Prestur, draumur, rolluskrokkar, lummur og yndisleg börn. Frábær dagur!!!

Síðustu nótt dreymdi mig að ég hefði verið ráðin sem prestur. Stór og flott kirkja víst þar sem ég átti að þjóna man ég. Nema hvað.

 Ég hugsaði með mér : ööö, ok sem sagt ég þarf að semja fullt af ræðum, halda ræður og messa yfir fólki. Vera hvetjandi og græðandi persónuleiki. hmmmm...jájá, ég meika það alveg, er það ekki....

Svo hugsaði ég: já þarf alltaf að vera rosalega 100%  á öllu er það ekki, svo ég líti ekki illa út, svo söfnuðurinn hafi trú á mér. jájá, ég get það alveg, er það ekki.....

þá hugsaði ég: bíddu við, ég þarf að geta haldið lagi.....prestar þurfa að tóna í messum og sona er það ekki??? óóóóóóóóóóóóóóóóóneiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! nó tjéns in fokking hell!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég syng ekki. Punktur.

Enívei. Við vorum út um allt í dag, ok kannski bara á tveimur stöðum.....

Byrjuðum á því að heimsækja Lísbet og börnin hennar stórkostlegu. Hörður Christian og Sara Emily slógu að sjálfsögðu í gegn með því að vera þau sjálf, einlæg, skemmtileg, sko ótrúlega skemmtileg og yndisleg börn!! Við Hlynur fengum lummur með osti og smjöri, grískt kaffi og slatta af yndislegheitum í kaupbæti.

24.11.2007 02124.11.2007 04024.11.2007 041 24.11.2007 05024.11.2007 052

 

Eftir þá heimsókn fórum við til Dúa og Mörthu(Dúi er bróðir Hlyns). Þar eyddu Hlynur, Martha, Dúi og Unnur (dóttir Mörthu) 4 klst í að skera niður, hakka og pakka 2 rolluskrokkum.

24.11.2007 075

Á meðan hélt ég á Sigurði Oddi, 4 mánaða ofurkrútti félagskap. Hann var bara ánægður með það held ég. Allavega endaði kvöldið á því að hann sofnaði í fanginu á mér eftir að hafa verið ótrúlega stilltur þessi elska.

24.11.2007 08024.11.2007 108

Unnur og Jóhanna(dóttor Dúa) voru djúpt sokkarnar í draumaráðningabók seinna um kvöldið svo ég spurði þær út í drauminn minn, þennan með prestdótinu.....

Svona var ráðningin: Sé dreymandinn sjálfur presturinn endurspeglar það ósk hans um að verða betri maður en hann er. Hann þráir að njóta virðingar og aðdáunar og vill að aðrir leiti til sín um aðstoð.

hmmmmmmmmm......................


Loksins loksins!

Í sumar, n.t.t. þann 14. júlí átti ég afmæli. Stórafmæli. Ég varð hrumpfhrumpfhrumpftug. Pabbi og ég héldum upp á afmæli okkar saman þar sem hann hafði orðið 60 ára fyrr um sumarið. Ekki leiðinlegt að fá um 100 manns í  hrumpfhrumpfhrumpftugs afmælið mitt. Enívei, systur mínar og makar ásamt pabba og Dóru gáfu mér málningatrönur að gjöf. Reyndar höfðu þær ekki verið til þegar þau ætluðu að kaupa þær..... Nema hvað, 4 1/2 mánuði síðar, sem sagt í kvöld kom greyið póstmaðurinn með þær upp þröngu og dimmu stigana hjá okkur. Veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

hér sjáið þið þær í öllu sínu veldi

 

 Trönurnar mínar

Takk fyrir mig yndislega fólk! Ég vona að ég fái andann yfir mig og geti því sýnt fyrsta verkið mitt hérna á síðunni innan skamms;)


Óbeisluð fegurð, við eigum ykkur mikið að þakka!!!!!!

Ég var að enda við að horfa á sýningu Rúv á heimildarmyndinni um keppnina Óbeisluð fegurð. Að sjálfsögðu fór ég á sýninguna hér í Ísafjarðarbíói um daginn og fagna því mjög hve fljótt hún er sýnd í sjónvarpinu. Sýningin hér á Ísafirði var núna bara í lok október og hún er sýnd i dag í sjónvarpinu ekki einu sinni mánuði seinna. Snilld.

Allur aðgangseyrir rann til Sólstafa Vestfjarða sem og aðgangseyrir að myndinni þegar hún var sýnd í bíói hér fyrir vestan. Í það heila fengu Sólstafir rúmlega hálfa miljón ísl kr. Stórkostlegt framlag þeirra á stóran þátt í því að við hjá Sólstöfum getum haldið áfram starfi okkar.  Við erum þeim ævinlega þakklátar fyrir að allar þessar  góðu sálir tóku þátt, sérstaklega þar sem það var mikil áskorun fyrir hvern og einn að koma svona fram á hreinskilinn og fallegan hátt. Stíga inn í óttann eins og við segjum. Ofboðslega hugrakkt fólk sem á allt gott skilið. Og hópurinn sem skipulagði keppnina á líka inni mikið þakklæti frá okkur. Enda þegar við hugsum til þeirra þá liggur við að við hneigjum okkur ósjálfrátt. Matta, Eygló, Íris, Gummi og Gréta þið eruð frrrrrrrrrrrrrrrráááááááábæææææææærrrrrr!!!

knús og klemm

Harpa


Þynnka dauðans hrjáði leikarann...að vera þunnur, eða vera ekki þunnur..það er spurningin

26 ára afmælisdagur bónda míns fór svona fram:

  • hann skreið heim kl 08:00 úr frumsýningarpartíinu. Dró sem sagt sauðslegur til baka þá yfirlýsingu sem hann gaf fyrr í vikunni að hann ætlaði sér ekki að vera síðasti maðurinn heim úr frumsýningarpartíinu.
  • svaf til svona 13:30, skreiðo þá framúr og inn í sturtu. Kom niður, fór hálffullur ennþá að kaupa heimsborgara úr Hamraborg í "morgunmat". Gúffaði í sig "morgunmatnum", tók upp afmælispakkann frá mér (National Lampoons Christmas Vacation myndin með Chevy Chase, nýji diskurinn með Hjálmum og miða á stórtónleika Dúndurfrétta).
  • Vældi í sófanum dógóða stund af þynnku. Leið ekki vel.
  • Skrölti fljótlega upp stigann og upp í rúm og svaf þar til 17:30
  • Kom niður í krumpaðri skyrtu. Rölti niður í Edinborgarhús til þess að undirbúa sig fyrir aðra sýningu....
  • Ég hreinlega veit ekki meira um greyið hann Hlyn minn, hann kemur líklega heim eftir að ég fer að sofa. En á morgun ætla ég líklega að bjóða honum út að borða á hótelið eðeikkað.

knús og klemm góða fólk! Verið góð við hvort annaðHeart


Laaaaaannnnnng fallegasti maður í heimi!!!!

fallegasturÞessi maður, fallegasti slökkviliðsmaður á Íslandi á afmæli í dag. Í dag er hann 26 ára gamall, einungis 4 árum yngri en ég hehehehe;) Hann er laaaaaannnngg  yndislegasti, skemmtilegasti, gáfaðasti, flottasti og fallegasti maðurinn minn í heiminum!

Sætasti maður í heimi 

Í kvöld fór ég á frumsýningu Skugga Sveins hér á Ísafirði þar sem maðurinn minn fallegi var að leika útilegumann. Undanfarnar vikur höfum við ekki sést mikið þar sem hann hefur verið upptekinn á æfingum og ég upptekin við eitthvað annað. Hæ og bæ einu orðin sem okkar hefur farið á milli síðastliðna daga. En já, í kvöld var frumsýningin. Maðurinn minn sem hefur undanfarnar vikur hamast við að safna skeggi til þess að vera sem útilegumannalegastur, stóð sig eins og hetja á sviðinu!!! Ég hreinlega kiknaði í hnjáliðunum við að sjá hann þarna uppi, skítugann, skeggjaðann og flottann;) Grrrrrrr......!

En já, elsku fallegi maðurinn minn, til hamingju með afmælið ástin mín! Þú ert yndislegastur og ég elska þig mest af öllu!!!!


Verndum börnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Fyrsta námskeiðinu lokið

Fyrsta námskeiðinu, Verndarar barna, er lokið. Það var haldið í gærkvöldi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Eins og þeir sem fylgjast með blogginu mínu vita er Verndarar barna námskeið sem  boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Námsefnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.  Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar.   

Ég bauð 10 manns að koma, 3 komust ekki.  Þegar ég fór á leiðbeinandanámskeiðið fyrir sunnan þá fékk ég 10 vinnubækur sem voru innifaldar í námskeiðsgjaldinu. Sumir nota þær til þess að æfa sig á fjölskyldu og vinum áður en fyrsta „alvöru“ námskeiðið er haldið. Ég ætlaði mér að gera það en ákvað að skella mér bara í djúpu laugina og bjóða nokkrum „lykilmanneskjum“ á námskeið. 

Þeir sem mættu voru : grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar, leikskólafulltrúi Ísfj., yfirmaður í lögreglu Vestfjarða, námsráðgjafi í menntaskóla Ísafjarðar, forstöðukona svæðisskrifstofu málefna fatlaðra plús einn starfsmaður, starfsmaður félagsmiðstöðvar á Ísafirði.  Ég bauð einnig manneskju frá Súðavík en þar sem ég mun halda sér námskeið fyrir starfsmenn skólanna þar þá ákveð hún að vera á því. Einnig bauð ég manneskju frá Bolungarvík en fékk ekki svar.

 

Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg frábært kvöld. Ég er enn í sæluvímu yfir viðbrögðum þátttakenda. Stressið var alveg í lágmarki hjá mér, örugglega af því að þetta var allt fólk sem ég þekki.

Miklar umræður sköpuðust meðal okkar og allir þátttakendur voru sammála um að þetta námskeið ætti heima á öllum þeim stöðum þar sem fullorðnir vinna með börnum.  Sem var einmitt tilgangur minn með því að bjóða þessum lykilmanneskjum sem hafa eitthvað um það að segja hvaða fræðslu starfsfólkið fær. Nú bíð ég bara eftir að þeir hafi samband;)

Upp kom hugmynd um að fá einstök fyrirtæki til að styrkja t.d leikskólastarfsmenn, grunnskólastarfsmenn á námskeiðið.  Fyrirtækið væri að fá heilmikið fyrir sinn snúð í rauninni : auglýsingu, betur upplýsta starfsmenn skóla og fleiri stofnanna um kynferðislegt ofbeldi og þau væru að styrkja gott málefni þar sem hluti af námskeiðsgjaldi rennur til Sólstafa Vestfjarða.  Persónulega líst mér mjög vel á þessa hugmynd og vona að fyrirtæki hér á Vestfjörðum taki vel í hanaJ

  

7 nýjir Verndarar barna= 70 börn vernduð gegn kynferðisofbeldi,

Ég hélt fyrsta námskeiðið á Vestfjörðum núna í kvöld. Það var frábært! Segi ykkur meira á morgun, er alveg búin á því. Sofa núna.

Fyrirmæli ríkissaksóknara um tálbeitur í kynferðisbrotamálum. Eru þau nýtt??????

Ég verð ekki vör við það að þessar heimildir séu nýttar en þið?? Og ef þær eru yfirleitt nýttar, leiða þær til dóma ? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, hugsaðu þetta mál aðeins betur, þá sérðu að að það ER ÞÖRF á ákvæði um þetta í lögum.

"Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að setja ákvæði um notkun tálbeita í kynferðisbrotamálum gegn börnum sérstaklega, enda séu ákveðnar heimildir fyrir hendi um notkun tálbeita. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að ákvæði um þetta verði sett í lög.

Ágúst Ólafur rifjaði upp að Héraðsdómur hefði síknað þrjá menn sem fréttaþátturinn Kompás tældi til fundar með 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. Þingmaðurinn sagði þetta ef til vill í samræmi við núgildandi lög, þar sem það voru þáttagerðarmenn en ekki lögregla sem lagði tálbeituna. Hins vegar vekti þetta mál þá spurningu hvort ekki þyrfti að breyta lögum um heimildir lögreglu í þessum efnum. Tálbeitum hefði aðallega verið beitt í fíkniefnamálum en það þyrfti að vera hægt í kynferðisbrotamálum gegn börnum líka.

Ágúst Ólafur sagðist sannfærður að ákvæði sem þetta hefði fælingarmátt og þá væri nokkuð unnið.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði að nú þegar væri hægt að beita tálbeitum samkvæmt fyrirmælum frá Ríkissaksóknara frá árinu 1999, ef ætlað brot varðaði hið minnsta átta ára fangelsi. Í væntanlegu frumvarpi til laga um meðferð sakamála ekki gert ráð fyrir breytingum á þessum reglum. Alþingi geti hins vegar gert það í meðförum málsins.

Dómsmálaráðherra sagðist þeirrar skoðunar að ekki væri þörf á að breyta reglunum um að þetta heimildarákvæði yrði áfram hjá Ríkissaksóknara."

Frétt þessi er tekin af vísi.is.


Bókin er titluð "field guide" ok nú verð ég að stoppa, get.ekki.skrifað.hlæ.svo.mikið!!!!!!

Lísbet vinkona mín á 5 ára afmæli í dag, edrúafmæli þ.e.a.s., til hammó með ammó mín fagra sál!!
Nema hvað ég lagði af stað, eins og fíllinn forðum daga, í leiðangur. Langaði til þess að gleðja hana á þessum mikilvæga degi, hún á það svo sannarlega skilið ess´elska. Kíkti ég því í Blómabúðina góðu og ráfaði um þar til Mysterious Marta benti mér á góða gjöf. Sem sagt, ég keypti handa henni segla til þess að setja á ísskápinn sinn, myndir af nokkrum kisurössum eða cat-butts. Bwahhahahahahahahha! Mismunandi tegundir(kattategundir) af teiknuðum kisurössum. Með fylgdi pínulítil bók um kisurassa, þar eru líka teiknaðar myndir af kisurössum og hægt að skrifa notes við...bwahahahahahahaha!!!! 
Bókin er titluð "field guide"  ok nú verð ég að stoppa, get.ekki.skrifað.hlæ.svo.mikið!!!!!!cat butts

Tek ég mig ekki bara vel út á forsíðunni?

 

 Og koma svo, kvitta fyrir sig! ég vil vita hverjir þessir hundrað manns á dag eru að kíkja á mig....

bb

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Harpa Oddbjörnsdóttir
Harpa Oddbjörnsdóttir

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband