar um hvað hann hefði verið dæmdur fyrir, að hann hefði brotið af sér í afplánun og að hann væri einn alræmdasti barnaníðingur Íslands. Hún sagðist ætla að biðja einhvern frá skólanum að hringja í mig. Það hefur ekki verið gert. Einnig hef ég reynt að hringja út aftur en enginn hefur svarað.

Þá setti ég mig í samband við blaðamanninn sem skrifaði fréttina, Andra, og spurði hann hvaðan hann hefði upplýsingar um að Ágúst byggi hjá fjölskyldu sem ætti tvö börn. Sagðist hann hafa það eftir skólastjóranum sjálfum. Seinna kom það í ljós að fjölskyldan ætti bara tæplega tvítugan son. Andri sagði jafnframt að margt sem hann hefði sagt skólastjóranum um Ágúst hefði komið honum á óvart og í ljósi upplýsinganna sagðist skólastjórinn líklega myndu tala við fjölskylduna. Skólastjórinn virtist hafa vitað af fortíð hans en það virtust vera takmarkaðar upplýsingar. Talaði blaðamaðurinn um að skólastjórinn virtist ekki hafa vitað að Ágúst hefði brotið af sér í afplánun, hve marga drengi hann hefði misnotað og svo framvegis.

Eftir þetta samtal hafði ég samband við Írisi Eik, félagsráðgjafa Ágústs hjá Fangelsismálastofnun. Ég spurði hana meðal annars hvort fordæmi væru fyrir að menn á reynslulausn fengju að fara utan? „Jájájá," svaraði Íris.

Þá spurði ég hvernig eftirliti með Ágústi væri háttað, sérstaklega þar sem ég las á heimasíðu Fangelsismálastofnunar að þeim bæri lagaleg skylda til að hafa eftirlit með mönnum á reynslulausn. Sagði hún mér þá að yfirvöld í viðkomandi löndum vissu af veru þessarra manna og mikið eftirlit væri haft með þeim, sérstaklega kynferðisafbrotamönnum. Þegar ég spurði hana hvort eitthvað væri til í því að Ágúst byggi hjá fjölskyldu með tvö börn sagðist hún ekki geta svarað neinu um einstaka skjólstæðinga en bætti því við að ég ætti ekki að trúa öllu sem kæmi fram í þessari frétt. Ég spurði hana þá hvort við gætum treyst því að eftirlit væri haft með honum og ef hann væri á leið inn á heimili þessarar fjölskyldu, myndi hún vita af því. Já sagði hún, og bætti við að með honum væri meira eftirlit en mig grunaði.

Eigum við, almenningur sem hefur áhyggjur af börnunum okkar og börnum annarra, að láta þessi svör nægja? Við höfum lesið í  fréttum að skólastjóri barnaskóla Livets Ord hafi ekki haft hugmynd um veru Ágústs á svæðinu og væri verulega áhyggjufullur.  Einnig setti blaðamaður sig í samband við yfirvöld í Uppsölum sem virtust ekki hafa hugmynd um málið. Skólafélagar Ágústs vissu ekki af fortíð hans, né nokkur annar. Nema skólastjórinn og Fangelsismálastofnun.

Nú veit ég hreinlega ekki hverjum maður á að trúa. Blaðamanninum sem hafði þetta eftir skólastjóranum eða félagsráðgjafanum sem segir að þau hafi meira eftirlit með Ágústi en okkur grunar.

Meginástæða þess að ég skrifa hér er sú að ég var að lesa grein Erlu Kristínar Árnadóttur, lögfræðings Fangelsismálastofnunar, og fékk ég það á tilfinninguna að hún skildi ekki alveg þær umræður sem hún telur byggðar að stórum hluta á „rangfærslum og misskilningi." Hún talar um að umræðan verði að vera fagleg og að staðreyndir málsins verði að koma fram. Jafnframt tekur hún fram að Fangelsismálastofnun geti ekki tjáð sig um einstaka fanga. Fer hún mikinn i því að fjalla um gagnsemi reynslulausnar.

Við sem gagnrýnum þessa ákvörðun FMS erum ekki að setja út á það að fangar fái reynslulausn. Alls ekki. Það sem við erum að gagnrýna er að maður sem hefur verið dæmdur hefur verið fyrir að misnota sex unga drengi kynferðislega, hefur viðurkennt að hafa misnotað a.m.k. átta til viðbótar, hefur brotið af sér í afplánun, brotið af sér í gegnum árin í sínu kirkjulega starfi og er þar að auki talinn vera einn alræmdasti barnaníðingur á Íslandi, fái yfirleitt reynslulausn og leyfi til þess að halda utan.

Erla segir í grein sinni „Fangelsismálastofnun getur veitt fanga reynslulausn þegar hann hefur afplánað helming refsitímans eða 2/3 hluta hans. Við mat á því er m.a. litið til alvarleika brotsins, sakarferils og hegðunar í afplánun"

Braut Ágúst ekki af sér á meðan afplánun stóð?

Við fordæmum það einnig að Fangelsismálastofnun heimili að Ágúst fari af landi brott í notalegan biblíuskóla, í stað þess að halda honum hér heima þar sem mun betra eftirlit væri haft með honum. Ég tala nú ekki um þá staðreynd að hér á landi þekkja flestir útlit hans og gjörðir og geta því frekar varið börnin sín. Í Svíðþjóð er ekki hið sama uppi á teningnum.

Erla segir: „Einnig er hægt að binda reynslulausnir þeim skilyrðum að menn sæti umsjón og eftirliti Fangelsismálastofnunar..."

Hversu gott er eftirlit Fangelsismálastofnunar þegar maðurinn er nú staddur erlendis?

Sorglegast þykir mér að vita að þegar mál Ágústs var fyrir dómstólum lögðu sérfræðingar sem höfðu haft hann til meðferðar fram þá kröfu að hann yrði vistaður á öryggisstofnun að afplánun lokinni. Töldu þessir sérfræðingar að hann væri haldin ólæknandi barnagirnd og því þyrfti að vera STÖÐUGT eftirlit með honum. Því miður var kröfunni hafnað. Einu sinni áður hefur verið þessa verið krafist; þegar mál Steingríms Njálssonar var tekið fyrir. Þá var kröfunni einnig hafnað.

Hvernig væri að yfirvöld færu að nýta þessa heimild í lögunum? Að við sem fullorðnir einstaklingar sættum okkur ekki við að kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað? Að Fangelsismálastofnun myndi standa sína plikt og hefði ítarlegt eftirlit með Ágústi Magnússyni, hér á landi?

Ætlar Fangelsismálastofnun virkilega að bíða með að birgja brunninn þangað til börnunum hefur verið hrint í hann?

 

Höfundur er starfskona Sólstafa Vestfjarða, samtaka sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.


www.bb.is hræddir við að fjalla um sr. Gunnar Björnsson??

Þetta er færsla sem ég birti í maí síðastliðnum þegar ásakanir á sr. Gunnari komu fyrst fram. Mér þykir rétt að birta hana aftur.  Ég skrifaði reyndar þá um vestfirska fjölmiðla almennt þar sem engin af þeim fjallaði um þetta mál en nú hefur www.skutull.is fjallað um málið. Ritstjórn BB telur ekki rétt að fjalla um málið nema hann hafi verið sakfelldur/ákærður fyrir eitthvað sem hann gerði hér..... Maðurinn bjó hér á Vestfjörðum í tæp 30 ár eða frá 1972-2000 sirka. Hvar sem ég kem hér fyrir vestan heyri ég frá fólki "tími til komin" eða " mikið var" eða "loksins" Hvað segir það ykkur?

Sera_Gunnar_Bjornsson

 

Undarlegt þykir mér að heyra ekki eða lesa bofs á bb.isum ákærurnar gegn sr. Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Bolungarvík og Holti Önundarfirði. Hverjum er verið að hlífa eiginlega ?

Ímyndum okkur að  lagðar hefðu verið fram kærur á hendur honum vegna líkamsárása, efnahagsbrota, fíkniefnabrota, meiðyrða eða eitthvað álíka, hefðu vestfirskir miðlar tekið þá við sér?

Hann var mjög áberandi hér fyrir vestan á sínum tíma og fjarðafokið sem í kringum hann varð áður en hann fór á Selfoss gleymist ekki svo glatt. Hann gengdi líka fjölmörgum ábyrgðarstörfum í þau ár sem hann var hér og bar mikið á honum í tónlistarlífinu. Hér kemur smá upptalning á störfum hans á Vestfjörðum:

  • Settur sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 3. okt. 1972 frá 1. s.m., vígður 15. s.m. og skipaður 8. nóv. 1973 frá l. s.m. Veitt lausn frá embætti frá 1. des. 1982.
  • Kallaður til embættis sóknarprests í Holti i Önundarfirði frá 1. sept. 1989, skipaður sóknarprestur þar frá 1. okt. 1990 til 31. mars 2000
  • Stundakennari við Grunnskóla Bolungarvíkur og Tónlistarskóla Bolungarvíkur 1972-82.
  • Kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar 1973-82 og Tónlistarskóla Flateyrar 1991-94.
  • Í Kammersveit Vestfjarða frá stofnun 1974.
  • Söngstjóri Karlakórsins Ægis í Bolungarvík 1979-82 og Karlakórs Vestur-Ísfirðinga 1990.
  • Organisti og söngstjóri Flateyrarkirkju 1991-99.
  • Ritari í stjórn Prestafélags Vestfjarða 1973-78.
  • Formaður skólanefndar Bolungarvíkurkaupstaðar frá 1973 I mörg ár og sat í Fræðsluráði Vestfjarða 1974-82, þar af formaður 1980-82.
  • Varafulltrúi í bæjarstjórn Bolungarvíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-78.
  • Formaður Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum 1976-80. 
  • Formaður Lionsklúbbs Önundarfjarðar 1996-97. 
  • Svæðisstjóri Lionshreyfingarinnar á Vestfjörðum 1999-2000.  *

Mér þykir fréttnæmt með eindæmum að þessi maður sæti þessum ákærum, hvort sem hann er sekur eða saklaus. Við hvað er ritstjórn www.bb.is hrædd!!  Ég spyr aftur, hverjum er verið að hlífa? 

 

*heimildir um starfsferil sr. Gunnar voru fengnar af vef Selfosskirkju


Sólstafir Vestfjarða= DAAA BOOOOOMMMMMM!

Starfskonur Sólstafa Vestfjarða sjá fram á annasaman vetur. Fyrir utan að
vera með einkaviðtöl og opin kvöld erum við að fara af stað með stóra
verkefnið okkar. Munum við á komandi mánuðum fara um alla Vestfirði til
þess að halda námskeiðið Verndarar barna. Námskeiðið er komið frá
grasrótarsamtökunum Darkness to Light í Charleston, Californiu. Blátt
áfram samtökin á Íslandi hafa startað glæsilegu 5 ára forvarnarátaki og
verður námskeiðið Verndarar barna þar fararbroddi. Systurnar Sigríður og
Svava Björnsdætur ætla sér að fræða 5% allra fullorðinna á Íslandi um
hvernig eigi að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi
á börnum.

Nú þegar hafa 3 starfskonur Sólstafa setið leiðbeinandanámskeið hjá þeim
og ætlum við okkur svo sannarlega að láta til okkar taka hér á
Vestfjörðum. Verðskrá Blátt áfram fyrir pr. einstakling á námskeiðið er
kr. 9.000,-. Gerum við okkur grein fyrir að það geti verið stór biti fyrir
sveitarfélögin að greiða fyrir alla sína starfsmenn sem vinna með börnum.
Því höfum við tekið á það ráð að bjóða þeim að greiða lágmark kr. 3.000,-
pr. starfsmann og munum við koma til móts við það með okkar eigin fé sem
við höfum safnað. Í ágústmánuði s.s. sendum við út óskir til allra
sveitarfélaga á Vestfjörðum um samtarf við að senda alla starfsmenn þeirra
sem vinna með börnum á námskeiðið. Af þeim fimm sem hafa svarað hafa allir
svarað jákvætt. Þau sveitarfélög eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur,
Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Bolungarvík. Hin fimm eiga eftir að
funda um erindið en vonumst við eftir jákvæðum viðbrögðum.

Sólstafir ákváðu einnig að gjalda gott með góðu og gefa þrem stærstu
styrktaraðilunum á Vestfjörðum námskeiðið. Þeir aðilar eru Zontaklúbbinn
Fjörgin, Rauði Krossinn og Óbeisluð fegurð. Fyrsta námskeiðið var haldið
fyrir Zontaklúbbinn Fjörgin mánudaginn 8. sept og verða hin námskeiðið
vonandi á næstu dögum. Þá hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vestfjörðum
hafa pantað námskeið fyrir sína  starfsmenn sem eru um 60 talsins.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur lagt til kr. 200.000,- til þess við
getum haldið námskeið fyrir lögreglumenn á Vestfjörðum. Mun það líklega
verða haldið í nóvember á þessu ári.

Við vonumst til að vera búnar að fræða á milli 500-600 manns um alla
Vestfirði í lok árs 2010. Tökum höndum saman Vestfirðingar og stöndum vörð
um börnin okkar!

Baráttukveðjur
Sólstafir Vestfjarða

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband