Hún Monsa mín er eitthvað veik held ég. Hún hefur, síðan í janúar, ælt öðru hvoru. Ekkert til að hafa áhyggjur af fannst okkur þar sem það gerðist ekki oft. En núna er hún farin að gera þetta oftar og oftar. T.D í dag hefur hún ælt a.m.k. 4 sinnum, allavega svo við vitum. Hver veit hvar annarsstaðar hún skilur þetta eftir sig en á gólfinu í stofunni og svefnherberginu.
Hún er inniköttur og hefur alltaf verið. Engin önnur einkenni virðar hrjá hana, ekki leki úr augum/nefi, enginn hósti eða þaninn kviður. Ekkert. Hegðun hennar hefur ekki breyst.
Hún bara fær sér að borða, drekka og eftir smátíma ælir hún.
Hvað er að Monsunni minni??????
Bloggar | 29.3.2008 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja þá er tveggja mánaða útlegð lokið. Tveir mánuðir eru ótrúlega fljótir að líða! Fyrir þá sem ekki vita var ég í Emm-school of makeup í Rvk. Jamm, semsagt, feministinn lærði að farða.... Þetta hefur verið draumur lengi, að læra förðun. Og loks varð hann að veruleika:) Þetta var frábært, ótrúlega gaman á flesta vegu. Skemmtilegir og geðveikt klárir kennarar sem kenndu mér fullt af kúl hlutum.
Ég fór keyrandi til Rvk strax eftir jólin og hef ekki stigið á vestfirska grundu fyrr en á síðasta mánudag. Haldiðasénú!
Og sagan hefst!
Einu sinni var: við Sunneva, Billu, Loga og Sólstafadóttir keyrðum suður við undurfagra tónlist og í allt í lagi veðri. Sunna var skemmtilegur ferðafélagi, hún dj-aði og talaði við mig um heima og geima. Hæfileikarík og virkilega skörp stelpa sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Enda komin af góðu fólki;)
Þegar komið var heim til Árelíu og Gumma beið Íris Íslandsprinsessa eftir því að segja góða nótt við mig.
Næstu tveir mánuðir liðu eins og hendi væri veifað.
Vinnan með stelpunum í Borgartúni 7 var geðveik! Vann sem sagt hjá Lögreglunni á höfuðborarsvæðinu á meðan ég var í Rvk. Yndislegar, skemmtilegar, ÓGEÐSLEGA fyndnar stelpur! Sibba, Dabba, Anna, Íris, Helga, Silja, Heiða, Inga Lára og Hafdís ég sakna ykkar svoooooooo mikið!!! Mikið hrikalega var gaman að vinna með ykkur. Ef ég kem suður kem ég pottþétt til ykkar aftur.
Skólinn: ÓMÆGOD, ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Kennararnir eru mjög pro og skemmtilegar. Sóley, María, Helga og gestakennararnir Sæunn, Anna Clausen, Lára, allt æðislegar stelpur. Mikið skemmti ég mér vel. Þegar ég var ekki að vinna eða í skólanum var ég að læra læra læra. Þetta var tveggja mánaða ströng törn en svo sick gaman að það hálfa væri nóg!
Kannski á ég eftir að skrifa meira um þessa svaðilför í borg óttans seinna en ég læt þetta duga í bili.
ps. ef ykkur vantar förðun þá er bara að hringja í 846 7487!!!!!!!!!!!!!!!!!
knúúúúúúúúúússssss
Harpa makeupartisti!!!!! vííííííííííííííí!
Bloggar | 15.3.2008 | 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hei, vissuði að gamla prinspólóið er Elitesse núna? Heyrði það í kvöld að hjónin sem áttu Prins Póló hefðu skilið á sínum tíma, hún fékk nafnið en hann tók uppskriftina! hahahahhahaha!!! Sem sagt Elitesse sem þið sjáið í sjoppum landsins er hið upprunalega Prins Póló. Ég get svarið það, ég fór út í sjoppu áðan og keypti mér Elitesse, aldrei keypt það áður, og það ER gamla Prins Pólóið. Veit sosum ekki hvað er satt í þessari sögu samt...
Bloggar | 2.2.2008 | 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég mun blogga lítið á næstu vikum, veeeeery busy woman skiluru.
En hafið það gott á meðan ljónin mín!!
knús
Harpa
Bloggar | 8.1.2008 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í staðin fyrir að skrifa langa færslu um atburði ársins sem var að líða fer ég hér yfir bloggárið mitt. Ég vona að þið njótið þess að rifja upp með mér:)
Janúar 2007:
Bloggar | 2.1.2008 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Síðustu tvær færslur hafa verið afar þjóðlegar að mínu mati. Sviðnar og soðnar kindalappir, blóðgrautur með rjóma, heilastappa og heilabollur eru dæmi um það sem um hefur verið rætt. Bíddu, ég ætla að fara að æla....
Ok komin aftur. jamm, hef átt erfitt með að sofna sökum hugsana um þetta allt saman. Já ég veit, full dramatísk en ég get alveg sagt ykkur það að í vikunni átti ég actually erfitt með að sofna af því að ég var að hugsa um hvernig það væri að borða blóðgraut(áður en ég vissi hvernig hann væri búinn til og hvernig hann væri á litinn). Ég veit, ég er kjúklingur.
Veðrið. Hver hefur ekki talað um veðrið þessa vikuna? Ég hélt að gluggarnir ætluðu að koma inn með körmunum og öllu þarna á fimmtudaginn svo ég flutti mig um herbergi til að geta sofið. Hlynur minn fór í útkall, bjarga lífum og allt það þið vitið, dæla vatni og sonna.
Á föstudeginum(í dag) átti að vera æðislega brjálað veður, við biðum og biðum og biðum og biðum eftir brjálaða veðrinu en það kom eiginlega ekki neitt. Bara rok eiginlega og rigning. Rafmagnið fór jú í klukkutíma í vinnunni í dag en ekkert merkilegra en það. Miðað við spána bjóst ég við að fara fljúgandi heim(og ég er ekki V. Beckham). Pffffft, þetta var og er ekkert veður! Allavega ekki hér.
Veðrið á að vera skárra á morgun, fínt. Við erum nefnilega að fara á jólahlaðborð með Trésmiðjunni(þar sem Hlynur vinnur). Krúsin er staðurinn og er það öruggt að við eigum eftir að skemmta okkur vel með liðinu.
Jæja, hver lumar á uppskrift af heilabollum??
Bloggar | 15.12.2007 | 00:23 (breytt kl. 00:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
380 gr. Hveiti
1 3/4 l. Mjólk
3/4 l. Blóð
1 tsk. Salt
Bakað upp með snarpheitri mjólkinni, en köldu blóðinu hrært út í á milli, soðið 10-15 mín. Hrært vel í á meðan. Best er að nota blóð úr ungum kálfi. Borðað með kanil og sykri með rjóma eða rjómablandi. Þetta er mjög gott.
(Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, Reykjavík, 1999)
Bloggar | 12.12.2007 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í kvöld vorum við í mat hjá Kollu og Nonna í Hjarðadal. Einu sinni ári sem sagt erum við boðin í mat, ásamt hinum systkinum Hlyns og mökum, ásamt tengdaforeldrum mínum Didda og Dúnnu. (Hlynur minn er bróðir Nonna). Jámm, við erum jú oftar boðin í mat yfir árið en þetta er mjög spes. Fyrir mig allavega.....Í boði eru kindalappir... sviðnar og soðnar kindalappir. Kindalappir með klaufum og alles. Soðnar í haunk svo skinnið og sinarnar losni utanaf við snertinguna eina. Ójá, smjattað og kjammsað á seigum sinunum og skinnið svo mikið soðið að rétt þarf að snerta til að það flosni í sundur. Allt í kringum mig voru þau að smjatta á þessu góðgæti, fitugir fingur og kartöflumúsin út á kinnar. Ég fékk mér súpu. Kjötsúpu.
Mikið vildi ég að ég væri nógu það kjörkuð að geta smakkað. Skammast mín hálfpartinn fyrir að sitja hjá við svona alíslenskt matarborð.
Kannski næst.....
Bloggar | 8.12.2007 | 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mikið vildi ég hafa skrifað þetta:
"Ef ég sagði eitthvað vitlaust þá biðst ég vægðar og vona að mér sé fyrirgefið, segir hvítur, miðaldra, millistéttar karlmaður í góðri stöðu í þjóðfélaginu. Hann er einn þeirra sem telur femínista stjórna allri umræðu í samfélaginu. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem telur pólitíska rétthugsun hafa keyrt úr hófi fram. Hann telur sig varla geta opnað munninn án þess að vera skotinn niður af femínista í herklæðnaði sem skýtur úr jákvæðri mismununarbyssu, varpar kynjafræðisprengjum, notar strategíska jafnréttisáætlun í sókn sinni og verst með jafnréttislögum. Hin úthugsaða operation heimsyfirráð sem femínistar hafa planað síðan á seventís er greinilega á fúllsving.
Femínistar virðast samkvæmt umræðunni vera búnir að banna hitt og þetta og svo er fólk voða pirrað yfir að málfrelsi þeirra sé heft (af femínistum náttúrulega) þegar sleggjudómar þeirra um hópa fólks eru gagnrýndir. Ef það er málfrelsi að fullyrða að útlendingar séu nauðgarar upp til hópa, af hverju er það þá árás femínista á karlmenn að benda á það að yfir 90% naugðara eru karlmenn? Hið fyrrnefnda er vanalega rökstutt með tilfinningu og hið seinna með rannsóknum. Og hvað er það annað en alvarleg aðför að tjáningarfrelsi kvenna að hóta þeim konum kynferðislegu ofbeldi sem tjá sig opinskátt um jafnréttismál á opinberum vettvangi. Við höfum dæmi um þetta frá því nú í vikunni á bloggi Gillzeneggers og á fleiri bloggum frá því í kringum klámráðstefnumálið hið mikla. Kenna kjellingunum smá lexíu, þær eru orðnar aaaaðeins of valdamiklar.
Orðnar of valdamiklar? Klassískt dæmi, viðsnúin hlutverk: Ef konur væru 70% þingmanna, karlmaður hefði aldrei verið bankastjóri, forsætisráðherra né biskup. Allir bankastjórar og seðlabankastjórar væru konur, enginn karl væri kvótakóngur, karlar fengju greitt minna en konur fyrir sömu störf og þau störf sem titluð væru karlastörf væru lítt metin og illa borguð. Karlar væru innan við 8% stjórnarmanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Það sem karlar gerðu væri lítið fréttnæmt. Fréttatímar væru yfirfullir af því sem konur eru að gera af því að það væri merkilegt en það sem karlar gerðu væru í ansi mörgum tilfellum kallað fótboltafréttir og ekki vert að minnast á. Helstu birtingamyndir karla væru að birtast hálfnaktir, sólbrúnir og stæltir í kynferðislegum stellingum og það sem konum fyndist skemmtilegast að pæla í varðandi karla væri hversu stórt typpi þeir væru með. Karlar væru seldir svo hundruðum þúsundum skipti á milli landa í þeim tilgangi að neyða þá í vændi. Ef að karlar síðan svo mikið sem voguðu sér að setja út á þetta ástand þá væri þeim bent á að jafnrétti væri löngu náð og sannast sagna væru þeir frekir vælukjóar sem hefðu of hátt.
Það er mjög merkilegt að komin sé upp sú staða að internetið er fullt af forréttindafemínistum og hvítum, karlkyns, millistéttar, gagnkynhneigðum píslarvottum þess að hafa fæðst inn í heim þar sem þeim sé bannað að tjá sig vegna þess að þeir tilheyri ekki minnihlutahóp. Hvernig gerðist það að femínismi er allt í einu tengdur við forréttindi og jakkafatakarl við píslarvotta? Ef femínistar hefðu raunverulega þau völd sem þeim eru eignuð í þessari orðræðu þá liti samfélagið svolítið öðruvísi út. Að gefnu tilefni vil ég benda á að staða kvenna í samfélaginu verður aldrei leiðrétt nema staða karla sé líka leiðrétt. Til dæmis tel ég það raunverulegt baráttumál fyrir karla að fá rými til að ræða tilfinningar sínar án þess að hæðst sé að þeim. Þegar stelpustrákur er ekki lengur niðrandi orð er takmarkinu náð. En þegar málefni karla eru rædd á þann hátt að kvennabarátta síðustu áratuga hafi gert drengjum þessa lands ljótan grikk þá erum við á villigötum. Að lokum: Operation heimsyfirráð er auðvitað algjört bull og hefur aldrei verið til, femínistar eru ekki gjarnir á að klæða sig í hermannabúning og væri þá til of mikils mælst ef hætt væri að stilla jafnréttisbaráttu upp sem skotgrafarhernaði milli karla og kvenna?"
Þetta skrifaði Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir. Frábær penni!
Bloggar | 6.12.2007 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er hann ekki myndarlegur! Hlynur minn var sem sagt að leika Harald, útilegumann í Skugga-Sveini. Síðasta sýning var núna í gærkvöldi. Hann stóð sig eins og hetja þessi elska!!!!
Frá því við byrjuðum saman hefur hann suðað um að fá að safna skeggi en ég alltaf sett mig upp á móti því og hótað engum kossum framar. Jæja, þegar honum var boðið hlutverk Haralds var hann fljótur að segja já þegar hann vissi að hann þyrfti að safna skeggi:) Nema hvað, eftir nokkra daga var hann að fara úr límingunum af löngun til að raka sig
Í gærkvöldi kom hann því hlaupandi heim eftir að frumsýningu lauk, rauk upp á bað, sturtaði sig og hófst svo handa við hinn langþráða rakstur. Þegar hann kom niður fannst mér hann vera hálfbarnalegur í framan, svona skegglaus og glansandi. En kossarnir verða líklega fleiri hér eftir en undanfarnar vikur
Bloggar | 2.12.2007 | 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar