Bloggar | 19.10.2007 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 18.10.2007 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
...hefði stráksi átt framundan að upplifa gríðarlega höfnun og erfitt samband við foreldra sína. Mikið er ég fegin að svo fór ekki Þetta gefur honum styrk sem hjálpar honum að standa af sér vitleysisganginn í þeim fáfróðu og hræddu. Foreldrarnir eiga hrós dagsins skilið
Gangi þér vel Eyjólfur í starfinu með ungliðahreyfingunni
Af hverju verða sumir pabbar reiðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2007 | 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðast liðin þriðjudagskvöld höfum við haft opin kvöld í Sólstafahúsinu hér á Ísafirði frá 20 22. Markmiðið er að fá sem flesta, ekki bara þolendur ,til þess að koma og spjalla við okkur um hvernig við getum barist á móti kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum. Hvaða leiðir eru mögulegar, hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. Við höfum setið og spjallað við kertaljós, ilmandi kaffi og þegar úti er veður vont höfum við jafnvel haft súkkulaðimola í skál.
Næstu þriðjudagskvöld ætlum við að prófa eitthvað nýtt. Jafnframt því að spjalla munum við gera hin ýmsu verkefni. T.d., í þessari viku, þriðjudagskvöldið 9. okt, ætlum við að útbúa óskaspjöld. Hugmyndin kemur úr bók Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, Móti hækkandi sól.
Við gerð óskaspjalda höfum við við hendina FULLT af tímaritum, skæri, stórt karton og límstift. Óskaspjöldin auðvelda okkur að láta drauma okkar og markmið verða að veruleika. Við flettum í gegnum tímaritin og í hvert sinn sem mynd eða texti kallar á okkur klippum við það út, sama hvað það er. The sky is the limit eins og einhver sagði. Myndirnar/textinn er síðan límdur á kartonið og óskaspjaldið er komið. Óskaspjaldið höfum við með okkur heim og höfum á stað þar sem við skoðum það reglulega. Með því að hafa drauma okkar og óskir fyrir framan okkur daglega aukast líkurnar á því að skrefin í áttina að þeim verði tekin.Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að eiga notarlegt kvöld með góðu fólki við gerð óskaspjalda. Það eina sem þið þurfið að hafa með ykkur eru skæri og límstift ef þið eigið.
Látum drauma okkar rætast!
Bloggar | 8.10.2007 | 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í þar síðustu viku fengum við gríðarlega mikilvægan styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Í apríl s.l. sóttum við um styrk vegna húsaleigu í heilt ár, að upphæð 700 þús. Skiluðum við inn góðri skilagrein með umsókninni og biðum spenntar eftir svari.
Loksins, eftir langa mæðu, barst svarið. Við fáum styrk að upphæð 600 þús kr! Þetta er okkur afar mikilvægt þar sem áframhaldandi leiga stóð og féll með svarinu frá þeim. Við hefðum ekki haft efni á húsnæðinu ef við hefðum ekki fengið styrkinn, a.m.k. ekki lengi.
Við Sólstafakonur þökkur kærlega fyrir stuðinginn og vonum að við getum á komandi árum haldið áfram að leita til ráðuneytisins eftir stuðningi.
Áfram Sólstafir Vestfjarða!!! (systursamtök Stígamóta fyrir þá sem ekki vita. )
Bloggar | 29.9.2007 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um síðustu helgi, 21.-23. september, sat ég leiðbeinandanámskeið Stígamóta fyrir sjálfshjálparhópa. Námskeiðið var haldið að Sólheimum í Grímsnesi og fengum við heilt hús út af fyrir okkur til þess að gista og borða í.
Nítján konur voru á námskeiðinu fyrir utan Þórunni eldabusku og Dóru sem kom á sunnudeginum með smá myndþerapíutíma. Þórunn sá til þess að við værum saddar og sælar allan daginn og vel það og stóð hún sig eins og hetja. Morgunverðarhlaðborð, grjónagrautur og slátur í hádeginu, grautarlummur í kaffinu, grilluð læri í kvöldmat og súkkulaðikaka í eftirrétt. Namm, við vorum saddar langt fram á mánudag held ég.
Við mættum galvaskar á föstudagskvöldinu og komum okkur fyrir í notalegum herbergjum Veghúss. Klukkan 20 hófst námskeiðið formlega með kynningu á hugmyndafræði Stígamóta og enduðum við það kvöld á stuttum kynningum á okkur sjálfum og var áherslan á styrkinn og þá sigurgöngu sem við höfum fetað. Hvað gerði það að verkum að við gátum sótt okkar innri kraft og náð að blómstra.
Á laugardeginum byrjuðum við kl 10 í Sesseljuhúsi. Þá hófust verkefni dagsins. Allar áttum við taka þátt í þremur hópverkefnum. Sem sagt, farið var í 9 málefni alls og seinnipartur dagsins fór í að kynna niðurstöður. Öll þessi umræðuefni auk annarra eru tekin fyrir í sjálfhjálparhópunum sjálfum, hver og einn fundur snýst um eitt efni, eins og t.d. unglinginn.
Um kvöldið var svo borðað dýrindis læri a la Þórunn og því lauk með skemmtilegum leikjum svo hlátrasköllin bárust eflaust niður í dalinn og víðar.
Sunnudagurinn hófst einnig kl 10 í Sesseljuhúsi þar sem Dóra dýrmæta var mætt og tók hún okkur í smá myndþerapíu. Deginum lauk snemma með slökun kl 13 og þar með var námskeiðinu slitið.
Við kvöddum þennan fagra stað með smá depurð yfir því að þetta væri búið en jafnframt mikilli gleði því við höldum heim með eldmóð og baráttuvilja í hjarta, tilbúnar til þess að takast á við hlutverk okkar sem leiðbeinenda.
Sjálfhjálparhópar, stuttur úrdráttur af heimasíðu Stígamóta :
Hóparnir hittast í 15 - 17 skipti. Á hverjum fundi tökum við eitt umræðuefni fyrir og tekur þetta ferli um það bil þrjá mánuði og er alger skyldumæting.
Í hverjum hópi eru 5-6 konur auk leiðbeinanda sem sjálf hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi og hefur sjálf unnið í sínum málum. Leiðbeinandinn er alltaf einn af hópnum og fer í gegnum sína reynslu líka. Við leggjum áherslu á að þetta er ekki meðferð heldur sjálfshjálp og að því leyti verðum við okkar eigin sérfræðingar, því að engin þekkir betur en við sjálfar hvernig okkur líður eftir þessa reynslu.
Í fyrsta tíma er farið í sögu hverrar konu fyrir sig og er ótrúlegt hvað fljótt er að myndast traust innan hópsins. Svo er farið í barnið og þá unglinginn. Þarna er oftast komin sá grunnur sem við vinnum með.
Eftir þetta er komið að því að skoða afleiðingar kynferðisofbeldisins. En til að gefa einhverja mynd af þessari vinnu, þá tölum við um allflestar tilfinningar sem tengjast sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, og þá fer af stað ferli til að aftengja afleiðingar ofbeldisins og að sjá sjálfan sig í réttu ljósi og er hópavinnan trúlega besta aðferðin til að takast á við það.
Allir sem fara í gegnum þessa hópa finna fyrir breytingum, mismiklum, því allar erum við sérstakar og vinnum hver á sínum hraða eins og gerist í allri sjálfsvinnu.
Það má því segja að hver sá sem velur þessa leið, finnur og skilur meira
í sjálfum sér og við það myndast sjálfsvirðingin sem allir þarfnast til þess að öðlast hamingju og sjálfsánægju til að geta tekist jákvætt á í lífsbaráttunni.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í sjálfhjálparhópum hér á Ísafirði sem hefjast innan skammts eru hvattir til þess að hafa samband í síma 846 8846. Allir fara í einn tíma með leiðbeinanda og í framhaldi af því er ákveðið hvort viðkomandi fari í hóp.
Bloggar | 29.9.2007 | 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi undurfagra snót er eins ár í dag. Fyrir ári síðan var ég að vakna um þetta leyti eftir annasaman en yndislega nótt á fæðingadeildinni með Árelíu litlu systur og Gumma hennar. Ég hafði það hlutverk að vera á ÖLLUM vélunum, þ.e. mynda og upptökuvélum. Stóð mig með stakri prýði held ég. Árelía stóð sig eins og sönn hetja á glaðlofti og rumpaði þessu af á rúmum 2 klst. Geri aðrir betur! Í heiminn var komin Íris Júlía Guðmundsdóttir, verðandi alheimsforseti. Hún var pínupons, rétt 13 merkur og alveg eins og pabbi sinn. ljóshærð með blá augu. Gummi að sjálfsögðu var að rifna úr stolti yfir fallegu dömunum sínum og ég mátti hafa mig alla við að rífa litlu úr höndum hans svo ég fengi nú líka að knúsa.
Þessi stórkostlega stelpa hefur veitt mér gjörsamlega ómælda gleði. Allir hennar stríðnissvipir, tönnslurnar, sundtökin í ungbarnasundinu, "súrt"svipurinn sem þið sjáið á einni myndinni og ekki má gleyma þegar hún byrjaði að labba fyrir nokkru síðan.
Þvílík hörmung að þurfa að vera svona langt frá henni!! Hún í Rvk og ég á Ísafirði. Þó leiðinlegra fyrir stóru systur mína, nöfnu Írisar, sem býr í Danaveldi. Úff.
Elsku Íris Júlía, ég get ekki beðið eftir að koma fljúgandi til þín í fyrramálið og smella á þig stórum kossi, ef þú náðarsamlegast leyfir mér.....!!
Knús og klemm
Harpa frænka
Bloggar | 20.9.2007 | 10:02 (breytt kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lenti næstum því á Akureyri í stað Ísafjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.9.2007 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jebb, ég vaknaði rétt fyrir hádegi í dag. Leist afskaplega vel á sólina sem reyndi að troða sér inn um svefnherbergisgluggann minn og ákvað að koma mér á fætur og út. Fór í sturtu, blés hárið, setti á mig andlit, fór í hvíta pilsið mitt, fínan bol og að sjálfsögðu nýju ógeðslega flottu appelsínugulu kápuna mína með kraganum flotta. Aha, geðveikt. Mér leið eins og rosa skutlu, "góðann daginn, ég ætla að fá lítinn hábít og einn latté takk" sagði ég við afgreiðslukonuna á Kaffi Edinborg. Dillaði mér svo niður í sæti og kveikti á fartölvunni. Þarna sat ég í dágóða stund, eða í rúma 2 tíma, fór svo að versla og síðan lá leiðin heim rúmlega 15.
Fjórum tímum síðar eða kl 19 var ég í eldhúsinu að ganga frá þegar ég tek LOKSINS eftir því..... ég var í öfugu pilsinu, neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!! Ekki einn heldur tveir þvottamiðar stóðu út í loftið á ásaumaða undirpilsinu svo ekki var annað hægt en að taka eftir þeim. Nema ég gerði það ekki....fyrr en þarna.
Ekki nóg með það heldur náði ég næstum að kveikja í fartölvunni.... Lítið sakleysislegt sprittkerti var á borðinu hjá mér á kaffihúsinu og bráðnaði bakhlið skjásins dulítið.
Gott fólk, Harpa Oddbjörnsdóttir í hnotskurn.
Bloggar | 16.9.2007 | 21:27 (breytt 18.9.2007 kl. 12:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- saaaanilld!
- 60-80 manns á Ísafirði!! Þið getið þrefaldað þann fjölda svo ...
- Flott ræða á mótmælum á Ísafirði í dag
- Sniðgöngum ísraelskar vörur!
- Skipulagsleysi? Fjölskyldudagatalið 2009!!!
- George W. Bush : "It's clearly a budget. It's got a lot of n...
- Passa sig að gleyma ekki að lesa á strimilinn í Bónus, og víð...
- OMG!
- Ritskoðun á www.bb.is?
Tenglar
Barátta mín
Börnin
Myndir
Vinir og vandræðamenn
- Halla peningastjóri Bolungarvíkur
- Ólda frænka
- Lísbet stórkostlega
- Begig og co í Danaveldi
- Kolbrún and the gang
- Ásta María frænka
- Elman mín fagra
- Tinna sæta spæta
- Rauðalækur 9
- Spákonan á Kambinum
- Helen Garðars
- Ísar Huldumaður
- Minn heittelskaði
- Mysterious Marta
- Annska í Arnardal
- Gústa og drengirnir
Aðrir bullarar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 91911
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE