Sólstafir Vestfjarða

Sólstafa fréttir
  
Þar sem heimasíðan okkar er ekki alveg tilbúin ætla ég að skrifa smá um hvað er að gerast hjá okkur núna.
Heimasíðan : verið er að vinna í henni og verður hún vonandi tilbúin eftir sirka 3 vikur. Hún verður hrikalega flott!! Gústi hjá Snerpu rúlar;)
Styrkir : Við höfum fengið styrki frá hinum og þessum og getum við því farið að huga að húsnæði, tölvu, fá fyrirlesara og öðru því sem til þarf til þess að koma þessu af stað. Oh hvað ég hlakka til !
Þeir sem hafa styrkt okkur eru m.a. : Samkaup, KNH, Hótel Ísafjörður, SKG veitingar, KFÍ, SPVF, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, GE Sæmundsson, Snerpa, Útgerðarfélagið Öngull, Skipaafgreiðsla Jóns Gunnarssonar, Fiskvinnslan Íslandssaga, Kvenfélagið í Hnífsdal og að sjálfsögðu allir þeir sem keyptu miða á leik KFÍ-ÞÓR  um daginn. Allir þessi aðilar eiga miklar þakkir skilið fyrir að styðja við bakið á okkur.
Einnig vitum við af því að ágóði af fegurðarsamkeppninni "Óbeisluð fegurð 2007" rennur til Sólstafa. Eins og segir á heimasíðu þeirra þá er uppfyllir aðeins hluti af mannkyninu þá staðla sem fegurðariðnaðurinn setur og því er þessi keppni einskonar ádeila á það sem sá iðnaður stendur fyrir. Keppt verður um m.a. húðslit 2007, dansukker 2007 og michelin 2007. Algjör snilld!
Ég fór suður um síðustu helgi að kyssa kallinn og notaði tækifærið og kíkti á Rúnu hjá Stígamótum. Það var alveg yndislegt að koma í nýja húsið þeirra að Hverfisgötu. Svo hlýlegt og býður mann blíðlega velkomin með hverju braki sem heyrist þegar gengið er um. Rúna var stórkostleg, mikið gaman að hitta og ræða við hana. Við töluðum um fyrirhugaða rútuferð um landið sem þær stígamótakonur eru að fara í núna í maí þar sem þær munu taka einstaklinga í viðtöl og halda opna fundi á hverjum stað fyrir sig. Þar geta þolendur kynferðisafbrota létt af sínu hjarta og leynarmálið verða tekin burt úr bænum. Einnig ræddum við um að einhver frá þeim kæmi til Ísafjarðar á næstunni og héldi leiðbeinandanámskeið fyrir okkur, jafnvel þó það væri í styttri útgáfu en venjulega. Eftir fast knús frá Rúnu fór ég frá henni full af bjartsýni:)
Kem með fleiri fréttir síðar.
Knús
Harpa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 91764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband