Síðustu 2 vikur á Vísi, Mbl og Dv.is, ótrúleg vanvirðing við konur!!!!

Ég skannaði fréttir af fræga fólkinu síðustu tvær vikur á þessum miðlum í dag.  Eftirtaldar fréttir fjölluðu um útlit kvenna, 90%  þeirra ullu hreinlega fjölmiðlafári með því að láta sjá sig á almannafæri  svona eða hinsegin útlítandi.....

Andartak meðan ég gubba.......

Ómáluð Celine Dion veldur uppnámi - myndir þetta er náttúrulega bara óviðeigandi kona!

Gwyneth Palthrow óförðuð - myndir jeminneini!

Nös Kate Moss vekur athygli - myndir

Janet Jackson í níðþröngum spandexgalla - myndir

Brjóstaskora Idol-stjörnu vekur athygli 

Ögrandi Jóhanna á Broadway

Jessica beraði bossann

Pamela strippar (myndband)

Er Jessica ólétt? Myndir

Brjáluð Lindsay Lohan ræðst á ljósmyndara - myndir 

Jennifer Garner stækkar og stækkar - myndir

Nýklippt Kate Moss fýlupúki - myndir að við konur skulum skipta skapi er fréttnæmt...

Berrössuð Jessica Simpson veldur usla - myndir

Amy Winehouse í hræðilegu ástandi - myndir

Óförðuð Eva Longoria veldur fjölmiðlafári - myndir  halló, fjölmiðlafár af því konan fór út óförðuð!!

Justin Timberlake vill þær náttúrulegar - myndir

Keira Knightley stælar Twiggy - myndir

Sienna Miller hylur andlitið hágrátandi - myndir

Illa útlítandi Carrie Bradshaw hneykslar  já, hneyksanlegt að hún skildi voga sér að láta sjá sig svona...

Fráskilin Natalie Imbruglia skiptir um háralit - myndir

Nicole Kidman í gott form á mettíma - myndir

Christina Ricci húðflúruð á hægra brjósti - myndir  jiiiiiii.....

Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi

Gwen Stefani nýbökuð mamma í fínu formi - myndir

Vandræðaleg aðþrengd Eva Longoria - myndir

Amy Winehouse fer fram á 48 viskíflöskur

Liv Tyler óánægð með sig - myndir

Upphandleggir Madonnu vekja athygli - myndir 

Gagnrýnd fyrir að vera grindhoruð - myndir ef ekki of grannar þá eru þær of feitar

Brigitte Nielsen sjálfsörugg í kjölfar lýtaaðgerða - myndir

Krumpuð kné Elle McPherson vekja athygli - myndir almáttugur minn....

Elizabeth Hurley haugadrukkin - myndir

Jennifer Aniston rokkar rennblaut - myndir

Sextuga Grace Jones haugadrukkin á sviði - myndir

Fimmtuga Stone vill þá unga - myndir 

Skítug eyru Victoriu Beckham vekja athygli - myndir nei hættu nú alveg!

Gisele sýnir kroppinn (myndir)

Aguilera djörf í klæðnaði - myndir 

Joan er eins og Jókerinn

Mössuð eins og Sly

Keira Knightley flatbrjósta -Myndir og hvað með það!!!!

Heroes hetja lagar brjóstinJessica með brjóstastatíf 

Kate Moss flýr með flær

Britney nálgast sitt besta form 

Madonna á náttslopp á flugvellinum

Brooke Hogan sýnir sílikonfylltan barminn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Veistu...ég hélt ad ég vaeri eitthvad klikkud á tímabili; mér fannst ég EKKERT sjá um konur í fréttunum nýlega nema krítík á útlitid theirra. Mjog fegin ad sjá ad ég er ekki sú eina sem finnst thetta fáránlegt :P

Eru thetta virkilega fréttir?  Hvada furdulega thráhyggja er thetta..? Allt thetta á adeins tveim vikum...?!

Stundum langar mig bara ad lemja hausnum vid bordid thar til ég endanlega dett útaf  :/

-Jóna.

kiza, 16.9.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Einmitt, mér finnst þetta bara vera að aukast. Þess vegna einmitt fór ég skrifaði þetta, er alveg komin með nóg af þessu.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:36

3 identicon

Og þetta heldur áfram í dag og í gær. Með vilja gert. Svona halda þeir já ég segi ÞEIR áhuga lesandans á kvenlíkamanum en ekki huglægu viti kvennanna. Útlitsdýrkun og þegar við tölum og hneykslumst á útliti og að því við höldum athyglissýki þessara kvenna , þá tölum við ekki um launakröfur eða misrétti á meðan. sniðugt ? Múgsefjun kemur upp í hugann .

Jónína (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

...skrifa um þetta, átti þetta að vera hjá mér í fyrra kommenti:)

En já, blaðamenn(þó ég eigi erfitt með að titla þá blaðamenn) virðast leita þessar fréttir uppi til að þýða yfir á íslensku. En þó er það ekkert skárra þegar komið er á erlendar síður , verra ef eitthvað er. Eigum við alltaf að þurfa láta þetta yfir okkur ganga??

Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:00

5 identicon

Ég átti við þeir kallarnir sem skrifa eða þýða þetta drasl. Eitt getum við konur gert og það er að tala um þetta, vekja athygli á þessu eins og þú ert að gera og annað , sleppt því að kaupa þessi blöð. Það ætla ég að gera !

Jónína (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Já Jónína, við getum sleppt því að kaupa þessi blöð og ég geri það. En því miður þá held ég að netið sé mun sterkara heldur en pappírinn varðandi þetta. Og flest lesum við fréttir á netinu(ég les varla blöð...) svo við komumst ekki hjá því að lesa þessar miður skemmtilegu fyrirsagnir. Og þær einar eru nógu niðurdrepandi þó maður lesi ekki fréttina sjálfa.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:30

7 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Harpa - frábært hjá þér að taka þetta svona saman!

Ég er búin að hafa orð á þessu í mínum vinkvennahóp allnokkrum sinnum því þetta hreinlega nær ekki nokkurri átt! Það er skrifað um að sextugar konur séu með appelsínuhúð! Ef þær væru EKKI með hana sextugar, þá kannski þætti það fréttnæmt! Og þó varla... Þessi gríðarlega vanvirðing við konur sem á sér stað á fréttamiðlunum nær ekki nokkurri átt. Hvernig stendur svo á því að þetta eru allt mest lesnu fréttirnar, dag eftir dag? Ég held að fólk átti sig bara vart á því að þetta sé ekki í lagi. Sterkasti leikurinn væri auðvitað að sleppa því að lesa svona fréttir á netmiðlunum, því það eru jú þeir sem blíva.

Já, og svo hef ég alveg verið með svona skítug eyru eins og hún Victoria Beckham! Allar konur sem lita á sér hárið dökkt hafa fengið svona skítug eyru! Síðast þegar ég fór í litun steingleymdi ég að gá að því hvort það sæti litur eftir og gekk um heilan dag með svarta klessu í öðru eyranu! Guð minn almáttugur hvað ég er fegin að vera ekki fræg og með ljósmyndara á hælunum...

Hjördís Þráinsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:16

8 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Harpa þú ert nú svona förðungarfræðingur,, það er greinilega nóg fyrir þig að gera ef þú færir til Hollywooddar,,, vantar förðunarfræðinga,,

já já ,, annars skil ég ekkert í fólki að láta sjá sig út án maskara, en hvað ef kallarnir...

Halla Signý Kristjánsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta er bara ótrúleg fréttamennska.  Og svo er fólk að furða sig á því hve lélegt sjálfsmat ungar stúlkur hafa.  Finnst það nú ekki skrítið ef normið sem sett er fram í fjölmiðlum er þannig að þú þarft að vera með algörlega fullkominn líkama ofurfyrirsætu, stífmáluð upp á hvern dag hverja einustu mínútu dagsins og alltaf brosandi og slíkt. 

Jakk segi ég nú bara - ég bið nú frekar um heilbrigðar konur með flottar línur hvort sem þær eru grannar eða stórar og konur sem geisla af innri fegurð og styrk og þurfa því ekki að vera stífmálaðar.  Reyndar þurfa engar konur að vera málaðar af mínu viti - það er fjölmiðlaímyndin sem hefur sett upp þá glansmynd

Dísa Dóra, 18.9.2008 kl. 09:24

10 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Aldrei dettur neinum í hug að birta mynd af appelsínuhúð eða reittu hári og skrifa undir, „sko, fræga fólkið er bara alveg eins og ég og þú“.

*pirrast*

Hjördís Þráinsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:50

11 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Hæ Harpa.

Finnst alveg magnað að ein svona eins og þú sért á vestfjörðum

Haltu áfram hetja.

Kveðja Sirrý.

Sigríður B Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 19:10

12 identicon

Mér finnst þessar fyrirsagnir svo fyndnar.  Ómáluð Celine Dion veldur uppnámi = gjaldþrot eins stærsta banka í ameríku veldur uppnámi hehehehhe. Eins og þetta sé sambærilegt. Sérðu ekki fyrir þér fólk hlaupandi með hendur um höfuð sér í múgæsing yfir því að Celine og Eva Longoria hafi sést ómálaðar á götum úti!!!!  Það er ekkert skrýtið að bensínverð hækki og að krónan falli svona þegar þær láta svona þessar konur!!!

Knús frá frænkunni sem ennþá er ólétt og ómáluð ........

Berglind Ósk (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 15:09

13 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Rokksokkur: einmitt, ég hef líka oft verið með skítug eyru! en ok, ég fer ekki oft út ómáluð en það er allavega ekki fréttnæmt þegar það gerist

Halla: Já það eru sko monníngarnir, ég út

Dísa: já hvað eiga konur að hugsa þegar þekkt fyrirsæta hneykslar heiminn með því að bæta á sig nokkrum kílóum og vera stolt af því á sýningarpallinum?? Pellegrino vatnið hreinlega frussast út úr þessu fólki við svona viðbjóð!

Sirrý: Takk fyrir mín kæra og takk fyrir síðast líka! Ég er einmitt að fara aftur á leiðbeinandanámskeið um næstu helgi, hlakka mikið til

Beggó preggó(hehehe ég sagði þetta orð í gær um einhverja í sjónvarpinu og Hlynur starði á mig og sagði "PREGGÓ?? ertu fimm ára?" : nú frussaðist vatnið út úr mínum munni við tilhugsunina um æpandi, flýandi fólk undan Evu Long og fleiri gellum

Harpa Oddbjörnsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:53

14 Smámynd: Fiddi Fönk

Nákvæmlega Harpa. Þetta er gjörsamlega glatað. Og því skal ég lofa þér að þeir sem skrifa þetta sitja sveittir á pungnum því ég skal ekki trúa því að þarna sé um kvenkyns greinahöfund að ræða. Ég stend sko með ykkur stelpur. Finnst þetta hallærislegt fyrir allann peninginn. Það versta er að ég óttast það að aðsóknt á síðu eins og vísi.is hafi aldrei verið meiri....það er nefninlega ótrúlegt hvað við sækjumst í svona fréttir. Og by the way....ég er hérna heima brókinni einni fata að lesa síðuna þína...en það finnst engum það merkilegt þar sem ég telst karlkyns....eða hvað? hehe.....

Fiddi Fönk, 20.9.2008 kl. 21:13

15 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hehehehe, Friðrik þú ert fyndinn! en já ég óttast einmitt líka að aðsóknin hafi aldrei verið meiri. sem er mjög sorglegt 

Harpa Oddbjörnsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:23

16 Smámynd: Húsmóðir

Mikið djö.... sem ég er sammála þér. 

Húsmóðir, 22.9.2008 kl. 14:39

17 Smámynd: Sylvía

góð samantekt..þetta er alveg fáranlegt

Sylvía , 22.9.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 91764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband