Þetta er færsla sem ég birti í maí síðastliðnum þegar ásakanir á sr. Gunnari komu fyrst fram. Mér þykir rétt að birta hana aftur. Ég skrifaði reyndar þá um vestfirska fjölmiðla almennt þar sem engin af þeim fjallaði um þetta mál en nú hefur www.skutull.is fjallað um málið. Ritstjórn BB telur ekki rétt að fjalla um málið nema hann hafi verið sakfelldur/ákærður fyrir eitthvað sem hann gerði hér..... Maðurinn bjó hér á Vestfjörðum í tæp 30 ár eða frá 1972-2000 sirka. Hvar sem ég kem hér fyrir vestan heyri ég frá fólki "tími til komin" eða " mikið var" eða "loksins" Hvað segir það ykkur?
Undarlegt þykir mér að heyra ekki eða lesa bofs á bb.isum ákærurnar gegn sr. Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Bolungarvík og Holti Önundarfirði. Hverjum er verið að hlífa eiginlega ?
Ímyndum okkur að lagðar hefðu verið fram kærur á hendur honum vegna líkamsárása, efnahagsbrota, fíkniefnabrota, meiðyrða eða eitthvað álíka, hefðu vestfirskir miðlar tekið þá við sér?
Hann var mjög áberandi hér fyrir vestan á sínum tíma og fjarðafokið sem í kringum hann varð áður en hann fór á Selfoss gleymist ekki svo glatt. Hann gengdi líka fjölmörgum ábyrgðarstörfum í þau ár sem hann var hér og bar mikið á honum í tónlistarlífinu. Hér kemur smá upptalning á störfum hans á Vestfjörðum:
- Settur sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 3. okt. 1972 frá 1. s.m., vígður 15. s.m. og skipaður 8. nóv. 1973 frá l. s.m. Veitt lausn frá embætti frá 1. des. 1982.
- Kallaður til embættis sóknarprests í Holti i Önundarfirði frá 1. sept. 1989, skipaður sóknarprestur þar frá 1. okt. 1990 til 31. mars 2000
- Stundakennari við Grunnskóla Bolungarvíkur og Tónlistarskóla Bolungarvíkur 1972-82.
- Kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar 1973-82 og Tónlistarskóla Flateyrar 1991-94.
- Í Kammersveit Vestfjarða frá stofnun 1974.
- Söngstjóri Karlakórsins Ægis í Bolungarvík 1979-82 og Karlakórs Vestur-Ísfirðinga 1990.
- Organisti og söngstjóri Flateyrarkirkju 1991-99.
- Ritari í stjórn Prestafélags Vestfjarða 1973-78.
- Formaður skólanefndar Bolungarvíkurkaupstaðar frá 1973 I mörg ár og sat í Fræðsluráði Vestfjarða 1974-82, þar af formaður 1980-82.
- Varafulltrúi í bæjarstjórn Bolungarvíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1974-78.
- Formaður Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum 1976-80.
- Formaður Lionsklúbbs Önundarfjarðar 1996-97.
- Svæðisstjóri Lionshreyfingarinnar á Vestfjörðum 1999-2000. *
Mér þykir fréttnæmt með eindæmum að þessi maður sæti þessum ákærum, hvort sem hann er sekur eða saklaus. Við hvað er ritstjórn www.bb.is hrædd!! Ég spyr aftur, hverjum er verið að hlífa?
*heimildir um starfsferil sr. Gunnar voru fengnar af vef Selfosskirkju
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.