Kalli Tomm

manneskja


Kaffistofuumræður í háaloft - helvítis rauðsokkurnar

Þetta fékk að fjúka á kaffistofunni í morgun, sagt í miklum ham :

*það er rauðsokkunum að kenna að ekki er borin virðing fyrir heimavinnandi konum

ég skil ekki svona helvítis kjaftæði!!! arg, ég verð svo reið þegar ég heyri svona. Læt yfirleitt lítið fyrir mér fara þegar talað er um "öfgafeministana" á kaffistofunni, eða bara hvar sem er því ég verð svo reið að ég titra yfir vitleysunni í mönnum. Nú sit ég eftir að hafa fengið alla upp á móti mér, nánast froðufellandi(ég líka), með hausverk.


Einn léttur KT fyrir svefninn

ég spyr um manneskju

Og þá hefst K.T!

Ég hugsa mér manneskju.

Kalli Tomm hefst kl 21 !!!!!!

Jamm vann leikinn í fyrrakvöld, lofaði að koma með leik í gærkvöldi kl 22, gleymdi því.......

Missti tönn í nótt

Hvað ætli það þýði eiginlega ? Það eina sem ég man var að ég leit allt í einu í spegil á sá þá að önnur framtönnin(sem sagt í miðjunni) var orðin hvít/grá, svona eins og úr plasti. Hún var soldið laus og það var gat í henni, bara alveg hringur í gegnum tönnina. Voða skrítið..... svo allt í einu var hún horfin! Púff! Ég hugsaði með skelfingu til þess að fara á komandi jólahlaðborð á laugardaginn, vantandi eina tönn!!

Hvað ætli þessi draumur þýði?


Er ekki markmiðinu náð? Konur eru kallaðar herrar.

Þetta sagði kærasti minn um frumvarp Steinunnar...... Við eigum ekki samleið þegar kemur að feminiskum umræðum, bara.alls.ekki.

Nýtt útlit Mbl.is.......ljóttljóttljótt

Í gærkvöldi sat ég með tölvuna mína í fanginu og skoðaði netheimana. Þegar ég lenti á mbl.is eins og ég geri alltaf, hélt ég að einhver bilun væri í gangi því síðan virtist vera öðruvísi, eitthvað vantaði eða hún var eitthvað svo strípuð og leiðinleg.

Þegar ég kíkti þangað núna í morgun sá ég mér til skelfingar að þetta er greinilega hið nýja útlit mbl..... Er ekki verið að grínast með þetta??????? Þið verðið bara að fyrirgefa en mér þykir þetta vera skelfilega ljótt!


Hin fullkomna fjölskylda, hið fullkomna líf

Á Skjá 1 er verið að sýna gamla þætti sem heita 7th Heaven. Þættirnir eru frá árinu 1996 skilst mér(kíkti á Wikipedia.....) og enduðu núna á síðasta ári. Ég hef séð nokkra þætti þar sem þeir voru á dagskrá fljótlega eftir að vinnu lauk hjá mér á daginn. Kveikt er á sjónvarpinu nonstop þegar við erum heima. Já við erum þessi kynslóð...... Síðan var sýningartímanum breytt, bara sýnt á helgum núna.

 happy_family_cvr2

Sem sagt, þættirnir fjalla um fjölskyldu í USA, prest, prestfrú og börnin þeirra FIMM, tveir strákar og þrjár stelpur.  Húsmóðirin heimilisins er húsmóðir dauðans. Í þeirri meiningu að hún gerir ALLT á heimilinu þar sem hún er heimavinnandi, þvær, bakar, eldar, sér um garðinn, þrífur húsið og elur upp börnin(nema þegar einhver vandamál koma upp, þá kemur eiginmaðurinn til sögunnar og þau, í sameiningu, leysa vandann á mjög svo svona-á-að-ala-börn-upp hátt). 

Krakkarnir ala líka hvort annað upp eftir aldri. Sá elsti, strákur,  passar upp á sér yngri systur og yngri strákurinn passar upp á yngstu systurina.  Allir eru að sjálfsögðu mjög réttsýnir, gáfaðir, geta nánast allt, skilja allt á endanum, eða eins og einhver sagði the all american perfect children.  Þau gera þó mistök sem þau að sjálfsögðu læra af með mjög skýrum hætti. Við aðrahverja setningu sem sögð er í þættinum, ef ekki hverja setningu, hugsa ég „MESSAGE“!!  Hver setning virðist vera hlaðin miklum boðskap....

Presturinn og prestfrúin lifa í hinu FULLKOMNA hjónabandi, ástfangin upp fyrir haus , haga sér eins og þau hafi byrjað saman fyrir mánuði. Allar samræður eru skilaboð til okkar hinna um hvernig hjónaband á að vera.  Mamman er hin fullkomna kona virðist vera, getur allt og gerir allt af þvílíkum myndugleik. Að sjálfsögðu gerir presturinn ekki neitt heima við því hann er jú í fullu starfi, hann þrífur ekki, eldar ekki, býr ekki til eigin samlokur, hellir varla upp á eigið kaffi, en hann er samt lykilmaðurinn í uppeldi barnanna, sá sem hefur síðasta orðið.  Í einum þættinum bauðst hann til þess að hjálpa til meira á heimilinu en mamman þvertók fyrir það, hún gæti sko alveg séð um 6 manna heimili OG selt múffur(sem hún bakar sjálf heima hjá sér hvað annað).   Eftir að hafa þrælað við að halda heimili og bakað nokkra tugi múffa í einhverja daga ákvað hún þó að vera áfram „bara“ húsmóðir. 

Í hverjum þætti virðist allt ganga upp að lokum, allir læra sína lexíu svo framvegis(ælaælaæla)

Í þættinum í dag gerðist td. Eftirfarandi :

·         Presturinn í fullkomnu líkamlegu formi, fannst hann vera feitur af því hann passaði ekki í gallabuxurnar sínar.  Prestfrúin cóaði með greyinu og sagði að hún hefði  örugglega haft þær of lengi í þurrkaranum. Og brosti út í annað að kjánaskapnum í manninum. Presturinn áhyggjufulli spurði hana hvort hún hefði bætt á sig síðan þau giftu sig fyrir skriljón árum. Hún, glöð í bragði sagði að kílóin settust öðruvísi utan á hana núna en jú, hún væri nú alveg jafn þung. Löng saga stutt: Presturinn fór að skokka, faldi mat fyrir mömmunni, hún vissi það alltaf enda þekkir hún sinn mann. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti að vera ánægður með sjálfan sig.

·         Elsti bróðirinn borgar strák sem systir hans var skotin í , til að fara með hana á stefnumót. Systirin fór á stefnumót, komst að því að deitinu hennar hefði verið mútað, varð brjáluð.

·         Sama systirin hótaði „vinsælum“ stelpum til að fá þær til að bjóða yngri systur sinni í náttfatapartí.  Yngri systirinn komst að því og varð brjáluð. Nenni hreinlega ekki að tala um boðskapinn sem kom fram í partíinu.

·         Allir fyrirgáfu öllum þar sem þeir sáu plankann í eigin auga.

Femistinn ég sit og horfi á þetta stundum, fussa og sveia, óa og æi alveg eins og ég lifandi get. Alltaf með kjánahröll dauðans. Samt horfir maður á þetta án þess að skipta um stöð. Afhverju? Kannski af því  öllum virðist líða svo vel, gera allt fullkomlega, hugsa á „réttsýnann hátt“, vera hin fullkomna manneskja.  Kannski af því að ég vildi óska þess að eiga fullt af börnum sem ég el upp á fullkomin hátt.Kannski af því að ég vildi að heimurinn væri algóður. Allir hamingjusamir.  Allir bjargast, slæmir hlutir gerast ekki, bara sýnishorn af þeim, sem við lærum af. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!

    

"Annars eruð þið vestfirðingar með hæstu meðaltekjur.." "Samt eruð þið sívælandi

"Það er gott ef menn þurfa ekkert að spá í verðið. Fyrir mig er það höfuðatriðið. Annars eruð þið vestfirðingar með hæstu meðaltekjur, og verð allgert aukaatriði. Samt eruð þið sívælandi um óréttlæti heimsins og heimtandi hitt og þetta sem glórulaust er. Þarna kjósið þið að vera og verðið bara að taka afleiðingunum af því. En það er útilokað að aðrir landsmenn fari að borga með ykkur."

hmmmm...Vestfirðingar,látið í ykkur heyra núna!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þetta skemmtilega komment lét þessi einstaklega gáfaði einstaklingur út úr sér.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband